Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Qupperneq 108

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Qupperneq 108
Halldórskirkju, sem var fyrsta lútherska dóm- kirkjan á staðnum. Síðari breytinguna skýrir höfundur með því, að kirkja í Skálholti var nú ekki lengur dóm- kirkja heldur sóknarkirkja. Sú skýring hefur án efað mikið til síns máls. I Skálholti var nú heldur enginn skóli. Því var óþarft að taka tillit til bænahalds skólasveina í kirkjunni og setu þeirra í kór undir guðsþjónustum. I þessu tilviki hafa fjárhagslegar forsendur án efa einnig kom- ið til, þar sem Valgerður biskupsekkja varð nú að láta reisa kirkjuna á eigin reikning án stuðn- ings af biskupsstóli og tekjum hans. Enn koma þó að líkindum til guðfræðilegar skýringar. Upplýsingartíminn var nú genginn í garð með róttækri einföldun á helgisiðum og raunsærri gagnrýni á fomum kirkjulegum hefðum. Val- gerður var úr innsta kjarna þess hóps, er mótað- ist af upplýsingunni. Sá skilningur á kirkjulegu lífi, sem upplýsingunni fylgdi, hlaut því að móta kirkju þá, sem Valgerður lét reisa og hafa í för með sér smækkun og einföldun. Kirkjan skyldi nú aðeins fullnægja raunverulegum þörfum safnaðarins fyrir guðsþjónustuhús. Það skyldi vera einfalt og „praktískt" eins og sú guðsþjón- usta, er þar færi ifam. Á hinn bóginn var Val- gerður „aristókrat" og hafði náð í skottið á fornri frægð Skálholtsstaðar verandi síðasta biskupsfrúin á þeim stað. Það olli því, að auð- vitað hlaut hún að reisa eina af stærstu sóknar- kirkjum landsins. Á þetta er drepið hér til að minna á, að sögu- legar skýringar eru sjaldan einfaldar eða tæm- andi og í kirkjusögu verður oftast að taka guðfræðina með í reikninginn, eigi að skýra þróunina til hlýtar. Kirkjuleg „fornhúsafræði" verður heldur ekki stunduð án tengsla við guð- fræðina. Ef til vill skortir nokkuð á þau tengsl í því annars merka riti, sem nú liggur fyrir um kirkjur í Skálholti. Þriðja bindi bókaflokksins, Skálholt; Skrúði og áhöld, myndar fagurt framhald af öðm bind- inu og færir lesendur nær því lífi, sem lifað var innan veggja þeirra kirkna, sem þar var sagt frá, en í bindinu segir frá búnaði þeim, sem fylgdi kirkjum í Skálholti og notaður var við guðs- þjónustugerð og annað helgihald. Þar sem efni það, sem ijallað er um í þriðja bindinu, er mikið að vöxtum og heimildir um það ólíkar að eðli, er ef til vill ekki að undra, þó ritstjóra hafi verið viss vandi á höndum við að koma böndum á það á skilmerkilegan hátt. End- urspeglast þessi vandi að hluta til í kaflaheitum bókarinnar. Þegar augum er rennt yfir efnisyfir- lit hennar blasa við fyrirsagnir, sem greina sig lítt hver ífá annari og skýra vart á fullnægjandi hátt um hvað er fjallað í hverjum kafla. Eins og í öðru bindi ríðurhér mikið á, að vísað sé skilmerkilega til þess mikla grúa heimilda og hjálpargagna, sem byggt er á. Svipaður háttur er hafður á í þessu atriði og í öðru bindi og vísast til athugasemdar þar að lútandi hér að framan. Það er hins vegar augljós framför, að þriðja bindinu er fylgt úr hlaði með yfirlitskafla af svipuðu tagi og lýst var eftir varðandi annað bindið. Er hér átt við ágripið um skrúðasögu og áhalda. Sá kafli mun eflaust auðvelda mörgum, sem lítt eru kunnir messuskrúða og kirkjugrip- um, að fóta sig í ritinu í heild. Segja má, að þriðja bindið sé að nokkru leyti gagnabanki um skrúða og áhöld líkt og annað bindið um kirkjur í Skálholti. Þar er bæði birt mikið heimildaefni og fjallað um varðveitta gripi í máli og myndum. Ljóst er, að bæði þessi bindi munu verða fjölmörgum fræðimönnum á sviði kirkjusögu, menningarsögu, listasögu og á fjölmörgum öðrum fræðasviðum mikill brunnur að ausa af við frekari rannsóknir á komandi árum. Er þar bæði átt við texta bókanna og það ríkulega myndefni, sem þær eru búnar. Virðast þær og um margt lykill að hinum kirkjulega hluta Þjóðminjasafns, sem aðeins er að hluta til sýnilegur almenningi. Hönnun, útlit og frágangur bókanna þriggja er til mikillar fyrirmyndar og má segja, að það sé samfelld nautn að blaða í þeim nær hvar sem gripið er niður. Hljóta menn að fagna, að hafin sé útgáfa á svo glæsilegum bókaflokki og bíða með spenningi eftir komandi bindum um Skál- holtsstað og síðan hvem sögufrægan staðinn af öðmm. Það er hins vegar mikið lýti, að útgáfa bóka- flokksins um Skálholt virðist í heild ekki hafa hvílt á nákvæmri eða raunhæfri áætlun, þegar honum var hleypt af stokkunum. I formála fyrsta bindis segir, að ákveðið hafi verið að skipta verkinu um Skálholt í tvö bindi. Við útkomu annars bindis höfðu áformin hins vegar 106 TMM 1993:3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.