Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Side 24

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Side 24
Flóttinn Hvar á þá ljóðmælandinn eða séra Oddur að finna sér stað, hver er hann andspænis kyni sínu og dauða? Hann er aleinn, enginn hjálpar honum, ekkert viðfang speglar hann og enginn gefur honum kost á að tala sig út úr kreppunni: Voði og tjón er allt tómt og hljótt. Tryllt getur draugur í auðn og nótt vitið af mennskum manni. Lausn séra Odds frammi fyrir Solveigu er sú sama og lausn Péturs Gauts frammi fyrir sinni Solveigu — hann beygir hjá. Hann flýr í ofboði, svíkur sig/hana aftur, dæmir sig aftur en í þetta sinn er dómurinn endan- legur og hann hverfur. Séra Oddur hverfur út úr ljóðinu. Ljóðið horfir ekki lengur á hann, kannski er það líka að beygja hjá. Fjórði hlutinn gerist nefnilega inni í bæn- um þar sem heimilisfólk hjúfrar sig saman í hlýjunni, sefur en hefur illar draumfarir. En fólkið er inni og það er saman. Þá er lagst á ljórann og neyðaróp vekja heima- menn og viðbrögð þeirra eru þessi: En út til þess, er átti þá raust, fýsir engan af vinnusveinum. Fyrir hurðum úti er hjálparlaust háður leikur af einum. — Saman eru þeir veiku ekki sterkir heldur veikari en nokkru sinni samkvæmt þessum texta. Fyrirlitning Nietzsche áhópsálinni er ekki langt undan. Það er tilvistarleg stefna að hafast ekki að á hverju sem gengur, snúa sér undan og skjóta ekki slagbröndum frá fyrr en allt er afstaðið. í ljósi þeirra ofur- mannlegu átaka sem lýst hefur verið í ljóð- inu er endir þess íronískur: En presturinn hefur ei síðan sést. Menn segja, að hvarfinu valdi draugur, er mann hafi dregið og hest í dysina — og báðum haldi. Þetta segja menn. Hvað geta þeir annað sagt? En hvað segir Einar Benediktsson? Hver urðu örlög séra Odds? Er það túlkun Einars að hann hafi sturlast og fyrirfarið sér — eins og Solveig? Ljóðið lætur því ósvar- að. Það segir bara að hann hafi „ei síðan sést“. En meira að segja það verður hin tortryggna túlkunarfræði að draga í efa. „Séra Oddur“ sást nefnilega aftur í ljóðum Einars Benediktssonar og er þar víða að finna — og við höfum séð bæði hann og sár Solveigar aftur og aftur í bókmenntum nú- tímans. 1. Gils Guðmundsson. Vœringinn mikli. Reykjavík (Iðunn) 1990. Bls. 58. 2. Tilvitnanir í ljóðið eru úr Einar Benediktsson. Kvœðasafn. Reykjavík (Bragi) 1964. Bls. 47-51. 3. Trond Berg Eriksen. Nietzsche og det moderne. Oslo (Universitetsforlaget) 1989. Bls. 28-34. 4. Gils Guðmundsson. Vœringinn mikli. Bls. 40. 5. Geoffrey Clive (ritstj.). The Philosophy ofNietzs- che. New York (Menton Books) 1965. Bls. 591. 6. Sjá Matthías Viðar Sæmundsson. „Villusýn beinu línunnar." í Myndir á sandi. Reykjavík (Bók- menntafræðistofnun) 1991. Bls. 149-165. Matth- ías sýnir fram á að Einar Benediktsson vefengdi hefðbundna, vestræna rökfræði í ritgerðum sín- um á efri árum og reyndi að smíða ný ályktana- mynstur í sinni eigin heimspeki. 22 TMM 1991:4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.