Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Qupperneq 69

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Qupperneq 69
greint á um hvað geri verk þessara manna svo séráströlsk. Skóli svokallaðra rót- tækra þjóðernissinna, sem var í essinu sínu um miðja 20. öld, hélt því fram að í verkum áðurnefndra höfunda birtist lýð- ræðislegur andi, jákvæður og kraftmikill. ,,í fyrsta skipti um aldir hafa engilsaxn- eskar bókmenntir brotist úr viðjum mið- stéttarviðhorfa,“ skrifar einn af talsmönn- um þjóðernissinna, áðurnefndur Arthur A. Phillips.10 Hinn óbreytti borgari mátti sín jafn mikils og fyrirmaðurinn í nýja landinu og að mati Phillips eru sterk tengsl milli landnemaandans og þess sem hann kallar hina áströlsku lýðræðishefð í bókmenntum. Phillips hafnar þeirri hug- mynd að hefð geti aðeins orðið til á löng- um tíma, heldur geti ungæðislegur groddi orðið að hefð. Sem andsvar við hinum róttæku þjóð- ernissinnum kom skóli sem var kenndur við frumspeki eða algildishyggju (univer- salismi). Sporgöngumenn hans voru und- ir sterkum áhrifum frá F. R. Leavis og nýrýninni og höfnuðu hinni þjóðfélags- legu og pólitísku aðferðafræði þjóðernis- sinna, hún segði ekkert um bókmenntalegt gildi. Áherslan var formalísk, textinn var aðalatriðið, ekki ytra samhengi. Á þeim mælikvarða felst gildi tímamótaverks Josephs Furphys, skáldsögunnar Such is Life, ekki í að vera vitnisburður um lýðræðisanda, heldur sé hún „könnun á varanlegum vanda á borð við örlög og frjálsan vilja, siðferðislega ábyrgð og áhrif tilviljunar í alheimin- um“.11 Þetta voru viðfangsefni rithöfunda á öllum tímum að þeirra mati, þau væru því djúpstæðari og þýðingarmeiri. í þessu fólst að evrópski arfurinn skyldi ekki lát- inn fyrir róða, eins og róttæku þjóðernis- sinnarnir kusu helst, heldur væri vænleg- ast fyrir þróun ástralskra bókmennta að laga evrópska arfinn að áströlskum veru- leik: „Evrópsk gildi geta lifað áfram í áströlskum formum“, skrifaði Vincent Buckley árið 1957.12 Að hans mati stóð það áströlsku bókmenntalífi helst fyrir þrifum að menn höfðu ekki þroskað með sér þann evrópska eða alþjóðlega hæfi- leika að sjá frumspekina í fyrirbærunum, það er, að vinsa hin erkitýpísku mynstur úr. Frumspekisinnar neituðu líka að leita í smiðju frumbyggja, þeirra menning væri frumstæð. í umdeildri bók heldur John Docker13 því fram að fylgismenn þessarar frum- spekistefnu hafi verið í lykilstöðum í ástr- alska skólakerfinu allt fram á níunda áratuginn að minnsta kosti og því verið nánast einráðir um hvaða verk hlutu náð fyrir augum ,,bókmenntastofnunarinnar“. Það skýrir kannski að hluta hvers vegna áströlsk bókmenntaverk máttu lengi vel liggja hjá garði. Það er ekki fyrr en á síðustu tveimur áratugum sem áströlsku- deildir fara að skjóta upp kollinum við ástralska háskóla. Fyrsta námskeiðið í áströlskum fræðum er talið hafa verið haldið við New South Wales háskólann 1960, en álitið er að Western Australian Institute of Technology (nú Curtin há- skóli) í Perth hafi orðið fyrstur skóla til að bjóða áströlsk fræði sem aðalgrein til B A- prófs, það var 1974. Athygli vekur að yngri skólar hafa verið í fararbroddi í þessum efnum.14 Rithöfundar landsins hafa ekki farið varhluta af allri þessari umræðu um þjóð- ernið. Þannig mátti Patrick White, eini Nóbelsverðlaunahafi Ástralíu (1973) til þessa, lengi vel sæta ásökunum um að TMM 1993:3 67
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.