Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Qupperneq 31

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Qupperneq 31
um ham á öðrum. Hamskipti eru því ekki alltaf byggð á afli eða dýrslegu eðli, heldur er hamurinn stundum einsog dulbúningur sem má bregða sér í á örlagastundu. í Eyr- byggju felur Katla Odd son sinn með því að breyta honum í gölt og hafur, skipta um ham hans. Tæpast verða þau galdrabrögð flokk- uð undir tvífaraminni í bókmenntum, held- ur eru hér á ferð myndbreytingar af sama toga og þær sem Ovid kvað um forðum. Trúin á hamfarir lifði lengi, og Boyer bendir á að það er haft til sönnunar um helgi Guðmundar Arasonar í prestssögu hans, að hann gat farið hamförum. Þá lá hann að því er virtist sofandi hjá mönnum sínum en birtist um leið vestur á fjörðum og setti þar niður tröllkonu (sbr. 19. kafla Prestssög- unnar í Sturlungu).11 Dæmin um hamremmi eru reyndar ekki mjög mörg í Islendingasögum og orðið hamrammur kemur bara einu sinni fyrir í Sturlungu. Þau eru langt um fleiri í fom- aldarsögum, en þá kannski fremur sem bók- menntaminni og liður í sagnaskemmtan en heimild um heimssýn. í orðstöðulykli nýju íslendingasagnaútgáfunnar12 eru tilfærð níu dæmi um lýsingarorðið hamrammur, átta um orðið einhamur, sjö um sögnina að hamast og þrjú dæmi eru um nafnorðið hamhleypa (-hlaupa). Það hve fá dæmin eru sýnist veikja kenningu Boyers um tvífarann sem ómissandi þátt í forlagatrúnni. En það er eitt orð þessum skylt sem er miklu al- gengara, og það er orðið hamingja, skv. Orðsifjabókinni dregið af orðunum hamur og ganga, eiginlega „vættur sem tekur á sig ham eða gervi, fylgja". Gæfan virðist ekki hafa verið jafn óáþreifanleg forfeðrum okk- ar og hún er orðin okkur einhömum af- komendum þeirra. Um trúna á hamingju segir P.A. Munch í hálfrar annarrar aldar gömlu verki sínu um norræna goðatrú: „Hamingjan var yfimátt- úrleg, oftast kvenleg vættur sem vísaði mönnunum leið og réði örlögum þeirra. Hver maður átti sína „hamingju“ sem reyndi að færa honum heill (og því var hamingja líka notað í merkingunni „gæfa“).“13 Það var jafnvel hægt að lána öðmm hamingju sína til að efla hann til góðra verka. En hamingjan fylgdi ekki bara einstaklingum einsog hamurinn, hún gat líka fylgt ættum rétt einsog ógæfa lagðist í ættir. Að þessu leyti er hamingjan fylgja, en það orð er, líktog hamur, tengt komu mannsins í heiminn. Fylgjur gátu ýmist birst sem dýr, konur eða karlar, og eru skýrasta dæmið um tvífara sem við eigum í okkar gömlu bók- menntum. í bók sinni um fylgjur vill Else Mundal einkum gera greinarmun á dýra- fylgjum og fylgjum sem birtast sem konur. Dýrafylgjur eru einsog skuggar „eigenda“ sinna. Menn eiga sér eina fylgju sem sést við ákveðin tækifæri og hún hefur eigin- leika þess sem hún fylgir: Dýrafylgjan einsog hún birtist okkur í nor- rænum bókmenntum er algerlega án eigin sjálfsveru og vilja. Hún og maðurinn sem hún fylgir eru óaðskiljanleg heild. Mað- urinn getur þannig ekki haft nein áhrif á fylgju sína, og fylgjan getur heldur ekkert gert fyrir manninn. Annað er bara einsog spegilmynd af hinu. Það sem dýrafylgjan aðhefst er aðeins viðbragð við því sem maðurinn gerir.14 Dýrafylgjur birtast mönnum í draumi eða vöku, en hvenær það gerist er ekki á valdi mannanna þótt þeir reyni að leggja út af því, einsog Mundal bendir á. í öllum tilvikum sem finna mátti með hjálp orðstöðulykils TMM 1990:3 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.