Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Page 108

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Page 108
háskalegur tónn í alla frásöguna. Nóttin skoll- in á. Risavaxin amerísk nótt. Myrkrið, í bók- staflegri merkingu, er líka býsna fyrirferðar- mikið; flestir atburðimir gerast þegar dags- skíman hefur látið undan síga og skugga- hliðar mannlífsins dafna hvergi betur en í skjóli myrkurs. Svo var einnig í Thulekampi. Þar voru næturnar oft langar og fullar af hljóðum. En myrkrið í Fyrirheitna landinu er ekki síst í sálum persónanna og hjá sumum svo þétt að hvergi virðist rofa til. Til dæmis Bóbó. En aðeins meir um frásagnaraðferðina. Það er ekki eingöngu um að ræða fyrstu persónu frásögn Munda, það eru líka sögur sem aðrar persónur segja, einkum Bóbó og Gógó. En svo eru einnig kaflar í þriðju persónu, raun- inni aðeins tveir og gerast á Islandi. Báðir snúast um innrásir Badda í Nýja kofann og afleiðingar þess á andlegt heilsufar Bóbós. Því enda þótt sögusviðið sé að stærstum hluta í Ameríku eru nokkrir kaflar sem gerast á Islandi, einhverjum árum áður en þeir félagar halda í ferðina miklu. Islandskaflarnir fleyga Ameríkufrásöguna, bregða upp leiftri fortíðar yfir atburðina sem eru að gerast hverju sinni. í þessum köflum er Karólína á lífi og eins og hennar er von og vísa enn við sama heygarðs- hornið, formælandi spillingunni í einu orðinu en blessandi sólargeislann og drenginn ljúfa hann Badda í hinu. En það eru átökin milli þeirra frænda sem skipta mestu máli í þessum köflum og eitt af þungavigtar efnunum í sög- unni. Möndulásinn jafnvel. Hápunkturinn á átökunum er auðvitað tilraun Bóbós að koma Badda fyrir kattamef með því að láta hann svolgra í sig framköllunarvökva í staðinn fyr- ir brennsluspritt. En Baddi reynist ekki feigur þá stundina og eftir nokkurra daga rúmlegu er hann þess albúinn að skella sér í sollinn á ný. Bóbó er ekki bara að reyna að sálga óþolandi drykkjuhrút; hann er líka að ráðast að manni sem er tákn fyrir braggahverfið, tákn þess liðna, fortíðarinnar með öllum sínum skugg- um. Hann er líka að ráðast á langömmu sína, því það væri að rífa úr henni hjartað að drepa Badda. Bóbó reynir að gera upp við fjölskyld- una og fortíðina á einu bretti, skera á þá taug sem hann er rammbundinn með. En það tekst ekki og sá eini sem fer illa út úr þessu er Bóbó sjálfur. Bóbó lá uppí herbergi lamaður af hryllingi og skelfingu. Hann fann ná- lægð dauðans allt í kringum sig. Þegar hann heyrði hryglurnar í frændanum fraus hann og stirðnaði; þegar kvala- stunurnar bárust að neðan langaði hann mest til að kasta sér í gólfið og æpa, en var það um megn. (87) A sama hátt og honum er það um megn að losa um spennuna í öskri hefur hann ekki mögu- leika að losa sig frá uppruna sínum. Hefur kannski aldrei getuna til þess. Sagan snýst því ekki síst um Bóbó þó Mundi segi frá. Mundi er líka undarlega dauf og óræð persóna þó hann segi söguna, hann er allan tímann hlutlaus og óvirkur áhorfandi. Innan um þetta sérstæða og ýkta persónusafn virðist hann í meira lagi venjulegur. (Kannski rödd hversdagsins?) Þeir voru saman niðri við Bæjarins bestu, allir helstu töffararnir . . . Ég ætlaði að láta lítið á mér bera en Baddi sá mig, hrópaði: Mundi frændi! og kynnti mig svo fyrir kunningjunum: Mundi frændi minn, stórmenni. Gæj- arnir kinkuðu kolli sumir, aðrir glottu og horfðu á mig með fyrirlitningar- svip; maður var ósköp vesældarlegur og smár inní þessu Röðulsgengi. (146) I þessum fyrrnefndu köflum er sjónarhomið hjá Bóbó en það er oft eins og söguhöfundur horfi á hann frekar írónískum augum og glotti svolítið að honum í laumi. Bóbó er latur og værukær og vill helst líða fram og aftur í draumi og finnst því óþægilegt að hrökkva 106 TMM 1990:1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.