Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Page 114
og kenningar er lúta að viðfangsefninu, nefni
ég þar sem dæmi kenningar um þróun starfs-
greinar af handverksstigi yfir á iðjuform.
4
Brotin drif tr merkilegt rit fyrir þær sakir að
það miðar að því að stoppa í þær glufur sem
enn finnast í verkmenntasögu þjóðarinnar.
Ekki er síður aðdáunarvert hversu mikið af
heimildum — ekki síst myndum — höfundi
tekst að koma höndum yfir frá upphafsárum
bflaaldar hér á landi.
Þegar fjallað er um rit sem Brotin drif\ akn-
ar spurningin: Hvers er að vænta af riti um
sögu tiltekinnar iðngreinar? Ég teldi eðlilegt
að slík bók fjallaði um eftirtalda þætti: Vinn-
una sem slíka, verkfæri, hráefni sem unnið er
með, vinnuaflið eða þá sem í greininni starfa,
verkaskiptingu og verkefni greinarinnar.
Ennfremur að hún tæki fyrir kaup og kjör,
vinnutíma, hlut greinarinnar í atvinnulífi
þjóðarinnar og skipulagningu iðnarinnar
(stærð fyrirtækja, eignarform og ríkjandi
launaform; launamenn, sjálfstæðir atvinnu-
rekendur o.fl.).
Ásgeir gerir ekki grein fyrir vinnunni sem
slíkri og hvað slík athöfn feli í sér, heldurlýsir
hann bflaviðgerðum, nefnir þau verkfæri sem
notuð voru, skýrir frá starfsmönnum og upp-
runa þeirra. Einnig útlistar hann þau kjör sem
bifreiðaviðgerðarmenn bjuggu við og skýrir
frá löngum vinnudegi þeirra. Verkaskiptingu,
verkefni og skipulag greinarinnar má víða
lesa úr skrifum höfundar, en skipulega
umfjöllun vantar. Hlut iðngreinarinnar í
atvinnulífi þjóðarinnar er að engu getið.
Bíllinn er afsprengi iðnbyltingar og borgar-
myndunar, fyrst í Evrópu og víða um álfur er
frá leið. Fróðlegt væri að skoða þá þætti nán-
ar, auk þess sem það gerði e.t.v. kleift að skýra
hina skjótu útbreiðslu bíla í iðnvæddum lönd-
um samtímans. Ekki er fengist við slíkt í bók
Ásgeirs.
5
Þórbergur Þórðarson hefur sagt að bækur séu
„ ... ekki ritaðar handa þeim, sem vita, held-
ur hinum, er ekki vita.“ Að loknum lestri
bókarinnar Brotin drifog bílamenn erég mun
fróðari um sögu bíla, bílaviðgerða og Félags
bifvélavirkja. Önnur vísbending um ágæti
þessa verks er að höfundi hefur auðnast, með
ritun þess, að bjarga undan gleymsku marg-
slunginni verkkunnáttu þeirra er bílaviðgerð-
ir stunduðu á fyrstu áratugum aldarinnar.
Það er von mín að síðari hluti bflasögunnar
verði álíka skemmtilegur og fróðlegur sem
hinn fyrri.
Ingi Rúnar Eðvarðsson
112
TMM 1990:1