Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Page 99

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Page 99
hreysi. Nóttin var dimm. Bæjarbúarnir í Punta Grande voru dauðskelk- aðir og létu hvergi sjá sig utan dyra. í þéttskipuðum hópum, sem skiptu hundruðum og þúsundum manna hver um sig, lögðu indíánamir til atlögu gegn vopnabúrinu með uppreisn- aröskrum og hrópum. Hermennirnir sem voru á verði gátu ekki komið í veg fyrir að allar hurðir væru brotnar upp og flýðu í ofboði. Forustu- kólfamir leituðu vandlega í hverju herberginu eftir öðm, og í öllum homum og skúmaskotum. Þeir fundu marga kassa sem þeir brutu í sundur. í þeim vom byssur og aðeins byssur, og fleiri byssur. Skotfæri og meiri skotfæri. Og alls konar smáhlutir. Og fallbyssukúlurnar? Af þeim sást hvorki tangur né tetur. Leitin var því jafn gagnslaus og hún var gagnger. Undirhéraðsstjórinn, í fylgd bæjarstjórans sem skartaði nýju drapplit- uðu jakkafötunum sínum, saumuðum í ,,Glæsileika“, klæðskeravinnu- stofu bæjarins, sendi skeyti til La Paz til þess að láta vita um það sem var að gerast í Achacachi. Vopnuð lögregla og starfsmenn Pólitíska eftirlitsins komu daginn eftir, síðdegis, á japönskum jeppum og norðuramerískum vömbílum, seinir af því að þeir höfðu gert þau mistök að fara hina leyndardómsfullu leið um Calamarca til Oruro. Þegar friðarsveitin kom var allt um garð gengið. Undir hinu mikilfenglega minnismerki um Marskálkinn frá Zepita komust þeir að þeirri niðurstöðu að engin merki sæjust um óeirðir né uppreisn indíánanna. Indíánamir úti í sveitunum gengu á eftir eykum sínum og opnuðu plógför í jörðina til að sá í, eða gerðu litlar holur fyrir konur sínar til að kasta í kartöflum og oca útsæði... Eftir að hafa gert ítarlega vettvangsrannsókn gat lögreglan með engu móti gert sér grein fyrir af hverju vopnunum hafði ekki verið stolið eftir árásina á vopnabúrið. Uppreisnarmennirnir höfðu látið sér lítið um þau finnast og jafnvel sniðgengið þau alveg. Allir kassamir vom brotnir mélinu smærra, en það var ekki það sama að segja um vopnin, þau vom í fínu lagi. Forustumenn Smábændasamtakanna vom handteknir og Pólitíska eftirlitið þurfti ekki einu sinni að hafa fyrir því að pynta þá til frásagnar. Sorgmæddir eins og lúbarðir hundar játuðu þeir alveg af sjálfsdáðum, þótt ótrúlegt megi virðast, að ástæðumar fyrir skemmdarverkunum ættu rætur sínar að rekja til þess að þeir hefðu keypt fallbyssuna, fyrir átta milljónir bólivíana og tuttugu og fjórar flöskur af bjór, og til eigingimi Byltingarríkisstjórnarinnar að vilja ekki hjálpa þeim með kúlur .. . TMM 1993:3 97
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.