Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Page 104
takast á við einn lykilatburð í lífi sínu. Hann er
tákn refsingar og valds, hvort sem vísunin til
hans er trúarleg svo sem hreinsunareldurinn
(14) eða frásögn föður Axels af eldinum í þurrk-
urum síldarbræðslunnar sem nefndur var víti
(37). Bruni húss Orra er refsing sem hann verð-
ur að taka út fyrir að hafa gengið á hlut Axels
hvort sem sú refsing er réttlát eður ei. Orri beitir
eldinum sjálfur sem hótun eða valdi eins og
þegar hann hótar að brenna kofa strákanna sem
eru að hrekkja hann (56). Og eldspýtumar sem
honum eru gefnar á togaranum eru ógnun við
hið nýja líf hans í sögulok (204); að minnsta
kosti læðist sá grunur að lesanda að Orri eigi
eftir að brenna ofan af þeim Axel húsið og loka
þar með hringnum. Atriði sem einnig kemur
nokkuð oft fyrir er fallið og hræðslan við að
detta sem fylgir Axel eins og skugginn. Þetta er
athyglisverð táknmynd þess syndafalls sem
Axel gengur í gegn um þegar hann kveikir í
húsinu og um leið einkennandi fyrir hræðslu
hans við djúp eigin sjálfs. Nákvæma mynd af
átökum Axels og háskans er að finna í upphafi
fimmta kafla (34) þegar Axel hrasar á brekku-
brúninni ofan við þorpið og fellur niður. Mjúk
lending hans er táknræn fyrir þá vemd sem
borgaralegt umhverfí hans veitir honum og
hvemig það tekur af háskann sem í fallinu felst.
Tilvistarkröm
Þema háska og þroska hefur verið nokkuð fyrir-
ferðarmikið í íslenskri sagnagerð að undan-
fömu og meðhöndlun þess oftast snúist um
bemskuna og árekstra hennar við alvöru hins
jarðneska lífs. Meginátök á milli persónanna í
Minningum elds fara fram á þessu aldursskeiði
og þau enda í dramatísku uppgjöri þeirra, öfund
og óvild. Athyglisverðasti þáttur þessara átaka
lýtur að Axel því árekstur hans er fyrst og fremst
uppgötvun hans á sér sjálfum, þeim gimdum og
þrám sem svamla í leyndum hugans. Aflið sem
splundrar óskiptri sjálfsmynd bemskunnar er
kynhvötin og fulltrúi hannar er María. Hún er
frökk, ágeng og ákveðin og mátulega fláráð í
sér til að verða að bitbeini þeirra félaga Axels
og Orra. Goðsögninni um „femme fatale",
hættulegu stúlkuna, hættir þó stundum til að
taka ráðin af höfundi og gera Maríu að full
dæmigerðri ótukt. Það er þó út af fyrir sig
gleðilegt að sjá íslenskan höfund taka á hlut-
verki kynhvatarinnar í mótunarsögu einstak-
lingsins með þeim hætti sem Kristján gerir.
Þessum meginþætti í lífi flests fólks em gerð
góð skil án þess að efnið sé flatt út eða gert
óþarflega groddalegt eins og oft hefúr viljað
brenna við í íslenskum raunsæisverkum.
Háskinn reynist hins vegar enn vera fylgifisk-
ur Axels þó bemskuámnum sleppi. Mynd hans
er önnur, en illúðlegur er hann samt. Þetta er
hvað gleggst í þriðja hluta bókarinnar þar sem
einkum er greint frá millibilsárunum í lífi Axels
og Orra, þeim ámm sem Orri dvelst á stofnun-
inni og Axel fikrar sig í gegn um menntakerfið,
fær sér vinnu, kaupir sér hús en er ætíð einn í
tilvistarlegri eymd sinni. I miðju raunsæi dag-
lega lífsins teygar hann einsemdarbikarinn í
botn og sá háski sem nú ógnar honum er fyrst
og fremst vanhæfni hans til að takast á við
fortíðina. Þó hann sé umvafinn borgaralegu ör-
yggi er hann engu að síður vinalaus einbúi sem
verður að skvetta í sig nokkmm vodkaglösum
til að svefninn aumkvi sig yfir hann. Ekkert
gerist í lífí hans sem markvert getur talist og
kynni hans af hlýju kvenna em einangruð við
fyrstu ástina, Maríu. Tilraun hans til að koma á
sambandi við Orra í sögulok þegar Orri er út-
skrifaður af stofnuninni og fer að búa í húsi
Axels virðist ekki annað en endurtekning á
sömu viðburðum bemskunnar, tilraun til að
færa klukkuna aftur um tuttugu og þrjú ár og
byrja að nýju.
Minningar elds er vandað verk og vel unnið
en skortir tilfinnanlega kraft til að lyfta sér upp
úr hreinni og klárri fagmennsku, til að fanga
þann kraft sem býr í tungumálinu. Verkið er gott
dæmi um þá möguleika sem íslenskir höfundar
eygja nú í raunsærri frásögn og hve langt þessi
tegund skáldsagna er komin ffá nýraunsæju
sögunni og hennar pyttum sem allt of margir
féllu í áður en yfir lauk. Lífleysi stílsins stingur
102
TMM 1990:3