Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Side 9

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Side 9
fyrir Óðin. Hefurðu aldrei tekið þessa lýs- ingu gilda? — Nei. Ég var bara menntaskólastelpa þegar ég las í fyrsta sinn frásögnina um skáldamjöðinn hjá Snorra og ég trúði henni ekki. Á einhvem óskýranlegan hátt vissi ég að Snorri hafði rangt fyrir sér. Ég hefði ekki getað rökstutt þetta þá, þetta voru tilfinn- ingaleg viðbrögð en ekki rökleg. En ég hélt áfram að hugsa um Gunnlöðu, hún fylgdi mér. Mörgum ámm seinna byrjaði ég að lesa goðsagnir kerfisbundið til að finna út hver hún hefði verið og þá fannst mér það liggja í augum uppi að Snorri hefði blandað sam- an ólíkum goðsögnum í sögunni af skálda- miðinum. Hann notar Hávamál, en virðist ekki hafa þekkt eða skilið goðsögnina og helgisiðina sem lýst er í Gunnlaðarþættin- um. Vísumar í Hávamálum em svo glæsi- legar, svo áhrifamiklar að þær hljóta að hafa mikla þýðingu — en hverja? — / Gunnlaðar sögu birtast niðurstöður rannsókna þinna á goðafrœðinni. Þú lýsir Gunnlöðu og telur að hún hafi verið hof- gyðja í menningu sem var tilfyrir ritlistina. / þessari menningu hveifist trúarlíf fólks um kvenlegan guðdóm, gyðjuna. Guð er sem sagt kona í Gunnlaðar sögu? Ertu að skrifa um einhvers konar hoifið mæðra- veldi í bókinni? —Nei. Konungurinn er æðsti maður þess þjóðfélags sem lýst er í bókinni. Faðir Gunnlaðar er æðstur hofgoðanna og eins og hún má hann koma inn í helgidóminn, bú- stað gyðjunnar. En aðeins útvaldar, helgar konur mega sjá um hina daglegu helgisiði sem tryggja eilífa hringrás lífs og náttúm. Sjálf gyðjan er ekki persónugerð og er ekki kona. Þama ríkir fjölgyðistrú, bæði guðir og gyðjur em dýrkaðar og því er ekki hægt að orða það svo að guð sé kona. Það er eingyðisorðalag. Landsgyðjan var hins vegar fulltrúi þess lögmáls sem réði hringrás tilverunnar bæði í náttúrunnar ríki og mannlífinu, hún var vemdari konungs, ættbálks og lands. I kon- ungsvígslunni felst það að nýr konungur játast undir lögmál gyðjunnar og leggur eið að því að hann muni stýra ríki sínu framhjá náttúruspjöllum, eyðileggingu og hinum ótímabæra dauða. — En Óðinn vill það ekki? — Nei. Hann er fulltrúi nýrra tíma sem em í andstöðu við þau gildi sem Gunnlöð er fulltrúi fyrir. En hann getur ekki gert uppreisn gegn þeim fyrr en hann hefur gengið í gegnum alla helgisiðina sem heyra konungsvígslunni til, dreypifómin eða „hinn dýri mjöður“ og „hið heilaga brúð- kaup“ em hápunktur þeirra. Það er þessi konungsvígsla sem ég tel að lýst sé í Gunn- laðarþætti Hávamála. Samsvarandi lýsing er líka til í keltneskum goðsögnum þar sem nýr konungur tekur við valdi yfír landinu úr höndum fagurrar konu eða hofgyðju sem kölluð er Sovereignty of Ireland. „Hið heil- aga brúðkaup“ er helgisiður, samfarir og táknræn gifting manns og æðra máttarvalds sem persónugerist í útvöldum einstaklingi. Ódáinsveigin, mjöðurinn táknaði aftur end- urfæðingu eða ódauðleika þess sem fékk að bergja á. — Þú hefur skrifað fræðiritgerð um und- irbúningsvinnu þína að Gunnlaðar sögu og rannsóknirnar sem liggja henni til grund- vallar? — Já, ég skrifaði um Jætta í Skími, haust- ið 1988. Nú em að koma fram rannsóknir sem styðja niðurstöður mínar. Englending- TMM 1990:3 7
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.