Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Side 12

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Side 12
Halldóri Laxness líður Jón líka seint úr huga, enda var hann húsgöngumaður með honum í Kaupmannahöfn forðum tíð og Jón síðar Unuhúsmaður með slumpum. Allt um það er Jón varla stirðnaður í flæð- armálinu í Effersey þegar hann er orðinn Halldóri slík þjóðsagnapersóna, slíkur Jón í Brauðhúsum, að ekki varð lengur milli greint hvor maðurinn var hvað. Sagan um óbóuna í Úngur eg var er jafn fögur og átakanleg sem hún er með frjálsum skáld- sagnarblæ. Eða þá sagan um Ludvig Guð- mundsson í Hamborg sem fer inn á fyrstu krána í St. Pauli og rekst þar fyrstra manna á Jón Pálsson ,,sem situr þar í horni og hefur mist sjón heyrn ilman smekk og tilfinníng“, og sendir hann næsta morgun til Vínar „sem er mesta siðmenningarborg í heimi“; tekur upp úr lummunni árslaun sýslumanns á íslandi og réttir honum. Að vísu tekur Halldór það fram, að hann hafi ekki sjálfur legið á hleri undir borðinu í þessari knæpu. Nú vil ég hvorki hafa af Halldóri gran af snilld hans né af Ludvigi Guðmundssyni örðu af stórhuga hans og rausn þegar menning annarra var í húfi. En því miður, skáldskaparins vegna, er í fór- um mínum bréf eða réttara sagt ferðasaga Jóns til Vínar, skrifuð föður mínum, og má svo hver meta hvort skáldskapur sjálfs- blekkingarinnar eða hin eðla sagnaíþrótt Islendinga megi sín betur. Þar sem Halldór dependerar af þjóðsög- unni (sem er jafnan eðlissannari en sann- leikurinn), ætla ég að lötra í þau spor og nefna þá reikisögu sem gekk um Vínarför Hlíðar-Jóns á mínum unglingsárum. Haft var fyrir satt að músíkhneigð góðmenni í höfuðstaðnum hafi skotið saman í farar- eyri handa þessu tónverkalausa tónskáldi til Vínar. Meira að segja var þar nefndur til forystu nafni hans, Jón Pálsson banka- gjaldkeri, sá öðlingur af manni. Nú segir sagan að þessir músíkölsku velgerðar- menn hafi kvatt Vínarfarann niðri á bryggju og síðan skundað ánægðir til síns innis, að hafa komið góðum hæfileikum á göfuga braut. Á þessum árum var það (og mjög við- sjárverður) háttur skipa á útleið að hafa viðkomu í Vestmannaeyjum. Þar sem um- rætt og væntanlegt tónskáld þekkti díversi kúltúrelement í staðnum dvaldist honum þar lengur en svo að rétt áframhald yrði með skipsferðinni. Ofan á það bættist, að tregt var um drykkjarföng á þeim vondu árum, jafnvel þótt menn gengju með hundraðkalla á sér í vösum. Árni hét fræg- ur rakari m.m. Böðvarsson á Bárugöt- unni, og til hans fer nú Jón (og ekki endilega í rakaralegum erindum) og biður hann selja sér flösku af Bayrum (sem var þó af náttúrunnar hendi fremur ætluð á höfuð en í). Árni rakari réttir Jóni glasið og segir fimmkall. Jón réttir honum á móti stóra seðilinn og Árni segir Ja því miður get ég ekki skift. Þá á væntalegur Vínar- farinn að hafa svarað: — Það gerir ekkert til. Eg smátek bara út á það. Síðan heldur reyfari þessi áfram á þá lund að Jóni var þrotinn farareyririnn, en fékk hinsvegar gratís flutning upp á fasta- landið aftur. Morgun einn árla á svo að hafa verið barið að dyrum hjá áðurnefnd- um forystumanni útsendingarinnar og á pallinum staðið sá sem átti samkvæmt almanakinu að vera kominn til Dónar fögru borgar og mælt við velgjörara sinn á náttfötunum þessi orð: — Haldið þér, nafni minn, að eitthvert fúndament sé fyr- ir nýrri kollektíón? 10 TMM 1993:3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.