Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Side 106

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Side 106
auðugra og mannlegra heldur en gat að líta í bænum eða skólanum“ (142). Ljóst er að Eg- ill les raunsæissögur, elskar eða hatar með „fólkinu“ í textanum, gengur í „heim textans" og útúr honum aftur og lesturinn hefur engu breytt. Textarnir sem hann les ganga ekki inn í hans eigin texta, verða ekki viðmið eða eru ekki viðurkenndir sem viðmið. Einu textarnir sem vísað er beint til eru ljóð Jónasar og bamagælur sem staðfesta nánd og eindrægni. Mín káta angist býður sem sagt ekki upp á neinar samræður við bókmenntahefðina eða aðra hugsun, annars konar leit að merkingu í textum — og það er náttúrlega í allt í lagi. Verra er að þessi flótti undan merkingunni leiðir til að Egill spyr heldur ekki spurninga um persónurnar í sögu sinni. Hver er til dæm- is Sigríður? Sú elskaða. Hún er falleg, gáfuð, spennandi, virk, dáð og eftirsótt og Egill elskar hana heitt og skil- yrðislaust fyrir allt þetta. Hún og ástin á henni gefa lífi hans merkingu, á meðan það er. Hann býr Sigríði til og í lokakaflanum heldur hann áfram að elska og syrgja sinn eigin tilbúning. Þó er hann búinn að segja lesanda að Sig- ríður ætlaði sér aldrei neitt með hann, hún segir honum að sambandið hafi verið daður sem fór úr böndunum. Hún var allan tímann með öðrum. Vissi sá maður um Egil? Af hverju vissi Egill ekkert um hann? Vissi hún frá upphafi hvorn hún átti að velja? Eða missti hún áhugann á Agli? Leit hún á ástarþríhym- inginn sem harmleik eða gamanleik? „Hún gat talað svo skemmtilega. Og hreyf- ingamar, hún sletti til höndunum á einhvem máta sem virtist öruggur og var kærulaus en samt fallegur og yrði eitthvað fyrir henni og það brotnaði var það alveg óvart. Tilviljun; allt fer.“ (153) Svona er Sigríður; sú sem brýtur, eyðilegg- ur eitthvað — kæmlaust, fallega. Þetta er lokalýsingin á stúlkunni, tvíræð, spennt en þó lágmælt. Þannig eru margar af fallegustu sen- um þessarar bókar og það fær mann til að fyrirgefa aðra kafla, meðal annarra partýsen- urnar og Hressósetuna. „Gott, djöfull gott, en ekki nógu gott“ var norski leikstjórinn og leikhöfundurinn Sverre Udnæs víst vanur að segja ef hann vissi að leikararnir gátu gert betur. Ég ætla að ljúka þessu með því að stela þeirri tilvitnun. Dagný Kristjánsdóttir Rústir liðins tíma Einar Kárason. Fyrirheitna landið. Mál og menn- ing 1989. 234 bls. Það þarf vart að taka það fram að Þar sem Djöflaeyjan rís (MM 1983) og Gulleyjan (MM 1985) eru bækur sem hristu fólk úr dofa hvunndagsins og komu því til að hlæja og gráta í senn. Menn duttu niður í söguheim braggahverfisins og líkaði vel. Blaðsíða eftir blaðsíðu iðar af lífi og skringilegar persónur ráða lögum og lofum. Einar Kárason er ófeiminn að segja sögu sem seiðir án þess að vera sífellt að trufla lesendann og það held ég að hafi mörgum verið fagnaðarefni. I Eyja- bókunum er dreginn upp söguheimur sem alvitur höfundur ríkir yfir og stjórnar feimn- islaust. Persónusafnið, Lína, Tommi, Gógó, Baddi, Danni, Dollí, Fía og Tóti ofl. ofl. kom allt til sögunnar í Djöflaeyjunni, þá strax voru allar persónumar skýrt mótaðar og Gamla húsið í sögumiðju. Með Gulleyjunni heldur saga fjölskyldunnar áfram, þar er frásagnar- straumurinn lygnari og um leið dýpri. Og nú er komin ný bók. Fyrirheitna landið. Hún hefði kannski átt að heita Fyrirheitna sagan, a.m.k. hefur Einar látið í það skína að hér væri komin sú saga sem hann í upphafi ætlaði sér að segja. En skáldskapurinn er ófyrirsegjan- legur, Karólína og hennar slekti eru mikið söguefni og það sem átti að vera stuttur inn- gangur varð að tveimur vænum skáldsögum. 104 TMM 1990:1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.