Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Blaðsíða 96

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Blaðsíða 96
safnsins hafa verið á reiki og eru það vafalaust enn: þótt margt hafi áunnist er annað á huldu og á sennilega eftir að vera það lengi. Við slíkar aðstæður hljóta allar tilraunir til að brjóta Sturl- ungu upp í einstakar sögur að vera handahófs- kenndar á köflum og ekki byggðar á öðrum grundvelli en hugboði og tilfinningum — eða jafnvel ágiskunum — útgefandans sjálfs. Við þetta bætist, að skurðaðgerðin er í raun- inni tilgangslaus: það er ekki eftir neinu mark- miði að sækjast. Jafnvel þótt hægt væri fyrir eitthvert kraftaverk að finna öll samskeytin í safnritinu, færi því samt víðsfjarri að menn fengju á þennan hátt „frumtextana" aftur: þær sögur sem lesandinn stæði með í höndunum eftir slíka skiptingu, hve nákvæmlega og vís- indalega sem hún væri unnin, væm styttar og brey ttar, kannske verulega mikið á köflum, með alls kyns eyðum og svo líka innskotum úr öðr- um ritum eða frá höfundi sjálfum, svo ekki sé talað um millivísanir sem myndu þá nánast hanga í lausu lofti. Á köflum væm ekki eftir af sögu nema brot — og svo „gengju af ‘ ýmsir tengikaflar sem yrði jafnvel að prenta sér. Loks þarf naumast að fjölyrða um það hve mjög verki Sturlunguhöfundar er spillt með slíkri meðferð: af því er ekki annað eftir en önnur hliðin — af tveimur sem verða ekki að- skildar — sem sé breytingamar sem hann gerði á einstökum sögum til að nota þær sem „bygg- ingarefni", en „byggingin“ sjálf er hins vegar horfin. Tjón lesandans af þessu öllu liggur í augum uppi: í stað þess að hafa skipulegan, samhangandi texta með ákveðinni heildarsýn fær hann sundurlausar sögur og alls kyns brot. Ef hann vill nú reyna að lesa þessa sögu í samhengi, fylla upp í eyður og slíkt, kostar það víða svo mikla fingraleikfimi í flettingum að með ólíkindum er að nokkur maður leggi það á sig. Þetta ætti að nægja til að sýna, að sú stefha sem tekin hefur verið í Sturlunguútgáfu Svarts á hvítu er ekki aðeins betri en hin hefðbundna aðferð að skipta verkinu í sögur, — hún er eina rétta aðferðin til að gefa út þetta umfangsmikla verk og það er í slíkri mynd sem menn eiga að lesa það og kynnast því. Með þessu ætla ég ekki að kasta rýrð á Reykjavíkurútgáfuna: hún var unnin af mikilli natni á sínum tíma og er verðugt minnismerki um útgáfuaðferð sem nú er úrelt. Formáli, skýringar og kort eru þar með ágætum og standa enn í fullu gildi, og það er vafalaust gagnlegt fyrir Sturlungufræðinga að geta þann- ig lesið og rannsakað „frumtextana“ út af fyrir sig, eins og menn hafa komist næst þeim og með öllum þeim fyrirvara sem nauðsynlegur er. Því má reyndar skjóta inn, að áhugamenn um Sturl- ungu geta einnig lesið á þennan sama hátt „frumtextana" í útgáfu Svarts á hvítu með því að fylgja millifyrirsögnum og „hlaupandi titl- um“: útgáfu, þar sem textum er skipt niður í sögur, er nefnilega erfitt að lesa nema á einn veg en venjuleg útgáfa á textanum eins og hann leggur sig býður hins vegar upp á margvíslegan lestur. Þessi niðurstaða er svo sem nógu skýr, en það er samt full ástæða til að ganga enn lengra og huga að rökunum fyrir henni og stöðunni í heild: er þessi eina rétta útgáfuaðferð einungis neyðarúrræði vegna takmarkana fræðanna, sem leyfa ekki að komast nær „fmmtextanum", — myndum við sem sé kjósa að hafa sögumar í upphaflegri mynd fremur en Sturlungusafnið, eins og Bjöm M. Olsen sagði, ef þess væri kostur? Og þá er komið að seinna atriðinu sem nefnt var hér að ofan. Þótt fræðimenn stefni yfirleitt að því að finna „upprunalegan texta“ fomra bókmenntaverka, fer minna fyrir því að þeir reyni að skilgreina nákvæmlega hvað geti falist í því hugtaki, — og það hafa þeir reyndar heldur ekki gert sem telja slíka leit bæði fánýta og tilgangslausa. Þessu má velta fyrir sér á ýmsa vegu, og hvað Sturlungu snertir er málið flókn- ara en menn gætu haldið, og leiðir skilgreining- in í nokkuð óvænta átt. Tvíþættur uppruni Eins og mönnum er kunnugt er „Islendinga saga“ eftir Sturlu Þórðarson langlengsta sagan í Sturlungusafninu og að nokkm leyti uppistaða 94 TMM 1990:3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.