Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Qupperneq 57

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Qupperneq 57
frásagnir þeirra af siðum og venjum sveita- fólks, frásagnir sem enginn nennir að lesa (frekar en nokkuð annað) séu til þess fallnar að upplýsa fólk og rækta. Og síst af öllu vilja þessir menn að sveitin þeirra breytist eitthvað, í það minnsta meðan þeir eru enn á lífi, því þá stæðu þeir eftir einir og yfír- gefnir og gætu ekki lengur skrifað fjálgleg- ar lýsingar á hreinum og sönnum persónum, ,,ekta alþýðufólki“. III Rithöfundurinn, hér og nú, er tímaskekkja og hefur í rauninni aldrei náð fyllilega að sanna sig sem slíkur. Það les enginn það sem hann skrifar, hann er gagnslaus fyrir heiminn og þjóðfélagið, algerlega upp á útgefendur og menningarstofnanir kominn, reynir að réttlæta eigin tilveru og ljá henni inntak en veit innst inni hvað hann er í raun og veru: vitfirrt sníkjudýr, margir líta á hann sem slíkan, því einungis vitfirringur lætur sér detta í hug að skrifa bækur í þeirri vissu að enginn kemur til með að lesa þær: „Við predikum í eyðimörkinni“ (Sartre). Ef rit- höfundurinn brygðist alltaf á þennan hátt við atburðum í þjóðfélaginu myndi hann leiða hjá sér allar pólitískar ákvarðanir, því hvaða pólitíkus tekur mark á skoðunum vitfirrts sníkjudýrs, á „almennri þátttöku þess í stjómmálum"!? En þrátt fyrir að rit- höfundurinn sé sannfærður um að enginn hlusti á mál sitt lætur hann til sín taka á öllum sviðum hins mannlega lífs, og hann talar, skrifar, skrifar undir bænaskjöl, brynnir músum úti í útnáranum þar sem hann býr, rétt eins og hver annar vitfirring- ur, í þeirri vissu að rödd hans berst þrátt fyrir allt bæði lengra og styttra en annarra manna. Því rithöfundurinn veit, eða skynj- ar, að allt þetta brölt hans er ekki jafn fárán- legt og það lítur út fyrir að vera. Eins og Jean Ricardou bendir réttilega á eru einkum tvær hliðar á bókmenntunum. Þær eru ann- ars vegar skrifaðar og hins vegar lesnar. En einkum þó: þær eru eitt af því fáa sem greinir manninn frá öðrum skepnum: ,,- Hverju fær „Ógleðin“ þá áorkað? Með því einu að vera til (og þá skiptir ekki máli hvort það er sannsögulegt eða ekki) varpar hún (og fleiri bækur) vitaskuld ljósi á þær að- stæður sem valda því reginhneyksli að barn skuli deyja af slysförum: verkið ljær þess- um dauða merkingu. Ef bókmenntir væru ekki fyrir hendi (og þá er „fyrir hendi“ notað í bókstaflegri merkingu) einhvers staðar í heiminum myndum við taka barns- lát og slátrun búfjár áhka nærri okkur.“ Gæti þetta ekki kveikt með okkur von og gefið viðleitni okkar nokkurt gildi? Friðrik Rafnsson þýddi Grein þessi birtist fyrst í evrópska bókmennta- tímaritinu Lettre Intemationale í vor sem leið. Danilo Kis (1935-1989) var einn helsti rithöfund- ur Serba á síðari árum. Hann var að mörgu leyti það sem fyrrum Júgóslavía hefði hugsanlega get- að orðið: fijósöm blanda úr ýmsum áttum. Ekkert fannst honum lágkúrulegra en sú þjóðremba sem nú veður uppi í fyrmm Júgóslavíu og víðar með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Kis var kominn af ungverskum Gyðingum í föðurætt, móðir hans var sunnan frá Svartfjallalandi og sjálfur fæddist hann í smábænum Subotica í Serbíu, skammt frá ungversku landamæranum. Hann stundaði nám í Belgrad og bjó þar framan af ævinni, en fluttist búferlum til Parísar á áttunda áratugnum og bjó þar til dauðadags. Verk hans njóta sfvaxandi vin- sælda, þau hafa verið þýdd á um það bil tuttugu tungumál og víða verið verðlaunuð. Meðal þeirra má nefna Garður, aska (1971), Gröf handa Boris Davidovitch (1980), Alfrœðibók hinna dauðu TMM 1993:3 55
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.