Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Page 85

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Page 85
kenning Anaxímandrosar, að því einu frá- töldu að samkvæmt sumum heimildum taldi Anaxímandros jörðina ekki vera hnött heldur bumbu. Ein af helztu röksemdafærslum Platóns í Faídóni virðist mér bera þó nokkur merki Anaxímandrosar.“ Þar eru sett fram tvö lögmál — sem við getum kallað svo þótt Platón geri það ekki — um alla breytingu: andstæðulögmál sem segir að öll breyting sé í því fólgin að eiginleiki víki fyrir and- stæðum eiginleika eins og væta fyrir þurrki þegar hlutur þomar eða vaka fyrir svefni þegar maður sofnar, og mótvægislögmál sem segir að sérhverri breytingu til einnar áttar samsvari önnur til hinnar, eins og að blotna samsvarar því að þoma og að vakna því að sofna. Og rökin fyrir mótvægislög- málinu em þau að án þess mundi heimurinn ekki varðveitast í fjölbreytni sinni heldur líða undir lok. Astæðumar til þess að tengja þessar hugmyndir í Faídóni við Anaxí- mandros em þær að hann hafði næstum ömgglega, fyrstur grískra hugsuða, skýra hugmynd um breytingar sem átök and- stæðna27—en þetta er hugmynd sem fylgdi grískri heimspeki lengi og háði henni nokk- uð þegar fram í sótti frá okkar sjónarmiði — og svo þær að stóra brotið eftir hann kveður á um varðveizlu heimsins í jafn- vægi. Þar er kominn fyrsti vísir að varð- veizlulögmáli í vísindum. Vísindin á okkar dögum em sem kunnugt er morandi í varð- veizlulögmálum eins og til dæmis orkulög- málinu eða lögmálinu um varðveizlu skriðþungans í aflfræðinni. Brotið sjálft segir að vísu ekki annað en að það sem allir hlutir verða til af hlýtur óhjá- kvæmilega einnig að vera það sem þeir tortímast í. Því eftir því sem tíminn skipar þeim niður gjalda þeir hver öðrum refsingu 28 og bætur fyrir misgjörðir sínar. En þegar þetta brot er sett í samhengi ann- arra brota, eftir Anaxímandros og um hann, virðist óhætt að segja að þama sé varð- veizluhugmyndin, og meira að segja líka einhver vísir að hugmynd um náttúmlög- mál í skáldlegu máli brotsins (eins og heim- ildin að brotinu kallar það) um refsingar og bætur fyrir dómstóli tímans. Líkinguna um refsingar og bætur ber að sjálfsögðu að skilja í ljósi hugmyndarinnar um andstæður sem ávallt verða að víkja hver fyrir annarri. Við þetta bætist svo það að varðveizluhug- myndin um náttúmna í heild er ekki alveg óskyld jafnvægishugmyndinni um jörðina í miðjum geimnum. En þetta er ekki það eina sem máli skiptir úr mótvægisrökunum í Faídóni fyrir leik ímyndunarinnar í kringum Anaxímandros. Platón lætur Sókrates nota lögmálin tvö um breytingar til að leiða í ljós ódauðleika sál- arinnar, eða lífsandans eins og kannski væri nær að segja hér því að Platón tekur fram að sú sál sem hann er að hugsa um í þessu samhengi sé sameiginleg mönnum, dýmm og jurtum. Átök andstæðnanna í náttúrunni krefjast þess að verurnar í henni — jurtir, dýr og fólk — deyi og lifni. Eg verð lík og rotna en af því kviknar gróður á gröfínni: Nautgæfa fóðurgrasið grær á leiði móður þinnar þjáðu orti Jónas Hallgrímsson til að hugga fylgis- mann Hegels sem misst hafði móður sína, og Hannes Pétursson hefur ort annað fram- úrskarandi kvæði um sama efni þar sem segir um þá sem hvíla í kirkjugarði: og þeir sem annars einskis fá að njóta TMM 1991:4 83
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.