Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Qupperneq 30

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Qupperneq 30
Veturinn sem Marteinn Marteinsson sat í Lundi að undirbúa dokt- orsvörn sína undir handarjaðri sænskra bárust greinargóðar fréttir af honum yfir Eyrarsund með námsmönnum, og einu sinni í mánuði um nónleyti steig hann á land í Kaupmannahöfn, útleysti námslánsávísun sína og gekk rakleiðis í stammkró íslendinga við Strikið að gera sér glaðan dag. Aldrei síðar en á þriðja degi urðu aðrir menn að greiða reikninga Marteins og finna honum hvflustað. Kom það stundum í minn hlut að hýsa hann, og þótti mér ekkert tiltökumál, því Marteinn var alltaf stilltur, drukkinn sem ódrukkinn. Þáverandi eiginkona mín gat hinsvegar ekki fyllilega haldið kæti sinni þegar Marteinn Marteinsson frá Ekru birtist á stigapallinum, sagði hún mannfjanda þennan aldrei þvo sér, sem voru ýkjur, og aldrei skipta um sokka eða nærföt, sem vel gat verið satt, og aldrei tala um annað en frönsku byltinguna sem hann væri búinn að gera að sinni einkafabúlu í trássi við allar sagnfræðilegar staðreyndir. Ég reyndi að róa konuna og benti henni á að sagnfræðin væri öll og endilöng lygasaga á lygasögu ofan og fabúlur Marteins Marteinssonar frá Ekru ekki öðrum fabúlum verri. Hann gæti þó að minnsta kosti skipt um sokka, sagði konan ófús til málamiðlana. Fór enda svo að þegar Marteinn var lagstur á lárétt plan í íbúð okkar, setti konan upp gúmmíhanska, berháttaði þennan íslenska fræðimann, tók nærklæði hans öll, sokka og vasaklúta og lét í öskutunnuna, en suðuþvó öll föt hans önnur. Og þegar Marteinn Marteinsson vaknaði berstrípaður í birtu næsta dags, rak konan hann með harðri hendi ofan í baðkar með snarpheitu grænsápuvatni og lét skaftbursta ganga á skrokki fræðimannsins uns hann var blóðrisa orðinn allur frá eyrum og niður á tær; þá þótti henni nóg að gert og maðurinn hreinn. Þú ert góð kona, sagði Marteinn Marteinsson frá Ekru. Haltu kjafti, sagði hún. Hann þáði hrein nærföt af mér, klæddi sig í allt sitt task hreint og þurrt; fékk vel að éta, en þegar konan kvaddi þung á brún og hélt áleiðis í skólann, vogaði hann sér að segja á eftir henni: Þú hefðir dugað vel í frönsku byltingunni, gæskan! Éttann sjálfur! sagði hún og var horfin. Þetta er góð kona, sagði Marteinn Marteinsson frá Ekru, en ekki hefur hún skáldlegar taugar, því síður vísindalegar. Meðal þess sem gerði Martein Marteinsson frá Ekru í Laxárdal
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.