Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Blaðsíða 34

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Blaðsíða 34
um ekki við hugmyndina um réttlæti heldur það réttlæti sem valdsmaðurinn ákvarðar með tilskipunum og lagasetningu. Tuttugu árum áður hafði Laxness haldið því fram að miskunnsemi við svokallaða gagnbylting- armenn væri glæpur við mannkynið. Hann hafði fullyrt að aftökur Bucharíns og félaga austur í Sovétríkjunum væru smámunirein- ir og hefðu meira að segja komið í veg fyrir fjöldamorð auðvaldsins. Nú bregður svo við að hann talar um eilíft gildi miskunn- seminnar. Hann sættir sig ekki lengur við að einstaklingum sé fórnað fyrir fjöldann. Það réttlæti sem þekkir enga miskunn getur réttlætt hvað sem er. Siðfræði kommúnismans er steinrunnin siðfræði byltingarmannsins sem segir að sagan muni á endanum réttlæta þau ódæð- isverk sem hann neyðist til að fremja. Hall- dór Laxness tekur ekki lengur mark á þessari röksemd. Segja má að með kröfu sinni um miskunnsemi taki hann undir orð Alberts Camus í Uppreisnarmanninum\ „Fyrir fórnarlambið er það aðeins núið sem skiptir máli.“ Sama ár og Laxness skrifaði bréfið til Wilhelms Piecks sendi hann skeyti til Krútsjóvs og fordæmdi árásir kommún- istaflokksins á Boris Pasternak. En árið áður hafði hann sent Jósefi Kadar forsætis- ráðherra Ungverjalands „Bænarskjal móti heingingu rithöfunda". — Þetta var upphaf- ið að því sem Þórbergur Þórðarson átti eftir að kalla „rangsnúna mannúð“ í samnefndri ritgerð. Laxness hafði fulla ástæðu til að kalla Janka vin sinn. Þau fimm ár sem hann var yfirmaður Aufbau-forlagsins komu út þrjár bækureftir Laxness í Austur-Þýskalandi og seldust í stórum upplögum. Þetta voru Islandsklukkan, Heimsljós og Atómstöðin °g telja má fullvíst að Janka hafi samið við Laxness um útgáfu á Sölku Völku sem kom út 1957. Þess má líka geta að alls seldust um 400 þúsund eintök af bókum Halldórs Laxness í Austur-Þýskalandi, meðan það var til, en það er mun meira en seldist í Vestur-Þýskalandi á sama tíma, sem var þó mun fjölmennara. í athyglisverðri doktorsritgerð eftir Guð- rúnu Hrefnu Guðmundsdóttur, sem fjallar um viðtökur á verkum Halldórs Laxness í Þýskalandi, kemur fram að Austur-Þjóð- verjar voru þegar árið 1953 famir að krefj- ast þess að Laxness fengi Nóbelsverð- launin." Þegar hann svo fékk þau 2 árum seinna var því fagnað í austur-þýskum blöðum — ekki endilega vegna þess hve Laxness væri góður rithöfundur heldur var þetta talinn sigur fyrir sósíalismann. í Vest- ur-Þýskalandi voru gagnrýnendur hins veg- ar ekki á eitt sáttir um hvemig bæri að taka þessum tíðindum. Sumir sögðu að Laxness ætti verðlaunin skilið vegna þess að hann væri frábært skáld. Aðrir sögðu að hann hefði þegið bókmenntaverðlaun Stalíns og væri þess vegna vont skáld. Þetta voru tímar kalda stríðsins. Laxness taldi sjálfsagt að forleggjara sínum Walter Janka og konu hans yrði boðið að koma til Svíþjóðar að vera viðstödd verðlaunaaf- hendinguna. Nóbelsnefndin var á öðru máli. Hinn frjálsi heimur viðurkenndi ekki Austur-Þýskaland sem sjálfstætt ríki og því væri ekkert til sem héti austur-þýsk bóka- útgáfa. Á endanum hafði þó skáldið sitt í gegn svo Janka gat keypt sér smóking og Charlotta síðan kjól og svo flugu þau til Stokkhólms. Á ballinu um kvöldið bauð Laxness Charlottu upp í dans og næstu daga birtust myndir af þeim í heimspressunni svífandi um gólfin. Árið 1961, skömmu eftir að J anka losnaði 32 TMM 1991:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.