Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Page 65

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Page 65
í kristinni guðfræði undir heitinu „erfða- synd“, en sú merking bendir vissulega í átt til heildar fremuren afmarkaðra þátta. Tragísk athöfn er semsé tákn eða vitn- isburður um manninn sem lífrænan part náttúrunnar, þareð boglínan eða ferillinn sem látlaust er dreginn er ævinlega í grund- vallaratriðum ferill náttúrunnar. Tragísk at- höfn er afleiðing þess, að maðurinn er ævinlega að verða tegund, ævinlega að öðl- ast fyllra form, ævinlega að verða meiri einstaklingur. Nietzsche gefur sína eigin hugvitsömu og háspekilegu skýringu á því, hversvegna guðinn Díónýsos tók á sig svo mörg gervi: hann hafði sjálfur eitt sinn orð- ið að þola sundurlimun og kærði sig því ekki um að gangast aftur undir þær kvalir sem þroskun einstaklingseðlisins hafði í för með sér. Samkvæmt þessum skilningi hefur tragíska hetjan það sérstaka hlutverk, ef svo má að orði kveða, að halda lífi í sektarlamb- inu eða blórabögglinum í sínýjum gervum. Einstaklingur og samfélag Sögnin um kvalræði sjálfsvitundar og ein- staklingsvilja er til í sundurleitum gerðum í trúarbrögðum og goðsögnum margra menningarsvæða. Það er sögnin um Adam og Evu í Biblíunni, sögnin um dauða Bald- urs í goðafræði norrænna forfeðra okkar, sögnin um Kullervo í Kalevala, sögnin um Arjuna í Mahabharata, og vísast er til áþekk sögn í ýmsum öðrum trúarbrögðum. Þannig má til sanns vegar færa að vitundin um þetta sérstaka kvalræði sé sameigin- legur arfur mannkyns. En það þurfti snilli- gáfu Grikkja til að skipa kjama þessara goðsögulegu sanninda í einfalt og algilt mynstur. Af þeim sökum hafa grískar trag- edíur ótímabundinn boðskap að flytja þeim sem sýna þær og sjá í viðurkvæmilegu formi. Kannski er það engin tilviljun að trag- edían kom til sögunnar um svipað leyti og einstaklingshyggjan (ítalska endurreisnin átti rætur sínar í enduruppgötvun fom- grískrar menningar). Á sama tíma og Grikkir leystu manninn undan aldalangri áþján valdboðssamfélaga gerðu þeir sér ljósa grein fyrir áhættu skefjalausrar ein- staklingshyggju. Þeir buðu borgurunum frelsi, en lögðu jafnframt á þá skyldur. Til að vera fullkomlega mennskur varð ein- staklingurinn að taka virkan þátt í málefn- um samfélagsins. Sá sem færðist undan þvílíkum skyldum eða hafnaði þeim var idjót, hann var afglapi, afbrigðilegur, ekki alveg eðlilegur. Það er útaf fyrir sig hnýsi- legt að þessi aukamerking orðsins idjót hef- ur komist inní nálega öll Evrópumál, en í Grikklandi heldur orðið ennþá fmmmerk- ingu sinni og þýðir einfaldlega „einstak- lingur“. Meðþví svo fjöldamargt virðist koma heim og saman í lífsviðhorfum, heimspeki, trúarbrögðum og listsköpun Grikkja til foma, þá virðist vera leyfilegt að gera því skóna, að eitt af mörgum hlutverkum trag- edíunnar hafi verið að tjá í listrænu og dramatísku formi hin fomu spakmæli „Allt í hófí“ og „Þekktu sjálfan þig“ (þ.e. „Þekktu takmörk þín“). Með sínum eigin aðferðum leiddi hún mönnum fyrir sjónir, hvaða af- leiðingar það hefði að brjóta gullna reglu mundangshófsins, raska jafnvæginu milli einstaklings og samfélags, sem hin tragíska hetja og kórinn em táknrænir fulltrúar fyrir. En það var, vel að merkja, hvorki um að ræða prédikun eða siðferðislega innræt- TMM 1990:3 63
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.