Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Síða 51

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Síða 51
Glæden fordi du er til— Og um sorgina segir hann: „Dyrest af alle Sorger, er Sorg- en for slet ingenting, ikke for noget du ved eller tror, Sorgen: bare fordi du er til, og 29 gaar paa den taagede Jord.“ Og Thomas Hardy sagði nýlega fjörgam- all: „Any little old song will do for me, Tells it of joys gone long, or joys to be\ Or friendly faces best, loved to see.“ — Ég veit ekki hvað þú segir um þessa gleði, en víst er það, að á henni hefi ég lifað og nærst andlega og þá líkamlega um leið; gleðinni yfir því að vera skynjandi, hugs- andi og skapandi vera, finna þessi guðdóm- legu öfl starfandi í sér, að skynja hina dýr- legu náttúru, lífið og lög þess, svo langt sem skynjanin nær, álykta svo langt sem lógikin seilist og skapa nýtt í efnis og andans heimi eða réttara sagt reyna að skynja lög hins skapandi máttar og verða þeim samtaka. Jonas Lie sagði á gamals aldri um sjálfan sig að hann hefði verið: „En eneste blink- ende Stjeme, paa Nathimlens Dunkelhed. Et Led i din lænkende Hjeme, O! kæmp- ende Menneskehed."10 Eða hefði óskað sér að vera þetta. Og þetta hefi ég óskað mér að vera, helst brosandi stjama á heiðskírum himni. Er það ekki gleðiefni að finna að guðdómsöflin brjóta af sér hlekk eftir hlekk í efnisíjötrunum og ný og ný fyrirbrigði birtast úrdjúpum sálarlífsins, undirmeðvit- undinni, réttara sagt ómeðvitundinni, og verða að meðvitund, sem þannig þroskar guðsmyndina í mönnunum. Þetta er sú guð- dómslind sem sálin verður að bergja á leið sinni til meiri þroska og valds yfir efninu. Og nú kem ég að dæmisögunni, sem þú sagðir okkur í kirkjunni, um lindimar sem sálin bergði á. Mér fannst hún ófullkomin og lýsa primitivri lífsskoðun. Þessi svölun sálarinnar af lindum sorgarinnar finnst mér fráleit. Fyrst og fremst er svölun eða full- næging sálarinnar óhugsandi, svo fremi hún er eilíf, því sú svölun er sama sem dauði eða „nirvana", algleymi. Þorsti sálar- innar er og á að vera óslökkvandi og eilífur og er annars eðlis en þorsti líkamans, svo að líkingin bilar strax í byrjun. Sorg er eins og allt annað relativt hugtak = minni gleði, og því negativt hugtak og afl. Engin ein lind getur svalað né má svala sálinni; hún verður að drekka af öllum lindum lífsins, hvort sem vér köllum þær nú sorg eða gleði, raunspeki eða rómantík, draumsýnir eða dómgreind, en umfram allt verður hún að drekka af lindum síns eigin guðdómseðlis, úr djúpum sinnar eigin ómeðvitundar, því þar er fólgin guðsmyndin í oss og eilífðin. Allar guðs- hugmyndir mannanna eru mannlegar og þess vegna guðlast, blasfemi, crimen laese majestatis. Og allar hugmyndir mannanna um eilífð em tímanlegar, og slíkir smáspott- ar eiga þar ekki við. Þess vegna getur eilífð verið sama og augnablik og augnablik sama og eilífð.31 I bjartsýnni trú á einhvers konar guðlegt eðli alls lífs virðist Benedikt hafa lifað síð- ustu æviár sín. Hann varði lífi sínu til að reyna að bæta heiminn í þeim „litla afkima“ þar sem hann dvaldist, gera líf manna þar fegurra, réttlát- ara og siðmenntaðra. Hann trúði því að mönnunum væri þetta unnt, að þeir sjálfir sköpuðu sér örlög, gætu ráðið lífi sínu. Þó að draumar hans um fegurri og betri heim væru draumar skálds, orti hann aðeins eitt erindi á langri ævi. Hann batt það í hendingar kringum níræðisafmæli sitt. Það er varðveitt í nokkrum handritum og ber í einu þeirra dagsetninguna 28. jan. 1936. Þetta er lífsniðurstaða Benedikts sjálfs. Á hana ber bjarma þeirrar rómantíkur, er vermdi hug hans í æsku, eða ný-rómantíkur, sem hann taldi hafa gefið sér bjartsýnina aftur. Þau viðhorf haldast í hendur við karl- mennskuhugsjón höfundar Hávamála og TMM 1991:4 49
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.