Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Qupperneq 109

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Qupperneq 109
upp úr svefnrofunum við heimsóknir Badda. Mér finnst þetta veikja þessa atburði örlítið og framvindan væri dapurlegri og sterkari ef sögusamúðin væri meira hjá Bóbó. Sú stað- reynd að sjálfseyðingarhvötin verður að lok- um ráðandi afl, líkt og hjá Badda, yrði þá enn áhrifameiri. Fallið hærra. í Eyjabókunum, einkum Gulleyjunni, spilaði rokkið stóra rullu og Baddi tjáði sig yfirleitt í dægurlagafrösum enda runnu þeir saman í eitt, hann og goðið mikla, kóngurinn óum- deilanlegi Elvis Presley. Það er því jafn nauð- synlegt fyrir þremenningana að fara í pflagrímsferð til Memphis eins og að heim- sækja Badda. Þessi ferð og tónleikamir með Carl Perkins og Jerry Lee Lewis er sagan í hnotskum. Þessir kaflar eru að með sterkari köflunum í bókinni, þaulhugsaðir og smella vel saman. í kringum heimili Elvis er gert út á foma frægð en einhver falskur tónn er í öllu saman. Tónleikarnir gera þó ekki síður út á fortíðina; hin mikla hetja Jerry Lee, Killer, stendur tæpast undir nafni, stirður og sjúskað- ur og leikur lögin sín af gömlum vana. Hryggðarmynd þess sem var, líkt og Baddi. Það er alveg sama hvert farið er, glæsimyndir og goð liðins tíma hrynja hver af annarri. Samfélagið sem birtist í bókinni er undarlega dapurt og dökkt. Það er í raun eins og við séum ennþá stödd í Thulekampi og myrkrið ráðandi. Persónurnar em líka allar í fortíðinni og án allra markmiða. Það býr ekki framtíð í neinni þeirra og Bóbó og Baddi eru fullir af lífsháska sem eyðir. Manni og Mundi fara í þessa ferð með stjörnur í augum (einkum Manni þó) og þeir fara heim án þess það virðist sem þeir hafi nokkuð breyst eða skilið það sem þeir sáu, hvað þeir em í rauninni að eltast við innilega glataðan heim. Það er ótrú- lega fátt jákvætt í þessari bók og afþví það er engin framtíð þá er engin von. Og húmorinn er oftast grimmur. Við fáum sem sagt hálfgert kjaftshögg frá Einari í lokin. Gulleyjunni lauk að vísu með falli fjölskyldunnar í Gamla hús- inu og andstæðukerfið sem skapaði allar goð- sögumar var greinilega hmnið. Braggahverf- ið jafnað við jörðu, Gógó hentfrá Ameríku og gjafir hættar að berast. En afhjúpunin í Fyrir- heitna landinu er miklu miskunnarlausari og hún gerist líka í Ameríku, gósenlandinu sem stóð fyrir allt það sem glæsilegt var. Hetjumar okkar enda í skítugu indíánaþorpi úr alfara- leið en það sorglegasta er að þeim varð aldrei Ijós blekkingin sem þau lifa í. Kannski eins gott, öðmvísi er ekki hægt að komast af. *** Bálkinum er lokið. Einar kveður persónur sínar á mjög ákveðinn hátf, nú er ekki mögu- leiki á öðru en að hatyla á ný mið. Það er stundum eins og hann hafi efast um rétt sinn til að skrifa þessa sögu. Því þó að skáldsagna- pælingar Manna séu sumar hverjar dálítið barnalegar, jafnvel tilgerðarlegar, þá leynist í þeim einhver vanmáttur höfundarins gagn- vart efninu og kannski öll þessi ferð sé að nokkru leyti dæmi um það. Þetta er nýr tónn hjá Einari og dýpkar söguna. Sumir vilja lesa út úr þessum sagnabálki söguna um það hvemig íslenska þjóðin fór á fyllerí í stríðs- gróðanum og vaknaði svo upp í timburmönn- um nokkrum áratugum seinna (sbr. t.d. ritdómur Árna Bergmann, Þjóðviljinn des. 1-989). En tengingin við þjóðarsöguna er ekki það sem ristir dýpst heldur háskinn sem býr í persónunum, þessum rústum liðins tíma. Fyrirheitna landið var ekki óþörf viðbót, hún er sterk. Þessi dimmi tónn hennar á eftir að hljóma lengi. Sumt er misgott og hefði það lélega að ósekju mátt fjúka. Mér fannst t.d. ferð þeirra frænda austur í sveitir til að skoða einhvem bóndabæ, þar sem húsdýrum hafði verið misþyrmt, á skjön í sögunni og óþörf. En jafnframt er þetta einn af kostunum við bækur Einars. Þar er hrúgað saman allskyns sögum af ólíkasta fólki, saga innan í sögu og allt iðar af lífi. Guðrún Þóra Gunnarsdóttir TMM 1990:1 107
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.