Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Qupperneq 97

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Qupperneq 97
þess, sem aðrir textar fléttast utan um eða falla inn í. En þótt undarlegt megi virðast, hefur þetta mikla verk aldrei verið sjálfstætt og óháð rit í þess orðs fyllstu merkingu: það er ritað í fram- haldi af „Sturlu sögu“ (og kannske að nokkru leyti öðrum verkum líka), og verður svo smám saman að breiðri „íslandssögu“, en samt hefur höfundur, að því er best verður séð, forðast að taka upp efni úr ýmsum eldri sögum, einkum „Þórðar sögu kakala“ og „Þorgils sögu skarða". Myndast við það eyður í frásögn hans, hún verður stuttaraleg eða jafnvel miðuð við það, að því er virðist, að koma með viðbætur eða „leið- réttingar" við ofantaldar sögur. Eins og höf- undur hugsaði sér „íslendinga sögu“ og gekk frá henni, myndar hún með öðmm orðum ekki fullkomna og afmarkaða frásögn nema ýmsum öðmm ritum sé á einhvem hátt bætt við hana. Af þessu leiðir, að uppruni Sturlungusafnsins er tvíþættur. Annars vegar em „frumtextamir“ sem menn gera ráð fyrir og Bjöm M. Olsen kallaði „hinar einstöku sögur óbreyttar og sjálf- stæðar" en sennilega væri réttara að skilgreina á annan hátt og kalla „heimildasafn höfundar"; virðist það nefnilega hafa verið all fjölbreytt og spannað ættartölur, munnmæli og e.t.v. eitthvað fleira, auk venjulegra ritaðra sagna. Hins vegar er svo sú „hugmynd um Sturlunga sögu“ sem var greinilega til staðar á einhvem hátt, eða lá a.m.k. í loftinu, þegar Sturla Þórðarson reit „ís- lendinga sögu“, þótt við getum vitanlega ekki skilgreint hana nánar (nema þá kannske með því að grandskoða „eyðumar" í verki hans frá þessu sjónarmiði, en óvíst er hvað það gæti leitt langt). Þessar tvær hliðar em tengdar, þar sem hugmyndin kom upp, meðan safn „fmmtext- anna“ var að skapast og hafði áhrif á mótun þess. Þegar málið er sett fram á þennan hátt, dettur gmndvöllurinn undan kenningu Bjöms M. Ol- sens. Ólíklegt er að „heimildasafn" Sturlungu- höfúndar hafi verið í þeirri mynd að það hefði yfirleitt getað varðveist í heild sem slíkt, óháð safhritinu sem það var notað til að byggja upp, og er því út í hött að sakna þess. Ef við miðum hins vegar einungis við skráðar og afmarkaðar „sögur“, sem höfundur notaði, bendir flest til þess að í þeim hafi bæði verið meira efni en í Sturlungu og einnig minna efni, þannig að um tvennt ólíkt var að ræða og safn þessara sagna, eins og þær komu af skepnunni, gat ekki komið í staðinn fyrir Sturlungusafnið né heldur öfugt. Auk þess má segja, að þessar sögur hafi á vissan hátt verið ófullgerðar í heild: í þær vantaði sem sé þá „hugmynd“ sem varð til við ritun „Islend- inga sögu“ og er órjúfandi hluti af heildinni. Þannig verður að álykta, að „uppmnalegur texti“ Sturlungu, og sá eini sem hægt er að miða við í útgáfum af því verki, sé sú samsteypa sem unnin var upp úr „heimildasafninu" í samræmi við þá „hugmynd" sem rekja má til Sturlu Þórð- arsonar. En með því er vandinn samt ekki leyst- ur. Þessari „hugmynd" var fyrst hmndið í framkvæmd einum tveimur áratugum eftir dauða Sturlu og ef það var Þórður Narfason sem stóð fyrir því er samhengið augljóst: Þórður dvaldist hjá Sturlu veturinn 1271-1272 og hann hafði vafalaust góðar aðstæður til að þekkja ritstörf hans, hugmyndir og fyrirætlanir. Það má því vera að hann hafi einungis litið svo á að hann væri að halda áfram verki Sturlu. En nú vill svo merkilega til að í þessa eldri gerð Sturl- ungu vantar „Þorgils sögu skarða“, sem virðist þó hafa átt að vera með samkvæmt upphaflegu hugmyndinni, og verðurþaðeinungis skýrt með því að hún hafi ekki verið höfundi tiltæk, þegar hann var að setja Sturlungu saman. Þetta verk var því á vissan hátt ófullgert, en úr því var bætt nokkru síðar í yngri gerðinni með því að þar var köflunum úr „Þorgils sögu“ einmitt skotið inn á réttum stöðu, og safnið aukið með öðm efni. Af þessu má draga þá óvæntu niðurstöðu, að það sé yngri gerð Sturlungu sem samsvari betur, að þessu leyti a.m.k., hinni upphaflegu „hug- mynd“ um safnritið, og er vitanlega ekki loku fyrir það skotið, að einhver óslitin hefð hafi legið frá Sturlu Þórðarsyni til höfundar hennar, þannig að höfundurinn hafi haft einhveija nasa- sjón af hugmyndum Sturlu og viljað fullgera samsteypuna samkvæmt þeim. Hægt er að TMM 1990:3 95
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.