Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Side 64

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Side 64
á milli einstakra sérkenna eða athafna Ór- estesar eða Ödípúsar eða Prómeþeifs og þeirrar heildarmyndar sem við fáum af hverjum þessara manna eða annarra trag- ískra persóna. Ferill þeirra frá velgengni til volæðis eða dauða er að sínu leyti jafn- óhjákvæmilegur og hringrás árstíðanna. Meðan á sýningu stendur sveiflumst við áfram í hrynjandi atburðarásar, sem er í raun óaðgreinanleg frá hrynjandi sjálfrar náttúmnnar. Það er ekki fyrren að lokinni sýningu, sem hið sundurgreinandi hyggjuvit tekur til við sitt skylduga viðfang og fer að fleyga sundur hina róttæku reynslu í orsakir, hvat- ir, tilefni og aðrar einingar. En þetta sama hyggjuvit getur aldrei brúað bilið milli mannsins sem náttúrlegrar lífrænnar heild- ar á leið til aukins þroska og þeirra tragísku lykta sem þroskaferlið hefur óhjákvæmi- lega í för með sér. Heimspekileg sundur- greining eða orsakatenging verður að víkja fyrir beinni framsemingu veruleikans. Aristóteles skilgreinir ekki hugtakið ham- artía einmitt vegna þess að það er ekki tiltekinn þáttur í siðferðislegri samsetningu hetjunnar, heldur hluti af heildarmynd hennar. Það er ekki brestur í keri sem að öðm leyti er fagurlega mótað, heldur innra upplausnarlögmál í kerinu sjálfu. Þetta gengur einsog rauður þráður gegnum allar grísku hetjusagnimar, og það má líka heim- færa til þeirra hremminga sem alsköpun sérhvers einstaklings hefur í för með sér. Byröi einstaklingseðlisins Að „hamartía“ eða „misferlið" eða „hin tragíska veila“ sé ekki hluti heildarinnar, heldur heildin sjálf, ætti að verða sennilegra ef við leiðum hugann að því, að þeir margvíslegu lestir sem eignaðir em trag- ísku hetjunum — stolt Agamemnons, of- dirfska Prómeþeifs, þrjóska Antígónu — em þegar öll kurl koma til grafar einn og sami hlutur. Allir em þessir lestir yfirborðs- lega sundurleit birtingarform þess ýkta eða ofvaxna einstaklingsvilja, sem Grikkir gáfu nafnið hybris og við höfum kallað „of- dramb“. Endaþótt hybris sé yfirleitt aðeins getið í siðferðislegu sambandi — í því skyni að skilgreina guðlaust athæfi manna sem leitast við að yfirstíga eigið eðli með því að sölsa undir sig völd eða veglæti sem guðir eiga tilkall til — þá er hugtakið í eðli sínu óaðgreinanlegt frá hamartía. Leiðin kann að virðast löng frá Prómeþeifi, sem er frægust holdtekja hybris í þessum skilningi, til svo síðbúinnar hetju sem Lés konungs hjá Shakespeare, en kjaminn í ellihmmri hégómagimd Lés er sá, að hann heimtar sér til handa virðingu sem guðum einum ber. Sama gerði Agamemnon. Inngróin sekt tragísku hetjunnar er byrði einstaklingsviljans, sem knýr hana áfram til að fullþroska hann (í skilningi Aristótel- esar), eða það sem í nútímanum væri kallað að tæma möguleika viljans í athöfn. Og þareð hin tragíska hetja, sem ryður sér leið til fullþroskunar, sér engan skilsmun á eyð- ingaröflunum og gagnstæðum öflum vax- andi lífsvilja, þá getur hún ekki fremur komið auga á þessi öfl en blinda blettinn á nethimnu augans. Aristóteles skilgreinir ekki hamartía einfaldlega vegna þess að hugtakið er ekki kví eða tiltekinn eiginleiki náttúmnnar heldur hluti af náttúmnni sem heild. Hamartía veldur svipuðum skilgreining- arvandkvæðum þegar hugtakið birtist á ný 62 TMM 1990:3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.