Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Page 114

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Page 114
og kenningar er lúta að viðfangsefninu, nefni ég þar sem dæmi kenningar um þróun starfs- greinar af handverksstigi yfir á iðjuform. 4 Brotin drif tr merkilegt rit fyrir þær sakir að það miðar að því að stoppa í þær glufur sem enn finnast í verkmenntasögu þjóðarinnar. Ekki er síður aðdáunarvert hversu mikið af heimildum — ekki síst myndum — höfundi tekst að koma höndum yfir frá upphafsárum bflaaldar hér á landi. Þegar fjallað er um rit sem Brotin drif\ akn- ar spurningin: Hvers er að vænta af riti um sögu tiltekinnar iðngreinar? Ég teldi eðlilegt að slík bók fjallaði um eftirtalda þætti: Vinn- una sem slíka, verkfæri, hráefni sem unnið er með, vinnuaflið eða þá sem í greininni starfa, verkaskiptingu og verkefni greinarinnar. Ennfremur að hún tæki fyrir kaup og kjör, vinnutíma, hlut greinarinnar í atvinnulífi þjóðarinnar og skipulagningu iðnarinnar (stærð fyrirtækja, eignarform og ríkjandi launaform; launamenn, sjálfstæðir atvinnu- rekendur o.fl.). Ásgeir gerir ekki grein fyrir vinnunni sem slíkri og hvað slík athöfn feli í sér, heldurlýsir hann bflaviðgerðum, nefnir þau verkfæri sem notuð voru, skýrir frá starfsmönnum og upp- runa þeirra. Einnig útlistar hann þau kjör sem bifreiðaviðgerðarmenn bjuggu við og skýrir frá löngum vinnudegi þeirra. Verkaskiptingu, verkefni og skipulag greinarinnar má víða lesa úr skrifum höfundar, en skipulega umfjöllun vantar. Hlut iðngreinarinnar í atvinnulífi þjóðarinnar er að engu getið. Bíllinn er afsprengi iðnbyltingar og borgar- myndunar, fyrst í Evrópu og víða um álfur er frá leið. Fróðlegt væri að skoða þá þætti nán- ar, auk þess sem það gerði e.t.v. kleift að skýra hina skjótu útbreiðslu bíla í iðnvæddum lönd- um samtímans. Ekki er fengist við slíkt í bók Ásgeirs. 5 Þórbergur Þórðarson hefur sagt að bækur séu „ ... ekki ritaðar handa þeim, sem vita, held- ur hinum, er ekki vita.“ Að loknum lestri bókarinnar Brotin drifog bílamenn erég mun fróðari um sögu bíla, bílaviðgerða og Félags bifvélavirkja. Önnur vísbending um ágæti þessa verks er að höfundi hefur auðnast, með ritun þess, að bjarga undan gleymsku marg- slunginni verkkunnáttu þeirra er bílaviðgerð- ir stunduðu á fyrstu áratugum aldarinnar. Það er von mín að síðari hluti bflasögunnar verði álíka skemmtilegur og fróðlegur sem hinn fyrri. Ingi Rúnar Eðvarðsson 112 TMM 1990:1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.