Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Blaðsíða 56

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Blaðsíða 56
Gestur Guðmundsson Rokk og nútíma þjóðmenning á íslandi Rokk eins og þaö er skilið hér er ekki aðeins tónlistarstíll heldur einnig að nokkru leyti lífsviðhorf; rokk felur alltaf í sér vísi að þjóðfélagslegu andófi unga fólksins. Hér er fjallað um sögu rokksins á íslandi með sérstöku tilliti til menningararfsins og þjóðlegra hefða. Menningarforystan í landinu leit á rokk sem óheppileg, erlend áhrif; en íslenskum rokkheimi hefur tekist að tengja rokkið íslenskri „hversdagsmenningu" og gera það með þeim hætti að frjóu menningarframlagi ungs fólks. Á síðustu áratugum hefur mönnum lærst að fleira er matur en feitt ket og að menning er víðtækara fyrirbæri en svonefndar æðri list- ir. Samt er umræðan um þær undarlega aðskilin frá umfjöllun um aðra menningar- þætti. „Menningarsíður“ dagblaðanna em helgaðar „æðri listum“, en poppi og kvik- myndum er skipað á aðra bása. Á þriðja staðnum má kannski finna viðtöl við mann- félagsfræðinga og þjóðháttafræðinga um verkmenningu og tómstundamenningu þjóðarinnar. í vitund flestra menntamanna eru tvö menningarhugtök, annað vítt og hitt þröngt. En því miður er sjaldan vikið að tengslunum þar á milli. Það ætti þó að vera nokkuð ljóst að sýni- leg og áþreifanleg menningarafrek spretta jafnan úr frjórri hvunndagsmenningu. Þannig tengist íslensk skáldsagnahefð á miðöldum og í samtímanum frásagnarhefð, fjölbreytni daglegs máls og fleiri þáttum í daglegu lífi. Og á sama hátt verður ekki fjallað um íslenska myndlistarhefð án þess að víkja að því hvemig menn hafa skynjað og mótað hið sjónræna í daglegum störfum sínum. Ávallt hafa verið tengsl á milli listastarf- semi og hvunndagsmenningar, en eðli þeirra hefur gerbreyst á síðustu tímum. Menning fyrri tíma var lengi að mótast og entist oft lengi, en samfélagsbreytingar urðu allar örari með tilkomu kapítalismans, einkum þó á okkar öld. Ef við skilgreinum menningu sem þá huglægu merkingu sem við leggjum í gerðir okkar og umhverfi, verður ljóst að hún tekur æ örari breyting- um. Það er heldur engum blöðum um það að fletta að samfélagshópar og einstakling- ar leggja mismunandi skilning í umhverfi sitt, og þegar við tölum um menningu sem 54 TMM 1991:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.