Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Page 83

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Page 83
Það sem gerir márískar bókmenntir fyrst og fremst forvitnilegar og skemmtilegar af- lestrar er sambland goðsagnanna og lífs- reynslu sögupersónanna. Sögupersónumar rekja ættir sínar ýmist til fomra ætta, jafnvel alla leið til goðheima, eða gegna hlutverki í samspili goðheims og mannheims. Boð og bönn samfélagsins eru skilgreind og eiga lítið skylt við enskt réttarkerfí. Þó er stað- góð þekking á lögum landsins, menntakerf- inu, skipulagsmálunum o.þ.h., gjarnan ofin inn í skáldverkin. Máríar gleyptu við Biblíunni á sínum tíma og þegar frá leið varð til sérstök kirkju- deild innan Ensku biskupakirkjunnar, sem var sniðin að hugmyndum þeirra. Márískir höfundar hafa hiklaust tekið biblíusögumar inn í goðsagnaheim sinn. Pakehar eru oft kallaðir Egyptar og Faróar og Máríar em hiklaust kallaðir synir ísraels, eða guðs út- valda þjóð. Og þótt máttur Pakehans sé talsverður, alla vega á skipulagsstofnunum í stórborgum, þá kemst enginn Pakeha nærri neinum guðum eða vættum í landinu. Þannig hefst hin fyrsta „ónefnda" niður- læging Pakehanna, því á meðan hann er eingöngu jarðneskur, verða márískar sögu- persónur yfirleitt varar við samræmið milli þess einfalda og almenna annars vegar og hins óútskýranlega og dulmagnaða hins vegar. Því fer fjarri að Biblían eða England séu einráð í menningarupptöku Máría. Skír- skotanir til grískrar og rómverskrar goða- fræði og jafnvel ítalskar óperur, birtast í ,,endursögnum“ af atburðum á þessum Kyrrahafseyjum. í hrærustíl tilvitnananna í ýmist evrópska eða máríska menningu er hið hátíðlega aldrei aðskilið frá hinu hvers- dagslega, því að þrátt fyrir teikn, fyrirboða og tilvitnanir í aldagamlar hefðir, er talmál persónanna oft ákaflega hversdagslegt og líf þeirra er mjög ,,venjulegt“. Ytra borð sagnanna verður því mjög „blátt áfram“ þótt fjallað sé um sögusvið í tveimur eða fleiri víddum: Hinn efnislega heim þar sem lítil tengsl geta verið milli „venjulegs manns“ og köllunar til afreka nú á dögum. Hins huglæga sem alltaf eigi samleið með hinu efnislega, og hins undirfurðulega. Þannig má til dæmis lesa um Te Kooti, Máría sem var uppi á miðri síðustu öld, í skáldsögu sem skrifuð er af afkomanda hans: Hann óx til manns og bjó í landi Egypta með sínu fólki, en vissi ekki að hann var útvalinn. Svo hann vann fyrir Faró til lands og sveita. Hann var góður hestamaður og eins og Móses, var hann vel virtur. Vegna þess að hafið laðaði hann til sín varð hann farmaður á skonnortunni Henry og síðar skipstjóri á Rua Whetuki, sem var í eigu Máría. Og hann heimsótti höll Farós í Auckland og, eins og glataði sonurinn, féll í óguðlegan lifnað og synd. Og þegar hann sneri aftur til fólks síns í Turanganui bar hann ósiðina með sér í svo miklum mæli að 2 hans eigin ætt fór að snúast gegn honum. Skáldið sem þannig lýsir einum forfeðra sinna í ættarsögunni The Matriarch (Ætt- móðirin) er Witi Ihimaera. Hann er fæddur 1944 og því af þeirri kynslóð Máría sem mest varð firrt uppruna sínum. Hann lærði ekki að tala márísku sem barn, heldur brugðu foreldrar hans því máli einungis fyrir sig þegar þau vildu ræða mál sem börnin áttu ekki að skilja. Wita gekk vel í skóla, en þrátt fyrir að skólakerfið tæki við nokkrum efnilegum márískum unglingum voru þeir taldir ,,utangarðsfólk“ og þeirra biðu fá störf að námi loknu. Þegar Witi var TMM 1993:3 81
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.