Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Qupperneq 36
Hoffmann (1776-1822), með öllu fram-
andi. Á daginn var hann prússneskur emb-
ættismaður og samviskusemin uppmáluð.
Á kvöldin skrifaði hann aftur á móti dular-
full ævintýri og hryllingssögur, og fyrir
kom að nágrannamir vöknuðu við hróp
hans á nóttunni, þegar hann var gripinn
skelfingu andspænis sínum eigin uppvakn-
ingum.
Stærsta tvífarasaga Hoffmanns er skáld-
sagan Elixírar andskotans (Die Elixiere des
Teufels, 1815-16). Þar segir frá hryllilegri
ævi Medardusar munks, sem ofsóttur er af
flestum tegundum tvífara. Hann er fórnar-
lamb útlitslíkinda, tvíburaruglings, innri
klofnings þar sem annar persónuleikinn
veit ekki hvað hinn gerir, og ættarfylgju eða
bölvunar sem lögð hefur verið á syndugan
forföður hans. Bókin er um margt sérstæð
á höfundarferli Hoffmanns, ekki eins írón-
ísk og bölsýnni en flest annað sem hann
skrifaði. Hann var maður frjálslyndur, sem
var óvenjulegt um þýska rómantíkera, en í
þessu verki sækir kaþólskur hugarheimur
sterkt á hann. Medardus er að leita að sjálf-
um sér, mistúlkar guðlegar bendingar í
þágu holdlegra fýsna og þykist heilagur
þegar hann er bara að fullnægja gimd sinni.
En enginn má sköpum renna, og niðurstaða
Hoffmanns í bókinni er svartsýn örlaga-
hyggja — kannski má einmitt túlka hana
vel með ættarfylgju.
Elixírar andskotans er dæmi um tvífara-
sögu sem öðm fremur tjáir leitina að sjálfs-
veru. Medardus speglast í tvíförum, vegna
þess að hann veit ekki sjálfur hvem mann
hann hefur að geyma. Um leið slær hún
þann streng sem svo margar tvífarasögur
19. aldar leika á: streng brjálseminnar. Of-
skynjanir, hugarórar, hyldýpi örvæntingar,
kvalafullur efi — allt þetta sækir á þann
sem í þessum sögum mætir tvífara sínum.
Ef sálfræðin og sjálfspælingar gáfu tvífar-
anum nýja merkingu, er það ekki síst merk-
ing brjálseminnar. Enda er brjálsemin hinn
sanni tvífari sálfræðinnar; líktog illa máli
farinn og ruglingslegur, en hatursfullur tví-
burabróðir ræðins og sjálfumglaðs fræði-
19
manns.
Persónum tvífarasagnanna mistekst að
vera heilsteyptar. Sumir höfunda gripu til
gamallar myndar í því sambandi. í sögunni
um Peter Schlemihl (1814) eftir Adelbert
Chamisso selur aðalpersónan skuggann
sinn, með öllu lakari árangri en Sæmundur
fróði forðum, og ekki fer lærði maðurinn í
ævintýri H.C. Andersens vel út úr viðskiln-
aðinum við sinn skugga. Báðir missa hluta
af sjálfi sínu með skugganum.
Annað afbrigði af þessu er þegar aðal-
persónur gæða dauða hluti lífi, sem þeir
geta auðvitað ekki sótt annað en til sjálfs
sín, gera hlutina með vissum hætti að tví-
fara sínum. Þannig fer um stúdentinn Nath-
anael í ævintýri Hoffmanns, „Sandmann-
inum“ (1815 — þessi smásaga varð fyrir-
mynd ballettsins Coppelíu). Veikgeðja pilt-
ur verður yfir sig ástfanginn af hugvitsam-
lega gerðri dúkku. Hann heillast ekki síst af
því hvað Ólimpía, en svo var fígúruverkið
nefnt, var góður hlustandi. Hér er tvífarinn
klárlega birtingarmynd sjúklegrar sjálfsást-
ar. Þjóðsaga sem var alþekkt meðal Gyð-
inga og minnir á Pygmalion-sögnina, tré-
manninn í Ragnars sögu loðbrókar eða bara
Gosa, um rabbíann sem skapaði manngerv-
ing úr leir og gæddi hann lífi með galdra-
stöfum, er lögð til grundvallar skáldsögu
Gustav Meyrinks, Der Golem (1915), sem
er kannski síðasta sagan sem geymir svo-
lítið af „saklausum“ hrolli tvffarasagna 19.
aldar. Listamaður í leit að eilífu sjálfi gæðir
34
TMM 1990:3