Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Side 29

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Side 29
rænna manna til foma og þátt galdra í henni „Heim tvífarans", svo mikinn hlut ætlar hann hugmyndinni um tvífarann þar.7 ís- lenskar fombókmenntir eru ein helsta heimild hans um þessa heimsmynd, og þá er eðlilegt að hann geri nauðsynlegan fyrir- vara: Þær eru skrifaðar á kristnum tíma, og því takmörkuð heimild um þankagang heiðinna manna nokkmm öldum fyrr. Engu að síður em sögumar svo gegnsýrðar fyrri tíma hugmyndum að sjálfsagt er að reyna að ráða í þær. Enda hafa margir fræðimenn fjallað um fomeskju og galdra í íslend- ingasögum. í Vatnsdælu, sem yfirleitt er ekki talin nein galdrasaga á borð við Eyr- byggju, fmnur Boyer dæmi um eftirfarandi þætti sem heyra til hugmyndaheimi nor- rænna manna fyrir kristni: Níð, hamfarir, seið, draumaráðningar, berserksgang, fóm- ir, blót og fóstbræðralag. Boyer telur í stuttu máli að norrænir menn til foma hafi hugsað sér alheiminn tvískipt- an: I náttúrlegan heim og yfimáttúrlegan heim, sem ekki blasir við skynfæmm okkar. Sá heimur er óröklegur og oft torráður en þó hafa ávallt verið til dauðlegir menn fjöl- kunnugir og forvitri, sem hafa — að sönnu takmarkaða — innsýn í hinn yfirskilvitlega heim, og geta virkjað krafta hans á góðum stundum. Það sem greinir þessa sýn frá kristinni hugmyndafræði er að tvíhyggja norrænna manna til foma er ekki nærri eins eindregin — mörk lífs og dauða, hins and- lega og hins líkamlega, hins sýnilega og ósýnilega em miklu ógleggri en hjá kristn- um mönnum. Draugar hegða sér oft einsog dauðlegir menn, og dauðlegir menn geta haft yfimáttúrlega eiginleika. Yfimáttúr- legi heimurinn er m.ö.o. samofinn jarð- neskri vem miklu rækilegar en þekkist í kristni. Alheimurinn er einn þrátt fyrir tví- skiptinguna, byggður lifendum og dauðum. Og það sem meira er, kunnáttumenn geta rofið mörk tíma (forspár) og rúms (ham- farir). Eitt ber hins vegar að hafa í huga við þessa snöggsoðnu endurgerð fomrar heimsmyndar: Mjög ósennilegt er að þeir sem lifðu hana hafi nokkum tíma hugsað um hana með þessum sértæku hugtökum. Það eru örlögin sem halda heiminum saman, gefa honum þá reglu sem er nauð- synleg allri heimsmynd. Forlagatrúin er kjaminn í heimssýn forfeðra okkar að mati Boyers. Vegna forlaganna er einstakling- urinn ekki einn og yfirgefinn í heiminum, fyrir tilstilli þeirra öðlast hann mátt sinn og megin og mannhelgi sína. Til að kikna ekki undan byrði örlaganna þarf maðurinn að læra að þekkja þau og gangast við þeim, því örlögin vefa saman yfimáttúrlegan heim og 8 ° mannlegan jarðneskan vemleika. Og hér er þá kominn grundvöllur að „tví- farakenningu“ franska fræðimannsins um heimsmynd Islendinga til foma. Forlögin geta spunnið sinn vef í krafti þess að við eigum okkur öll einhvers konar tvífara í hinum æðra heimi. Það er hlutur dauðlegra manna í heimi guða, það sem kristnin kenndi íslendingum síðar að kalla sál: „Ef sálu minni sorglaust vissi eg borgið“ orti Hallfreður vandræðaskáld fyrir andlátið (Hallfreðarsaga, 12:1251)9; en það orð er sjaldséð í fombókmenntum og algengari em orð sem birta eldri heimsmynd: hugur, hamur og fylgja. Orðin vísa til einhvers utan við manninn sjálfan sem er þó hluti af honum. Heimurinn er ekki allur þar sem hann er séður fremur en maðurinn sjálfur, og hann á sér afrit í öðmm heimi, tvífara. Hugðu íslendingar til foma tilveruna svona? Lítum nánar á röksemdimar. Hugur er ekki bara hugsun okkar eða TMM 1990:3 27
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.