Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Qupperneq 41

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Qupperneq 41
vegna þess að við trúum ekki lengur á hann, heldur líka vegna þess að við upplifum sjálfið, vit og vitfirringu okkar allt öðruvísi en áður, einsog minnst hefur verið á. En myndun sjálfs er ekki bara einkavandi okk- ar og fjölskyldunnar, logandi í Ödipusar- duldum. Hann er líka samfélagslegur. í tvífarasögu Dostójevskís er Goljadkín sí- fellt að mæta augnaráðum; forvitnum, ströngum, vorkunnsömum. Hann hrekkur við, kiknar, skreppur saman eða túmar út andspænis þeim, og er ofurliði borinn að lokum. Vegna þess að honum mistekst að verða til, öðlast sjálf, í augum annarra. Það er sérstök borgarupplifun að vera stöðugt að mæta augnaráðum annarra og eiga sjálf sitt undir þeim. Tvífarahrollvekjur eru ólík- legar í bókmennmm bændasamfélags, svo sem á íslandi á 19. öld. Hrollvekjan kviknar því líka af vanda sjálfsins í samfélagi fjöld- ans, af óttanum við að vera einsog allir aðrir. Þetta er sjálfsmyndun í samkeppnis- þjóðfélagi — og karlveldi, enda hef ég ekki enn rekist á dæmi um tvífara konu í 19. aldar bókmenntum. En hvað sem öllum þessum skýringum líður, stendur einsog alltaf þegar fjallað er um bókmenntir eitmvað eftir sem ekki verður skýrt. Fræðimaðurinn Neil Hertz hefur bent á að um líkt leyti og Freud skrif- aði um óhugnaðinn og tvífarann (1919), fór hann að rannsaka endurtekningarhvöt mannsins. Margir kannast við þá óþægi- legu tilfinningu sem það er að villast um borg og vera alltaf að koma aftur á sama stað. En meðal sjúklinga sinna tók Freud líka eftir timneigingu til að koma sér aftur og aftur í sömu ógöngur, endurtaka — að því er virðist óviljandi — eitmvað sem í raun er mjög óþægilegt, jafnvel lífshættu- legt. Þessa endurtekningarhvöt gat Freud ekki skýrt með neinum röklegum hætti, eins mikill skynsemishyggjumaður og hann þó var. Og skýrði hana þá með annarri hvöt jafn óskýranlegri, dauðahvötinni, eða þrá mannsins eftir sjálfseyðingu. Tvífarinn er eðli málsins samkvæmt slík endurtekn- ing. Kannski óttumst við hann allra mest einfaldlega af því hann er tvífari, af því við óttumst okkur sjálf. Sigurlaug A. Gunnarsdóttir lagði drjúgan skerf til kaflans um hug, ham og fylgju með ritgerð sem hún lánaði mér um það eíni. Ennfremur þakka ég nem- endum mínum í námskeiði um tvífara vorið 1990 margar skemmtilegar hugmyndir, Torfa H. Tulinius ábendingar um franskar heimildir og vinum mínum yfirlestur. 1. F. Dostoyevsky: Notesfrom the Underground— The Double. Jessie Coulson þýddi. London. 1988. Bls. 173. Þýðing tilvitnunar (sem og í öðrum tilvikum nema annað sé tekið fram): HG. 2. Einar Ólafur Sveinsson: Islenskarþjóðsögur og œvintýri. Rvík. 1986. Bls. 186. 3. Otto Rank: The Double — A Psychoanalytical Study. Þýtt og ritstýrt af Harry Tucker Jr. Lond- on. 1989. 4. kafli. 4. H.C. Andersen: Ævintýri og sögur 1. Stein- grímur Thorsteinsson þýddi. Rvík. 1950. Bls. 266. 5. Nicole Femandez Bravo: „Double". í Pierre Brunel (ritstj.): Dictionnaire des mythes littér- aires. París. 1988. 6. Ynglingasaga. í Heimskringla. íslensk fornrit XXVI. Rvík. 1941. Bls. 18. 7. Régis Boyer: Le monde du double — La magie chez les anciens Scandinaves. París. 1986. Hér er einkum vísað í fyrsta kaflann. 8. Sjá Regis Boyer: „Fate as a Deus Otiosus in the Islendingasögur: A Romantic View?“. í Sagna- skemmtun. Wien-Köln-Graz. 1986. Bls. 65. 9. Allar tilvitnanir í fslendingasögur og þætti eru í íslendinga sögur og þœttir /-///. Ritstj. Bragi TMM 1990:3 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.