Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Síða 108
ekki til greina að svona setning varpi ljósi á
nokkum hlut vegna þess að hún er helber upp-
spuni. Höfundur veit ekki hætishót um þetta og
lesandi getur ekki treyst orðum hans.
I tólftu neðanmálsgrein við fyrsta kafla bók-
arinnar nefnir Þórunn að lýsing á samskiptum
Snorra og Steinunnar ömmu hans sé tilbún-
ingur. Gott og vel, en hvers vegna? Ekki orð um
það. Líklega á tilbúningurinn að vekja með
lesanda skynjun á lífi Snorra, en ímyndunar-
aflið fer út í öfgar, ekki ólíkt grautnum sem
lærisveinn galdramannsins réði ekki við:
„Snorri traðjarkar fyrir neðan bæinn öðm
hverju annað kvöldið í röð, á að fylgjast með
því hvort skip komi yfír fjörðinn. Vön er á
Bessastaðamönnum. Hann er riðvaxinn og
spígsporar á höndunum til að drepa tímann,
þrjóskast við þótt blóðið streymi niður í höfuðið
og vöðvamir æpi á vægð. Fjörðurinn hangir
annarlega á hvolfi og himinninn endalaus fyrir
neðan. Himnar og helvíti hafa haft endaskipti.
Þá sér hann milli handanna bátinn skríða í áttina
að Höfn.“ (35) Jafn innihaldslausar eru flestar
náttúmlýsingar bókarinnar. Þær gegna gjaman
því hlutverki að opna fyrir nýju atriði eða tengja
atriði, tii dæmis í byrjun kyndugs kafla um
skipasmíðar: „Sumri hallar. Kaldir ljósgeislar
skera loftið nær jörðu en daginn áður. Smávaxin
grösin hafa fyllt sig sól, vatni, lofti og mold, þau
em þunguð af fræjum eins og spendýr komin að
burði. Kraftur sumarsins safnast í rætur og
stofna. Þegar grösin geta ei lengur hrært sig er
haustið komið. Vatnið frýs.“ (105) í sagnfræði
er náttúrulýsinga ekki þörf nema þær segi eitt-
hvað um efnið. Dæmi um það er lýsing Þór-
unnar á ferð sóknarfólks á Homströndum til
kirkju (138-40). Þar hefur landslagið merk-
ingu, sem það hefur ekki ef það er notað í
retórískum tilgangi, til að keyra frásögnina
áfram eða skreyta hana. Ofnotkun veldur klif-
unum: „Birtan sem ljómar um víðan flóann og
fjallahringinn speglast í rökum augum þeirra og
seytlar inn í brjóstið." (40) „Snarbrött fjöll
speglast í augum manna í skipi á Isafjarðar-
djúpi.“ (131) „Hafflöturinn, firðimir og fjöllin
speglast í augum þeirra“ (182).
Hugarfarssaga?
Þórunn hefur hug á að sameina okkur núlifandi
Islendinga fortíðinni: „Við eigum töluvert sam-
eiginlegt með horfnum kynslóðum ... í hverju
orði sem við hugsum heyrist ómur feðra og
mæðra. Sagan segir hvemig þau nýttu landið,
skynjuðu það, sættust við það og létu það móta
sig. Við festum hér dýpra yndi ef við þekkjum
hugsanir sem þau skildu eftir sig. Getum spáð í
hvemig þau tengdust þúfum, himni og sól. Sjá-
um þau á hvaða öld sem er og eigum með þeim
sálufélag.“ (12) Þess vegna reynir hún að sýna
og benda, lýsa og túlka, en þykir ekki nóg að
gert, því hún vill fyrir alla muni „nálgast hugar-
heim“ (81) þess fólks sem þá var uppi. Henni
þykir meðal annars slæmt að vita ekki „hvað
Snorri hugsaði um slæðing þann sem Halldór
bóndi flýði undan“ (223). Undanfarin ár hefur
þetta einmitt verið ágengt vandamál þess hóps
sagnfræðinga sem kennir sig við hugarfars-
sögu, en í stað þess að takast af alvöru á við
spuminguna um möguleika á sagnfræðilegri
vitneskju um hugarheim manna á 18. öld grípur
Þórunn til sálfræðilegrar innlifunar. Bamið
Snorri „finnur til öryggis" (26) og „þorir sig
hvergi að hræra" (27). Unglingurinn Snorri og
bróðir hans fundu til sælukenndar í Leirárlaug:
„Laugin er ljúfur unaðspottur — þar nær jörðin
ekki að toga í mann með offorsi og þunga.
Sælukenndin nær dýpra og dýpra inn í vitund-
ina. Það slaknar á öllum vöðvum undir undir-
fataullarhjúpnum. Þeir fljóta á bakinu og skýin
speglast í augunum. Langi þá til að synda em
þeir komnir áleiðis." (47) Fyrr má nú vera, en
Snorri var næmur, og lestur á lýsingu á mann-
ætum í Brasilíu vakti með honum „hroll“ (302).
Ekki var Snorri heldur einn um slíkt og meira
að segja spáir Þórunn í hugrenningar dýra:
„Sauður gægist yfir hól, ekki sæll og jórtrandi
heldur með þjáningasvip." (236)
Innlifun í einstakar sálir kemur í veg fyrir að
106
TMM 1990:3