Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Síða 99

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Síða 99
og á skammt eftir ólifað. Líf þessa fólks er að öðru leyti svo hversdagslegt að við fyrstu sýn virðist það sjálft fremur ættað úr tölfræðilegum gagnabanka um íslensku meðalfjölskylduna en mannheimum. A sunnudögum fer Jón Steins- son í ökuferðir með Auði konu sinni og böm- unum Óla og Stínu. Þau kaupa ís, skoða húsin í íbúðarhverfunum og láta sig dreyma um að eignast sumarbústað. Til hátíðarbrigða hafa þau steikt læri á boðstólum og á kvöldin horfa hjón- in á sjónvarpið og lesa Alistair Maclean og Agötu Kristí uppi í rúmi. Hinn yfirvofandi dauðdagi vekur hjá hversdagsmanninum Jóni Steinssyni hugrenningar á borð við „hvert fer allur þessi tími“ (bls. 28), „hvað liggur svo sem eftir mann“ (bls. 53), „hvem Qandann er maður búinn að vera að gera öll þessi ár“ (bls. 52). Af karlmennsku sem vel sæmir afkomanda Hálfd- ánar svarta mætir hann örlögum sínum og eftir að hafa skroppið til Kaupmannahafnar í skemmtiferð og haldið þar framhjá konu sinni er hann allur. Hugmyndin að baki þessari sögu má með réttu kallast notuð og Sveinbjöm fer all troðnar slóðir í úrvinnslu hennar. Engu að síður tekst honum að vekja samkennd lesandans með þessu látlausa og hversdagslega fólki og eftir því sem dýpra er skyggnst inn í hugskot þess reynist það mannlegri og trúverðugri persónur en í fyrstu hefði mátt ætla. Margt er reyndar prýðilega gert og kemur þar til hæfileiki Svein- bjamar til að skapa stemmningar og lýsa úr Hliðskjálfi hins ósýnilega alvitra sögumanns hugarástandi persóna sinna. Sem dæmi um góða kafla má nefna samskipti Jóns og Ásdísar, og ferð Auðar til læknisins. Öll framseming ber jafnframt vott um vönduð vinnubrögð og það sem ekki er minna um vert, skilning á við- fangsefninu. „Hitt augað“ er frásögn þrettán ára drengs sem er blindur á öðm auga en bíður þess að gangast undir læknisaðgerð sem mun að fullu og öllu svipta hann sjóninni. Strax í upphafi sögunnar tekst Sveinbimi að vekja forvitni og eftirvæntingu. Hin einlæga frásögn drengsins fangar hug lesandans og vekur honum samúð um leið og nauðsynlegum upplýsingum varð- andi kynningu aðstæðna er smekklega komið til skila. Þau hugrenningatengsl drengsins sem sagan byggir á gætu þó ýmsum fundist full langsótt. Þau em þannig að drengurinn tengir saman annars vegar draumkennda hugsýn úr bemsku um dauðan fugl sem flýgur með fjöður í gogginum, og hins vegar fjöðurstaf í hendi skrifara sem hann sér mynd af á vegg sjúkra- stofunnar. Þetta túlkar hann sem jarteikn frá æðri máttarvöldum um að hann eigi að gerast sagnamaður. „Æfingiri' er að mínu mati lakasta saga bók- arinnar og sú eina sem alveg missir marks. Hún lýsir upplifunum manns sem í leit að stúlkunni sem hann elskar villist inn á leiksvið þar sem æfing eða leiksýning er í fullum gangi. Sagan stingur í stúf fyrir þá sök að vera alfarið ættuð úr óraunveruleika og má í besta falli skilja hana sem tilraun höfundar til að skrifa „súrrealíska" uppákomu. En til að hún nái máli sem slík skortir hana seiðmagn hins óvænta og furðu- lega. Utkoman er því innihaldslítil sviðsetning. „Stjömur Cesars" er að uppistöðu samtal ungs drengs og gamals manns sem hittast af tilviljun um kvöld fyrir utan heimili drengsins í nýbyggðu íbúðahverfi. Báðum finnst þeim þeir vera utanveltu og homreka og á milli þeirra myndast sérkennilegt samband. Gamli maður- inn er að búa sér sína hinstu hvflu ofan í skurði og á meðan hann baksar við það segir hann drengnum ffá lífi sínu. Sveinbimi tekst mun betur upp með persónusköpun drengsins en gamla mannsins. Einhvem veginn verður hið leikræna tal gamla mannsins ögn tilgerðarlegt og það að hann byrji að segja drengnum frá banaslysi konu sinnar finnst mér ekki nógu vel undirbyggt. Það sem hins vegar kemur sögunni til bjargar er áðumefndur hæfileiki Sveinbjam- ar til að skapa stemmningu. „Icemaster" er sennilega best heppnaða saga bókarinnar hvað frásagnartækni og byggingu varðar. Lflcja má henni við púsluspil sem smátt og smátt setur sig saman fýrir augum lesandans TMM 1990:3 97
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.