Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Page 26
tilvistar okkar, „ég“-ið eða sjálfið. Það felur
í sér að tiltekinn maður sé til í „tvíriti",
tveimur nákvæmlega eins eintökum. En
þessi augljósa merking er þó ekki næg skil-
greining, því tvífarinn er iðulega að ein-
hverju leyti frábrugðinn frummyndinni:
Tvífarinn getur verið betri, en er þó sýnu
oftar verri, hann er stundum sjáanlegur en
oftast ósýnilegur, hrærist semsé á öðru til-
vistarsviði. Sé innri maður hans annar, get-
ur útlitið líka verið annað en fyrirmyndar-
innar. En hvers vegna er þá talað um tví-
fara? Öðru fremur vegna þess að tvífarinn
er órjúfanlega tengdur frummyndinni, hann
er til handa henni og vegna hennar, hvort
heldur er til góðs eða ills.
I bókmenntafræði er tvífaraminnið af
þessum sökum notað í víðri merkingu: Tví-
farinn getur verið augljós endurgerð pers-
ónu, eins konar skuggi, málverk eða spegil-
mynd; hann getur verið annar en persónan
og jafnvel gerólíkur henni en tengdur henni
órjúfanlegum böndum; loks er líka talað um
tvífara þegar sami maður tekur á sig mis-
munandi gervi, geymir tvo menn, og er
sagan um Dr. Jekyll og Mr. Hyde eflaust
frægasta dæmið um þá notkun tvífaraminn-
isins.
Þetta eru helstu gerðir tvífarans, en því er
svo við að bæta að um eiginlega tvífarasögu
er ekki að ræða nema tvífarinn leiki að
minnsta kosti einhverju sinni sjálfstætt
hlutverk, óháð fyrirmyndinni.
Fyrstu tvífararnir: Skugginn og
spegillinn
Aðrir segja, að þegar Sæmundur fróði
gekk upp riðið og kom út í dymar á
Svartaskóla, þá skein sólin móti honum,
og bar skugga hans á vegginn. Þegar nú
kölski ætlaði að taka Sæmund, þá sagði
hann: „Eg er ekki seinastur. Sérðu ekki
þann, sem á eftir mér er?“ Kölski þreif
þá til skuggans, sem hann hélt mann
vera; en Sæmundur slapp út, og skall
hurðin á hæla honum. En upp frá þeirri
stundu var Sæmundur jafnan skugga-
laus, því kölski sleppti aldrei skugga
hans aftur.
Islenskar þjóðsögur og
-2
œvintyri.
Tvífarinn er önnur gerð sama sjálfs, og
fæðist af þeirri hugmynd sem til mun í
flestum trúarbrögðum að maðurinn sé ekki
allur þar sem hann er séður, heldur bæði
þessa heims — og annars. Tvífarinn er því
ein birtingarmynd þeirrar miklu (tál)vonar
mannsins að hann hafi sál og geti orðið
frjáls af dauðlegum líkama sínum. Svo það
er ekki nema von að hann hafi lengi verið
til í bókmenntum: Rómverjar hinir fomu
töluðu um „alter ego“, annað ég, forfeður
okkar vissu þá menn til mestra afreka lík-
lega sem ekki voru einhamir, rómantísku
skáldin þýsku kölluðu fylgju sína „Doppel-
gánger“, samgengil einsog Halldór Lax-
ness þýddi það, og þau orð eins brautryðj-
anda nútímaljóðlistar, Frakkans Rimbauds,
að hann væri annar, urðu fleyg.
Grunnmyndir tvífarans í goðsögnum,
þjóðtrú og svonefndum frumstæðum trúar-
brögðum eru skugginn og spegillinn. Ef-
laust eru þess dæmi frá örófi alda að
skugginn sé tákn sálarinnar — enda hentar
hann vel til þess þar sem hann er í senn utan
við manninn og þó óaðgreinanlegur frá
honum. Austurríkismaðurinn Otto Rank
rekur í verki frá árinu 1925, sem sígilt er
orðið í tvífarafræðum, fjölmörg dæmi um
fornan átrúnað tengdan skuggum. Meðal
svokallaðra frumstæðra þjóðflokka gat það
24
TMM 1990:3