Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Qupperneq 21

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Qupperneq 21
Illugi: „(...) Er til nokkurs að velta fyrir sér ögn dýpri ástæðum þess að einn maður verður rithöfundur en annar ekki?“ Halldór: „(...) Ég hef ekkert svar við þessari spurningu. Sjálfur hef ég enga gáfu á við flesta rithöfunda sem ég hef kynnst og það er eitthvað alveg sérstakt sem veldur því að ég hef getað skrifað. Ég get sýnt þér svart á hvítu hve aumur rithöfundur ég er í alla staði. Sérðu þennan þykka búnka af pappír? Þetta er ein grein, ein stutt grein sem ég vann að sleitulaust í mánuð eða sex vikur og skrifaði upp aftur og aftur. Svona eru nú mín vinnubrögð. Ég gafst alveg upp við greinina. Mér ber að þakka guði fyrir meðan ég hef vit á hvenær ég er kominn á villigötur. Þá getur enginn stoppað mig nema ég sjálfur. Ég hef venjulega hætt við hverja bók þegar ég fann að ég var farinn að skemma hana aftur.“ Aftur? Já, hún var kannski góð svona framan af, fyrstu handritin af henni og eftir því sem ég samdi hana um oftar slípaðist hún væntan- lega og ýmislegt lagaðist en ég mátti alltaf vara mig á því að lenda ekki í því sem heitir troðmylla; þegar textinn fer sífellt í gegnum sömu mylluna, sí ofan í æ. Ég vona að mér hafi að minnsta kosti í flestum bókum mín- um tekist að finna hvenær tími var til að hætta (...) Bækur mínar styttust alltaf eftir því sem ég gerði fleiri uppköst að þeim. Það eru heilir kassarfullir af uppköst- um að tiltölulega stuttum bókum. Þennan sið hef ég haft eftir að ég fór að skrifa al vöru bækur(...)“ *** Halldór víkur enn að vinnubrögðum sínum í viðtali við Áma Þórarinsson í Helgarblaði Vísis 24. apríl 1977\ Ámi: „Veitir það þér sjálfum alltaf jafn mikla ánægju að skrifa?" Halldór:„Sjálf vinnan með hendinni, að skrifa, er mér mjög leið. Og ég skrifa ákaf- lega vonda rithönd. Víst þarf enginn að lesa hana nema ég sjálfur og ég á reyndar nógu erfitt með það. En þegar maður er kominn út í bók og búinn að skrifa til dæmis einn kapítula sex til átta sinnum og beita til þess allri sinni hugarorku, þá fer að verða dálítið „garnan" að skrifa ef þú vilt nota það orð. Ég hef alla tíð skrifað löng uppköst, venju- lega með blýanti. Síðan ritstýri ég af mikilli grimmd. Ur hundrað síðna blýantsuppkasti verður kannski ein örk hreinskrifuð. Mikill meiripartur fer í rusl. Meðan verið er að bijóta til mergjar hugsunina sem á að vera í setningunni er oft vandi að hnitmiða orðin svo að þau myndi læsilegan og skiljanlegan stfl. Þá skiptir meira máli að hvergi sé orði ofaukið en eitthvað vanti. Þama verðurþró- un úr hráu frumefni þar sem maður grfpur hugmyndirnar út úr þokum hugans, þangað til þær fara að taka á sig þokkalega lögun í hinu ritaða máli eftir margar uppskriftir. Þegar þar er komið fer að verða dálítið „gaman“ að vinnunni." Eitt af því sem sérkennir Halldór sem höf- und eru allar þær eftirminnilegu persónur sem honum hefur tekist að magna lífi svo sumar hafa tröllriðið þjóðinni upp frá því, hreinlega eins og stokkið út úr bókunum og ganga sprellhfandi um á meðal vor. Fljótleg aðferð til að mæla umfang þessa sérkennis Halldórs er að bera hann saman við aðra höfunda — og nú getur hver svipast um í eigin hugskoti eftir eftirminnilegum per- sónum á bókmenntaakrinum. Að því búnu blasir aftur við okkur hin Laxneska hersing. Og við spyrjum: hvemig er þetta mögulegt? alveg þangað til neðri kjálkinn nemur við bringubein. Persónusköpun ber á góma í áðurnefndu viðtali Illuga Jökulssonar frá 1983: TMM 1993:3 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.