Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Page 47
Iðnjöfrarnir
Menn kunna að meta nokkuð misjafnlega
hverjir ,,iðnjöfrarnir“ séu. Eitt er þó víst:
Árni Bergmann er áreiðanlega ekki þar í
hópi þó Mörður líti svo á að skáldið sé
hugsanlega þeirrar skoðunar. Þetta er frá-
leitt, það er alkunnugt að Árni Bergmann
hefur aldrei drepið mann þó hann hafi
kannski stundum reynt að drepa bækur.
Tveir nokkuð sjálfsagðir kandidatar í
hópinn eru hins vegar þeir kumpánar Hit-
ler og Stalín sem gerðu út sín verksmiðju-
skip, eins og kunnugt er, á fyrri hluta
aldarinnar við mikla lýðhylli þó þeir eigi
sér nú formælendur fáa. Annar undir
merkjum nasisma, hinn undir merkjum
sósíalisma. Ekki skal hér sett einfalt
samasemmerki milli þessara stefna, sem
eiga það þó óneitanlega sameiginlegt að
ófáum milljónum af blásaklausu fólki
hefur verið breytt í lík í nafni þeirra á
þessari öld. Fleyi hins fyrrnefnda isma
var góðu heilli fljótlega sökkt, en hinn
hefur siglt áfram, ekki síst vegna þess að
áhöfnin tók upp á því að skilgreina sig upp
á nýtt við sérhver ótíðindi sem bárust af
eðli og framkvæmd útgerðarinnar, sverja
af sér sérhvern fráfarandi framkvæmda-
stjóra. Mig minnir að á dögum Moggalyg-
innar hafi þetta verið kallað ,,að breiða
yfir nafn og númer.“ Afleiðingin hefur
orðið sú hjá mörgum sem enn vilja kenna
sig við sósíalismann að ekkert virðist nú
eftir af honum annað en sá almenni
húmanismi hjá „mönnum góðs vilja“,
drenglyndið, réttlætið, jafnréttið og þjóð-
ræknin sem ÁB mærir í grein sinni (TMM
4 1992). Þegar svo rækilega og endanlega
hefur verið horfið frá öllum kröfum um
sameign á framleiðslutækjunum (fyrir
löngu, segir Mörður) held ég raunar að
undir þessa lífssýn gætu fjölmargir tekið
sem alla tíð hafa aðhyllst borgaralegt
frjálslyndi, eða einhver afbrigði hins
löngum hataða ,,kratisma“. Það hins veg-
ar að ÁB skuli endilega vilja telja þessa
jákvæðu þætti einhvern sérstaklega sós-
íalískan arf fremur en t.d. frjálslynd eða
kratísk áhrif á sósíalismann varð kannski
öðru fremur til þess að mér fannst ansi
mikil líksmurning felast í misréttmætum
aðfinnslum hans að mörgu því sem ég lét
hafa eftir mér í viðtalinu í TMM (sex
heftum fyrr, en ekki tveimur eins og
Mörður segir). Ég hélt nefnilega sjálfur,
rétt eins og Mörður, að ég hefði í þessu
viðtali svo sem ekki sagt um pólitík annað
en „almælt tíðindi". í millitíðinni höfðu
svo reyndar gerst þau tíðindi að sjálf Sov-
étríkin voru lögð niður, þó ekki verði það
ráðið af grein Árna.
Smásaga Árna, Óvinur ríkisins. Sönn
saga (TMM 1 1992), sem Mörður vitnar
einmitt til, tekur þennan sögulega atburð
þó fyrir og þar getur nóta bene að líta
harla merkilega samlíkingu í lok sögunn-
ar: Hraunelfan í Vestmannaeyjum og hrun
Sovétkerfisins virðast þar lögð að jöfnu
og ekki annað að sjá en höfundarsamúð
fylgi þeim orðum. Mér hefði þó verið nær
að halda að fyrri atburðurinn hlyti að telj-
ast skelfilegur, en hinn síðari fyrst og
fremst gleðilegur, þó auðvitað sé mér ljóst
að málið er flóknara en svo. Það kann að
vera heilmikil dyggð að efast í sífellu um
allt, en varla um þetta? Aðdáun Marðar á
því hvernig ÁB haldi „eigin persónu-
sögu“ utan við málin, „með verkfærum
frásögunnar og skáldskaparins" verður
harla spaugileg ef nöfn og efnisatriði í
sögunni, ásamt undirfyrirsögn, eru skoð-
TMM 1993:3
45