Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Side 112
Ekki þarf annað en bera saman við aðra fjalls-
lýsingu til að sjá hver breyting er á orðin frá
fyrri kveðskap Snorra:
Flughamrabratt og rökkurdimmurautt
rís það úr breiðum öldum
laufgrænna hæða, löðri hvítra blóma
og lágum móagárum.
I eldra kvæðinu mælska, útleitni, formdýrkun,
hljómdýrð; í hinu yngra er allt „óþarft“ skraut
numið brott. Inntak þessara tveggja kvæða frá
mismunandi tímum er ekki síður ólíkt, tákngildi
fjallsins allt annað. I fyrra ljóðinu er það tákn
upprunaleikans og andlegra verðmæta og jafn-
framt vettvangur þrotlausrar baráttu í þágu lífs-
ins. í hinu síðara birtist fjallið sem tákn
skáldlegrar hugsjónar og fullkomnunar í vitund
einfarans. Lauf og stjörnur, þriðja ljóðabók
Snorra Hjartarsonar, fól í sér meiri breytingu en
svo að allir aðdáendur skáldsins væru fullkom-
lega sáttir við hana fyrst í stað. Það tók t.d.
Kristin E. Andrésson heila tímaritsgrein að
kveða sig í sátt við bókina þó að hann hrifist
vissulega af ljóðunum, sá fagurkeri sem hann
var.
Páll Valsson hefur gert nýja heildarkönnun á
verkum skáldsins og vill þar ekki gera of mikið
úr þessari breytingu, heldur talar hann um að
þriðja ljóðabókin marki „nokkur skil“ í skáld-
skaparafstöðu Snorra. Hann segir þó í beinu
framhaldi:
Brýningartónninn sem komið hafði fram í
lok fyrstu bókar og sett mjög svip sinn á hina
næstu er svo til horfinn og hér er hvergi að
ftnna ljóð sem fjalla á skorinorðan hátt um
tilgang og markmið skáldskapar og nauðsyn
þess að honum sé beitt í einhverri baráttu.
Þessi þróun gerist þrátt fyrir að leiða megi
sterk rök að því og það reyndar blasi við að
sú barátta, sem Snorri hefur fyrst og fremst
átt við, standi enn á þessum tíma af fullum
þunga; nefnilega baráttan fyrir frelsi og full-
veldi íslands og íslenskrar tungu (sic!). Með
þessari bók tekur skáldskapur Snorra ein-
faldlega aðra stefnu. (162)
Orsök þeirrar breytingar er ekki sú að skáldið
hafi skipt um skoðun, heldur hefur hann gert sér
grein fyrir því að kvæði geti fáu breytt; „sá tími
er liðinn sem ljóð geta haft snögg pólitísk
áhrif1, eins og hann kemst sjálfur að orði í
fyrmefndu viðtali. Það var þátttakan í baráttu
líðandi stundar sem markaði á sínum tíma þessu
innhverfa skáldi nýja stefnu eins og glöggt má
sjá í annarri ljóðabókinni og lokakvæði þeirrar
fyrstu sem vitnað var í hér að framan. Á hinum
síðari vatnaskilum í skáldskap Snorra er ekki
nóg með að yrkisefnin breytist heldur er bæði
skáldskaparafstaða og skáldskaparaðferð tekin
ti 1 róttæks endurmats. Ólafur Jónsson kemst svo
að orði í ritdómi um Lauf og stjömur, sem
reyndar er ekki talinn með í ritaskrá Páls Vals-
sonar:
Snorri Hjartarson hefur jafnan reynt á þanþol
ljóðmáls síns, áður fyrr einatt í dýrum hátt-
um, glitofnu rími, dýrri tilfinning; nú er eins
og þolraunin gerist inn á við í ljóðunum,
hvert orð fágað til hins ýtrasta, mál og tilfinn-
ing skírð í deiglu ýtrustu einfeldni áður en
það kemst á blað, hverju óþörfu orði, öllu
skarti vísað á bug sem markleysu. (Alþýðu-
blaðið, 21. des. 1966)
Undirtitill bókar Páls er: Þróun og samfella í
skáldskap Snorra Hjartarsonar, og hann leggur
megináherslu á það sem sameinar bækumar
fremur en það sem aðskilur þær. Og vissulega
eiga ljóðin í síðari tveimurbókum Snorra mjög
margt sameiginlegt með hinum fyrri. Þannig
sýnir Páll fram á að táknheimur bókanna er að
allmiklu leyti sameiginlegur (87 o.áfr.), sjálfri
sér samkvæm er hin rómantíska náttúruafstaða
Snorra (100 o.áfr.) og söm við sig tilhneiging
hans að nota náttúruna til að endurspegla hug-
arástand ljóðmælanda (59 o.áfr.). Einn getur því
talað um „nokkur skil“ og annar um „rof‘ og
báðir haft nokkuð til síns máls. Hins vegar orkar
tvímælis þegar höfundur skiptir ádeilukvæðum
í þjóðfélagsleg og tilvistarleg kvæði (165 o.áfr.)
þar sem hin síðamefndu leysi hin fyrmefndu af
hólmi. Það er allhæpið að telja lokaljóðið í Á
110
TMM 1991:4