Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Side 96
var alveg óhjákvæmilegt að loka búðinni og útvega nokkrar flöskur af
bjór.
Um það leyti sem fór að myrkva var allt endanlega umsamið.Indíán-
arnir borguðu átta milljónir bólivíana og tuttugu og fjórar flöskur af bjór.
Og þar sem eftirmiðdagurinn var brennandi heitur og sólríkur rann allur
bjórinn ljúflega niður. Meistari Melitón vildi engin skjöl undirrita.
Þeir héldu ákafir áfram að skrafa fram á nótt. Umræðuefnin sem
ánægður skraddarinn hafði á takteinunum voru óendanleg. Það hafði
einnig losnað um málbeinið á indíánunum, sem létu ekki sitt eftir liggja
en sögðu meistara Melitón frá því að peningunum hefði verið safnað í
gegnum samskiptanet þeirra eins og venja var þegar mikið lá við. Og til
þess að ekki yrði um að ræða nein vandræða eftirköst frá óánægðum
félagsmönnum höfðu þeir látið kjósa um málið á fulltrúafundi.
í skjóli nætur fluttu indíánarnir feng sinn í burtu, hálf slompaðir og
óséðir vegna þess að meistari Melitón og serafinn Gerania höfðu komið
þessu þannig fyrir. Þeir urðu að draga fallbyssuna hægt og bítandi á eftir
sér (því þeir gátu ekki lyft henni á bakið eins og kornabami, eins og þeir
hefðu helst viljað) í gegnum úthverfi bæjarins, alla leiðina að húsagarði
Héraðssamtaka smábænda, þar sem henni var komið fyrir og gætt
vandlega. Hjólin skildu eftir sig djúp för í moldarvegi bæjarins.
Þegar dreypifórnirnar höfðu verið færðar hófst hópganga mikils
fjölda smábænda af hásléttunni framhjá fallbyssunni og hélt áfram
dögum saman. Ungu mennirnir virtu vopnið fyrir sér í hljóðri aðdáun og
gömlu mennirnir með þöglum drunga. Leiðtogar þeirra bundu skyndi-
lega enda á hópgönguna af hræðslu við að stórlandeigendasamtökin og
fúllyndir fyrrverandi stórbændur kæmust á snoðir um fallbyssuna og
söfnuðu saman peningum og yrðu sér úti um aðra, jafn góða eða betri.
Það hefði þýtt endinn á hugmyndunum um frelsi og jafnrétti sem þeir ólu
í brjóstum sér.
Meistari Melitón afhenti bæjarstjóranum jakkafötin og eins og um
hafði verið samið greiddi Huallata Berríos reikninginn. ,,Það leikur
enginn vafi á því að hamingjan hefur verið mér hliðholl þessa síðustu
daga. Jafnvel hann Chullpa er búinn að borga mér ...“. Og heillastjömu
sinni til heiðurs skellti hann í sig nokkrum bjómm. Aðstoðarmaður hans
birtist nú með litlu indíánastelpuna sem hann hafði rænt (greyið var alveg
búin að vera), og þau voru bæði svo þyrst og hungruð að það gekk lygi
næst. Eftir að hann hafði gert illkvittnislegt grín að þeim svolitla smnd,
94
TMM 1993:3