Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Page 32

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Page 32
tókst mönnum að ráða í fylgjumar, þótt þeir yrðu stundum að leita til annarra. Þess eru dæmi að fylgjumar komi upp um menn, svo sem þegar Gunnar á Hlíðarenda dulbýr sig sem Kaupa-Héðin og tekst allvel að blekkja Hrút, uns fylgjan kemur upp um hann þar sem hún birtist Höskuldi í draumi: „Þetta er engis manns fylgja nema Gunnars frá Hlíð- arenda.“ (Njála, 23:151 — fylgjan er mikið bjamdýr og með henni húnar tveir). Bimir fylgdu sterkum höfðingjum og ref- ir slægum mönnum, en fleiri dýrategundir koma við sögu. í Gunnlaugs sögu orms- tungu em fuglar sem birtast Þorsteini Egils- syni í draumi sagðir „stórra manna fylgjur“ (2:1167). í Ljósvetninga sögu dreymir Eyj- ólf á Möðruvöllum mikinn nautaflokk koma í móti sér, og ræður fóstri hans drauminn: „Það em manna fylgjur óvina þinna og oxi fylgir Þorvarði en griðungur Halli.“ (Ljósvetningasaga, C-gerð, 26: 1705). Hjátrú tengist dýrafylgjunni rétt eins og skugganum og hún er stundum feigðar- boði: „Þú munt vera maður feigur,“ segir Njáll við Þórð leysingjason sem dreymt hefur blóðugan hafur, „og munt þú séð hafa fylgju þína og ver þú var um þig.“ (Njála 41:172) Sé það rétt hjá Else Mundal að dýrafylgjan sé aðeins einsog skuggi af eig- anda sínum, er hæpið að tala um tvífara í því sambandi, því hún leikur ekkert sjálf- stætt hlutverk. En það er ekki víst að mun- urinn á fylgjunum sé eins skýr og Mundal heldur fram, því skömmu eftir að getið er um fylgjur Þorvarðs og manna hans í Ljós- vetningasögu, eru þær sagðar fella hest Eyj- ólfs svo hann dettur af baki og verður haltur eftir (sama stað, 30:1713). En efalaust er að fylgjan í gervi konu er magnaðri, enda hefur hún að sögn Mundal haft eigin vilja, óháðan þeim sem hún fylg- ir. Hún deyr ekki, og getur yfirgefið menn eða ættir. Kvenfylgjan er auðvitað ósýnileg flestum mönnum, en fer stundum á undan fylgdarmanni sínum og boðar komu hans þeim sem forvitri eru — eða leggur jafnvel til atlögu við óvini hans (stundum fara fylgjur margar saman). Kvenfylgjum eða ættarfylgjum svipar því meira til seinni tíma tvífara. Sá hængur er þó á að þær eru ekki nærri alltaf einstak- lingsbundnar á sama hátt og síðari tíma tvífarar, stundum fylgja margar sama manni, og frændur eiga einatt sömu fylgj- u(r). Þær ganga í ættir og eru fulltrúar ör- laganna. Sjái maður fylgju sína er hann feigur, en sjái maður fylgju annars manns er hún fyrirboði örlaga þess sem hún fylgir, ekki endilega þess sem sér. Frægt er dæmið úr Hallfreðarsögu, þegar Hallfreður er á skipi á leið til íslands og finnur dauðann fara að sér: Þá sáu þeir konu ganga eftir skipinu. Hún var mikil og í brynju. Hún gekk á bylgjum sem á landi. Hallfreður leit til og sá að þar var fylgjukona hans. Hallfreður mælti: „í sundur segi eg öllu við þig.“ Hún mælti: „Viltu Þorvaldur taka við mér?“ Hann kvaðst eigi vilja. Þá mælti Hallfreður ungi: „Eg vil taka við þér.“ Síðan hvarf hún.15 Ættarfylgjan er líka þekkt í seinni tíma tví- farabókmenntum, svosem í riti E.T.A. Hoffmanns um Medardus munk, og hún minnir á golem-sögur Gyðinga. í íslenskri þjóðtrú hefur hugmyndin um annan heim samofinn þessum lifað áfram, álfar hafa búið í steinum og huldufólk í 30 TMM 1990:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.