Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Blaðsíða 63

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Blaðsíða 63
stæðingar bandarískrar herstöðvar og bandarískra menningaráhrifa, og stuðn- ingsmenn herstöðvarinnar vörðu hana sem illa nauðsyn, en fáir vildu mæla áhrifum frá bandarískrí fjöldamenningu bót. íslenska rokkæskan átti því fáa talsmenn. Opinber umræða um hana einkenndist af áhyggjum af siðspillingu æskunnar og um rokkið var ýmist fjallað af fjandskap eða í hæðnistón. Þá gilti enn sú regla að ungt fólk átti að þegja nema á það væri yrt, og rokkæskan tók sjálf ekki til máls í opinberri umræðu. Menningarsköpun hennar notaði aðra miðla en hið ritaða mál — fyrst og fremst tungumál líkamans og talmálið. Það var ekki heldur hlaupið að því að tjá sig í gegn- um rokktónlistina. Hljóðfæri voru dýr og það viðhorf ráðandi, líka meðal dægurtón- listarmanna, að langt og strangt nám væri forsenda þess að menn spiluðu fyrir aðra. Að vísu spruttu upp unglingahljómsveitir, til að mynda í skólum landsins, en þær áttu þess engan kost að spila utan veggja skól- anna. Danshljómsveitimar vom helst á því að leyfa einum og einum söngvara að spreyta sig á fáeinum rokklögum, enda náðu þær vel til rokkæskunnar með því móti. Þessir söngvarar stældu erlendu rokk- goðin eins vel og þeir gátu. Dægurhljómsveitimar vom raunar einu aðilamir sem reyndu að byggja brú yfir hina vaxandi gjá milli æskunnar og íslenskrar þjóðmenningar. Sú brú var í rökréttu fram- haldi af þeirri braut sem þær höfðu mótað fyrir daga rokksins: að gera vandaða texta við vinsæl erlend dægurlög og setja þau út á metnaðarfullan og sjálfstæðan hátt. Með „Gunnari pósti“ og „Bjössa á mjólkurbíln- um“ höfðu íslendingar eignast hvunndags- hetjur sem hæfðu dægurtónlist, og textahöfundamir Jón Sigurðsson og Loftur Guðmundsson sáu strax að rokkið var boð- beri nútímans og róttækra breytinga á ís- Iensku þjóðfélagi og felldu þá skynjun í frambærilega texta. í „Vaggi og veltu“, sem Erla Þorsteins söng, blandaði Loftur Guð- mundsson íslenskuðum rokkfrösum inn í þekkta húsganga og brot úr ástsælum ljóð- um, eins og til að sýna fram á hvemig rokkið hristi upp í menningararfinum. Jón Sigurðsson lét „Ola rokkara“, sem Ragnar Bjamason söng, flytja rokkið heim í kyrr- stæða sveitina, og síðan var hreppstjórinn húfulaus og oddvitinn ekki laus við rúmbu og rokk. Islensku textamir voru jafnan mun lengri og innihaldsríkari en bandarísku fyr- irmyndirnar, og oft var heilum epískum sagnabálki þjappað í einn slíkan texta. Þannig má segja að kjaminn í skáldsögum Indriða G. Þorsteinssonar leynist í sam- þjöppuðu formi í texta Jóns Sigurðssonar „Lóa litla á brú“, en hann er löngu sígildur í flutningi Hauks Morthens. Þegar íslensku rokklögin komu út á árun- um 1957-1960, samtals 20-30 talsins, fór það framhjá flestum að þar var oftlega um að ræða frumlegar útsetningar og hljóð- færaleik á heimsmælikvarða. Textamir voru ekki heldur metnir að verðleikum, enda áttuðu menn sig ekki á mun ljóðs og dægurtexta. Almenningur tók þessum af- urðum hins vegar vel, en rokkæskan var kannski ekkert yfir sig hrifin. Hún vildi ekki byggja neina brú yftr til íslenskrar þjóð- menningar, heldur hreiðra betur um sig á eigin bakka. Bítlaæöiö — rokkæöi í nýrri mynd Á rokkárunum tók íslensk æska að leggja rækt við menningarmiðla, sem ekki skip- TMM 1991:4 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.