Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Page 30

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Page 30
lund. Það kemur fram bæði í íslensku og nýnorsku og fleiri germönskum málum, segir Asgeir Blöndal Magnússon í Orð- sifjabók sinni, „að orðið var einnig haft um sjálfstæða sál eða anda sem farið gat úr líkamanum og látið þar til sín taka.“10 Hug- urinn getur farið á flakk einsog skugginn, og enn getum við orðið hugstola, fellt illan hug til einhvers eða komist í vígahug. Sýnt er að til foma var þetta hugarflakk álitið raunverulegra, þótt orðanotkunin lifi. Vask- ir menn gátu sent huginn erinda sinna, rétt einsog Óðinn hrafn sinn með því nafni. Boyer nefnir skemmtilegt dæmi úr Þor- steins þætti uxafóts í Flateyjarbók. Tröll- karl einn er spurður hvort sig syfji, og kveður svo eigi vera: „Liggja á mér hugir stórra manna.“ (Þorsteins þáttur uxafóts, 10:2312). Enn greinilegra er þetta þó með haminn, sem er bæði einstaklingsbundnari og áþreifanlegri en hugurinn. Hamur gat sem kunnugt er líka þýtt líknarbelgur eða fóstur- himna, og hver maður sýnist reyndar frá fæðingu hafa átt sér ham. Hamur er ekki sál, fremur form hennar. Og þau gátu verið fleiri en eitt. Víst er að sumir þeir sem eitthvað áttu undir sér í öðrum heimi gátu skipt um ham, farið hamförum. Slíkir menn voru sagðir ekki einhamir. Sú hugmynd tilheyrir heiðni og má hafa ummælin um Þránd stíganda í Eyrbyggju til marks um það: „Hann hafði verið fyrr með Snorra goða og var kallaður eigi einhamur meðan hann var heiðinn en þá tók af flestum tröll- skap er skírðir voru.“ (Eyrbyggja, 61:615) Hliðstæður samanburður er til í Grettlu (78:1071) og Fóstbræðrasögu (2:777). Þekktasta dæmið um hamfarir eða hugar- flakk er eflaust í tólfta kafla Vatnsdælu, þegar Ingimundur fær Finna (sem voru sér- lega göldróttir skv. þjóðsögum) til að svip- ast um eftir grip sem Haraldur hárfagri hafði gefið honum og var horfinn. Meðan Finnamir eru lokaðir inni í húsi í þrjár nætur fara hamir þeirra heldur en ekki á stjá, yfir reginhöf til íslands og hafa þar uppi á gripn- um, og þótt ekki geti þeir tekið hann með sér til baka, geta þeir lýst verustað hans nákvæmlega. Hamrammir menn voru yfirleitt miklir að burðum og kraftamir jukust um allan helm- ing ef hamremmi rann á þá. Flest dæmin eru í Eglu en þeir vom allir hamrammir Kveld- Úlfur, Skalla-Grímur og Egill. Oft vex mönnum svo ásmegin þegar þeir „hamast“ að þeir hafa ekki lengur stjóm á sér, sbr. þegar Skalla-Grímur er orðinn svo æstur að hann ætlar að ráðast á Egil og Brák segir hvatvíslega: „Hamast þú nú Skalla-Grímur að syni þínum“ (Egla, 40:415). Eitthvað dýrslegt brýst fram í þessum körlum, það rennur á þá œði, orð samstofna nafni Óðins, guðsins sem slyngastur var að skipta höm- um. Hver maður hlýtur að hafa átt sér ham, svipmót sem hann bar að öllu jöfnu. En auk þess bjó innra með mörgum einhvers konar dýr, og þeir sem em „ekki einhamir“ geta við vissar aðstæður tekið á sig gervi þessa dýrs. Algengast er að menn taki á sig gervi bjamar eða úlfs (á það hefur verið bent að sagan um Kveld-Úlf er varúlfsminni). í Völsunga sögu segir frá Sigmundi og Sin- fjötla sem finna úlfshami, fara í þá og breyt- ast í varga, en það verður þeim þrautin þyngri að komast úr hömunum aftur. Þetta er í raun það afbrigði af tvífaraminni sem nefnt var í upphafi og kennt við Dr. Jekyll og Mr. Hyde. En svo em líka dæmi um fjölkunnugt fólk sem ekki var í vandræðum með að skipta 28 TMM 1990:3 i
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.