Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Qupperneq 103

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Qupperneq 103
einkennist af truflunum, innskotum og órök- réttri uppröðun tíma sem brýtur í bága við hefð- bundna línulega frásögn. Öllum atriðum er samt haldið til haga innan þematískrar heildar sem grundvallast á innbyrðis tengslum tákna, hliðstæðna og speglana. Hinn módemíski þáttur verksins birtist þó hvað skýrast í frásögn Orra. Stflbragð sem hefur fyrir löngu fest sig í sessi í módemískum skáld- skap er að nota persónur sem em fjarlægar lesanda til að miðla kunnuglegum vemleika á framandi hátt. Kaflamir sem gerast um borð í togaranum bera af þessum orsökum af öðmm hlutum bókarinnar. Gamalkunnugt sjómanna- kennden með tilheyrandi drykkjurausi og slagsmálum er séð með nýjum augum persónu sem erfitt er að samsama sig og því verður frásögnin mun ferskari fyrir vikið. Sögusviðið er raunsætt, en sjónarhomið glæðir það nýju lífi og því tekst það sem annars virðist mistakast í verkinu; að sameina áhugaverðan stfl og góða byggingu. í þeim köflum þar sem þriðju pers- ónu sögumaðurinn ræður ríkjum og í fyrstu köflunum af frásögn Orra, nær stfllinn sér aldrei á flug og átakanlega skortir þann blæ sem leikur um togaraævintýri Orra. Frásögnin nær ekki að slíta af sér bönd hefðar sem em allt of traustlega hnýtt utan um tungutak hennar. Dæmi um þetta er lýsingin á síldarverksmiðjunum á hafnar- svæðinu (37). Hve oft hefur slíkum yfirgefríum húsum ekki verið „líkt við hallir í huganum" í bemsku- og þroskasögum íslenskra höfunda á síðustu árum. Annað dæmi má finna á síðu 113: Þegar hann svo lauk upp augunum einn morguninn og sá herbergið sitt baðað í sólarljósi hélt hann sig vera að vakna af löngum og þokukenndum draumi. Hann hélt niðri í sér andanum og hlustaði gaumgæfilega um stund því hann átti hálfpartinn von á að heyra ánægjuglam- ur neðan úr eldhúsi, jafnvel óm af hljóð- látum samræðum eins og hann hafði svo oft vaknað til, í öðrum heimi, aðra morgna. Þetta er í eðli sínu ekki slæmur texti en fremur dauflegur og óspennandi þegar hann á að bera uppi heila skáldsögu. Hann einkennist af stífni lflct og höfundur hafi verið hræddur um að missa á honum tökin héldi hann sér ekki í nægilegri fjarlægð frá viðfangsefnunum og þessi stirð- leiki dregur hann mjög niður. Það er til að mynda nokkuð sláandi þegar Orri, nývaknaður af dvalanum, lfldr sjálfum sér við hús sem eng- inn á heima í (8) eða þegar hann bregður fyrir sig flókinni mynd af endalausu endurkasti tveggja spegla (21-22). Þessi atriði eru að vísu skiljanleg út frá þematískri heild verksins og táknmáli þess en koma fremur flatt upp á les- andann. Af öðrum slíkum atriðum skulu nefnd- ar hér þéringamar sem stundum bregður fyrir í máli geðlæknisins þegar hann ræðir við Axel. Án efa á notkun þeirra að undirstrika þá fjar- lægð sem er á milli þeirra en hún kemur hins vegar nægilega vel í ljós þó ekki kæmu til þéringar að auki. Þéringar eru eins og flestum er kunnugt ekki lengur notaðar í málinu nema þá helst í leiðbeiningarbæklingum. Táknmáli verksins er komið fyrir í því af mikilli natni. Lausir hnútar em vandfundnir og greinilegt að honum hefur verið annt um að skilja sem fæsta slíka eftir. Þetta er styrkur verksins og sá þáttur sem gefur því hvað mest gildi. Lykiltáknin binda það traustlega saman og em vel útfærð. Þannig er húsið sterkt tákn fyrir bemskuheiminn og bruni þess einkenn- andi fyrir fallið ofan úr heiðríkju sakleysisins niður í myrkviði fullorðinsáranna. Einnig er spegillinn fyrirferðarmikið tákn og þá sérstak- lega í upphafi. Hann er til dæmis einkennandi fyrir hina tvískiptu sjálfsmynd Orra. Sú sjálfs- vera sem hann man eftir sást í gömlu spegilbroti fyrir tuttugu og þremur ámm en ný mynd hans sem hann sér á glerrúðu á sjúkrahúsinu er hon- um framandleg (12-13). í forstofunni heima hjá Axel er spegill sem sýnir mynd hans en honum finnst eins og það vanti eitthvað á hana, að spegillinn rúmi ekki allt sem Axel í raun er (14). Eldurinn brennur sömuleiðis glatt bókina á enda, áminning um að persónumar em sífellt að TMM 1990:3 101
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.