Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Page 22
gerist atburðurinn í skólaportinu á steini og
má setja hann í samband við útlegðina; Hins
vegar er varla hægt að tala um að heim-
koman standi fyrir gróður og því virðist
þessi tenging vart standast. Sé endurlitið til
vorsins 1985 (116-117) hins vegar athugað
sést að andstæða gróðurs og steins felst þar
í því að gróðurinn myndar eins konar yfir-
borð, hulu yfir steininn sem er tákn út-
legðarinnar og Anna hefur í raun bælt.
Þama sést skýrt að steinninn er tákn bældra
minninga um aðskilnað, rof eða missi.
Ákveðin eining sem var með Önnu og átt-
högunum var rofin, hún var send í útlegð en
hún hefur bælt sársaukafullar minningar
sínar um þennan atburð. Atburðurinn í
skólaportinu væri því tákn útlegðar í víð-
asta skilningi. Hann væri tákn þess rofs sem
verður á milli sjálfsveru einstaklingsins og
spegilmyndar hans eða tákn um aðskilnað
hans við móðurina og inngöngu hans í lög-
mál föðurins.
Hér em komin til sögunnar hugtök sem
ættuð em úr fræðum Frakkans Jacques Lac-
ans.5 Hann lagði mikla áherslu á hugtakið
rof eða missi sem er að verki á nánast öllum
stigum í þróun sjálfsvemnnar. Fyrstamikil-
væga rofið verður því við fæðingu, það
næsta verður þegar einstaklingurinn upp-
götvar spegilmynd sína og síðan er hann
gengur inn í heim tungumálsins sem sam-
kvæmt Lacan er karlstýrður og er stjómað
af lögmáli föðurins. Lestur „Endurkomu“
sem tákns þessarar þróunar byggir því á
þremur meginhugtökum sem öll em mikil-
væg í kenningum Lacans; rof, bæling og
endurtekningarhvöt. Útskúfun Önnu má
því skilja sem rof frá vissri heild sem henni
fannst hún tilheyra áður líkt og bam lítur á
sig og móður sína sem eina heild í upphafi
en verður síðan að skiljast frá henni. Minn-
ingin um þessa heild er síðan bæld, sem
birtist í því að Anna neitar að snúa aftur til
íslands aftur í þessi fjörutíu ár og vill ekki
kannast við hinn sársaukafulla atburð út-
skúfunarinnar, hún reynir að gleyma hon-
um. En hann kemur engu að síður aftur og
aftur upp á yfirborðið hvort sem hún kærir
sig um það eða ekki. Hann þrýstir á um að
fá að koma í dagsljósið.
Sigmund Freud nefndi þessa hlið endur-
tekningarinnar upphaflega endurtekning-
arhvöt og átti þá við að um hugsýkieinkenni
væri að ræða sem væri óháð vellíðunar- og
veruleikalögmálunum sem sjálfxð stjómast
af. Endurtekningarhvötin setti sjúklingana
aftur í þá óþægilegu aðstöðu sem leiddi til
hugsýkinnar án þess að þeir réðu því sjálfir
og því áleit hann að hún væri birtingarmynd
þess óhugnanlega krafts sem bælingin í
undirvitundinni hefur í sér fólginn.6 Þessa
hugmynd útfærði Lacan á þann veg að end-
urtekningarhvötin væri einskonar krafa í
undirvitundinni sem heimtaði að fá að tjá
sig. Líkt og í „Endurkomu“ þar sem bæl-
ingin er sífellt að koma upp á yfirborðið án
þess að Önnu sé það sjálfrátt, krefst hið
bælda inntak undirvitundarinnar þess að fá
að koma fram í dagsljósið. Það þrengir sér
sífellt að jafnvel þó að við tökum ekki eftir
því dags daglega. Þetta ferli er mjög áber-
andi í „Endurkomu“ og vissulega ein skýr-
ing á endurtekningunni. Sé endurtekning-
arhvötin tengd hinum huglæga tíma mætti
líta á hann sem táknmynd þeirrar hring-
hugsunar sem vafalaust einkennir sjálfs-
veru mannsins fyrir rof hans. Sögulega séð
væri hringhugsunin tákn þeirrar einingar
sem maðurinn er í við tímann í forsögu-
legum samfélögum, fyrir syndafall kapítal-
ismans. Þessum hringferlum væri hér
varpað yfir á svið sálræns þroska einstak-
20
TMM 1990:3