Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Side 106

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Side 106
og einbeitta athygli.“ Allt skiptir máli og allt getur komið að notum. Sá sem hugsar og skrifar verður um leið að velta því fyrir sér hvað hann er að gera. Hvað þetta varðar þykir mér Þór- unni bregðast bogalistin. Meðal annars kýs hún að samsama sig því sem hún af nokkurri tilgerð kallar „söguhetju vora“ (19, 22, 25, 49). Fyrir vikið gerir hún Snorra að skilyrðislausu góð- menni. Hann stundaraðeins vamargaldur(148- 49) og var góður við ekkju forvera síns (152- 54). Þetta er þó aukaatriði, enda ekki lengur gerðar kröfur til þess að sagnfræðinga verði hvergi vart í verkum sínum. Það er líka eðlilegt að Þórunni þyki vænt um Snorra eftir þriggja ára samstarf. Vandinn er að þessi væntumþykja er hluti af því meini að höfundur er of nálægur, jafnvel yfirþyrmandi. Verkið er „þversumman af mér, verkefninu og tíðarandanum meðan ég sat við skriftir." (6) Markmiðið virðist vera að sameina höfund, viðfangsefni og lesendur í órofa heild. Þórunn hjúfrar fortíðina að sér og lyftir lesanda á kné sér um leið, í þeim tilgangi að þau hittist og skilji hvort annað. Þetta verður til þess að höfundur yfirgnæfir söguna, talar ekki um heldur talar. Hann verður aðalpers- ónan, en fortíðin fer fyrir lítið. Höfundur, lesandi og bók Hjá Þómnni eru höfundur og lesandi vinir. Hún talar ekki í eigin nafni, heldur notar hún fyrstu persónu fleirtölu. Lesandinn fær að vera með. Honum finnst hann veraþátttakandi í æsispenn- andi leiðangri í leit að fortíðinni: „Dettum ofan í þjóðsögu.“ (222) „Leggjum við eyrun." (225) „Lítum við í Afríku.“ (301) Hann þarf ekki að óttast að hann villist af leið vegna þess að höfundur er á vakt: „Látum nú þessari kynningu lokið og snúum okkur að sjálffi sögunni.“ (18) Hann þarf ekki einu sinni að hugsa: „Látum ekki blekkjast — þetta er þjóðsaga." (178) Þeg- ar öllu er á botninn hvolft er lesandinn líkastur litlu bami sem þarf að halda við efnið og benda á alla skapaða hluti, annars tekur það ekki eftir neinu eða fer að hugsa um eitthvað allt annað: „Hvaða hugmynd hafði Snorri um Kína, Ang- óla, flutning þræla milli Afríku og Ameríku, um ljón, fíla, og mannætur í Brasilíu? Eigum við að líta í handrit af þessum þýðingum Einars?" (299) Annað einkenni á vináttusambandi höfundar og lesanda er að frásögn er í sögulegri nútíð, en ekki í þátíð líkt og algengast er og eðlilegast í sagnfræðiritum. Lesandi á sennilega að eiga auðveldara með að sjá hlutina fyrir sér þegar þeir koma fyrir líkt og í hversdagsleika hans sjálfs: „Snorri fæðist 3. október 1710 inn í stór- an systkinahóp, sem bólan hefur nýlega höggv- ið skarð í.“ (16) Þó em gerðar undantekningar: „Snorri Bjömsson kom í heiminn í Höfh í Mela- sveit föstudaginn 3. október 1710.“ (25) Vafa- lítið er það vangá, en fyrir vikið verður það áberandi hversu ólánleg notkun nútíðar í sagn- fræði er: „Lærðar yfirsetukonur em ekki til á þessum tíma, en nýlega hefur verið stigið skref fram á við með því að skipa svo fyrir að guð- hræddasta og skynsamasta kona í hverri sókn sé valin til þess starfa, ein eða fleiri.“ (185) Fram- vinda frásagnar verður þunglamaleg og girt er fyrir skilning á foníðinni sem liðinni tíð, ein- hverju sem er lokið. Fortíðin verður að samtíð lesandans eða að örlögum alls mannkyns í ei- lífum tíma. Þriðja einkennið er að finna í framreiðslu heimilda. Þórunn biður lesanda fyrirgefningar á því að hugsanlega hrökkvi hann í kút við að sjá númer sem vísa aftur fyrir kaflana til heim- ilda: „Fólk má ekki láta tilvísananúmerin í text- anum trufla lesturinn." (13) Þetta er óþarfa minnimáttarkennd. Það sem verra er, og Þómnn útskýrir hvergi, er að hún hefur ákveðið að taka aldrei beinar tilvitnanir úr heimildum, að frá- skildum kveðskap séra Snorra. Að öllum lík- indum er það ætlað til einfoldunar, svo lesandi þurfi ekki að leggja mikið á sig til að skilja skrýtnar setningar eða hafa fyrir því að tileinka sér málfar 18. aldar. Þess í stað segir hún sjálf alla söguna. Hvert einasta orð kemur frá höf- undi og fortíðin kemst ekki að. Það er löstur, einkum vegna þess að það sem sagnfræði hefur forvitnilegast uppá að bjóða em eigin orð lið- 104 TMM 1990:3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.