Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Page 44

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Page 44
„Ég hélt að ansi margir hefðu afsannað þessa kenningu, sagði ég þurrlega. „Ég veit að það skapast ákveðin togstreita, það verða náttórlega árekstrar, fjölskyldulíf samræmist ekki alltaf ritstörfum... en yfirleitt er hægt að finna einhverja málamiðlun .. .“ Það var eins og Steinar hefði misst allan áhuga á að hlusta á mig. Hann ók sér á stólnum, horfði yfir að barnum og byrjaði að þreifa á vösum sínum. Ég þagnaði og lauk við bjórinn úr glasinu. „Þú ert á sjó, er það ekki?“ sagði Steinar allt í einu og sneri sér að mér. „Sagðistu ekki vera á sjó? Og neitar þér um að skrifa?“ „Það er kannski ekki rétt að ég neiti mér um að skrifa. Maður verður að gera ýmislegt fleira en gott þykir. Þú veist að það eru ekki margir höfundar sem lifa á list sinni á íslandi. Flestir þurfa að vinna einhverja aðra vinnu með.“ „Það er rétt. En skiptir samt ekki máli í þessu samhengi.“ Steinar reis snöggt á fætur og greip tómt glasið. „Ég verð að sækja mér meira öl.“ Ég reis líka á fætur. „Ég þarf víst að fara að koma mér um borð,“ sagði ég og rétti fram höndina. „Það var gaman að spjalla við þig.“ „Þú ert bara rokinn? Ekki var það mikið spjall. Það er leitt að þú þurfír að fara,“ sagði Steinar. „Heyrðu, þú sagðir að ísak væri frelsaður, var það ekki? Ég bið kærlega að heilsa honum þegar þú hittir hann næst.“ „Ég skal skila því.“ Við tókumst í hendur og ég fann að lófi Steinars var mjúkur, ólíkt mínum lófa sem var orðinn sigggróinn eftir þriggja mánaða úthald á sjónum. „ Vertu sæll,“ sagði hann og gekk álútur að bamum með glasið sitt og tíndi krumpaða seðla úr vösum sínum. Ég rölti til dyranna og út á götu. Það var farið að kólna, og af nöprum vindgjóstinum sem blés í fang mér mátti ráða að vetur var í nánd. Mér varð strax hrollkalt og hraðaði mér vestur götuna. Tungl var fullt á heiðum kvöldhimninum, og hann var kominn á áttina eins og spáð hafði verið í kvöldfréttunum: Suðvestan strekkingur og útlit fyrir leiðinda sjólag. „Tímabært að hætta þessu, Chandler litli,“ sagði ég við sjálfan mig og hneppti að mér stakknum. „Nú hættir þú þessari sjóaravitleysu og heldur áfram að skrifa." 42 TMM 1993:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.