Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Blaðsíða 38
Bergljót S. Kristjánsdóttir
Að skemmta fólki
í tilefni af stflverðlaunum Þórbergs Þórðarsonar 30. mars 1994
„Ég hef gaman af að skemmta fólki og gaman af að fólk skemmti
mér. Það er alveg jafnnauðsynlegt að skemmta fólki eins og að flytja
því fræðslu eða uppbyggja það í móral. Að skemmta fólki er að
glæða hjá því listhneigð. Án listgáfu er ekki hægt að yrkja fagurt
kvæði, reisa fagurt hús, skapa fagurt fjall. Ef guð hefði ekki listgáfu
með stærðfræðigáfunni, væri enginn fífili til.“
Þannig komst Þórbergur Þórðarson að orði árið 1950. Hann var að lýsa
einkennum Bréfs til Láru og hélt því fram að í bókinni væru tveir rauðir
þræðir, annar skemmtun, hinn fræðsla. Orð hans verða áleitin í dag, þegar
stílverðlaunin sem við hann eru kennd, skulu afhent þriðja sinni. Þau hlýtur
nú Þorsteinn Gylfason, prófessor, fýrir skrif sín um fræðileg efni. Þorsteinn
hefur samið bækur, ritgerðir og greinar um heimspeki—eða hugsunarfræði
eins og hann vill kalla það; hann hefur staðið fyrir útgáfu lærdómsrita og þá
stundum fylgt þeim úr hlaði með formála; hann hefur einnig haldið fyrir-
lestra um heimspekileg efni hjá félögum víða um land. Það hefur með öðrum
orðum ekki staðið á honum að fræða íslendinga, það er meira að segja ekki
laust við að hann hafi reynt að uppbyggja þá í móral á stundum. Fyrir það
eitt og sér hlýtur hann þó engin verðlaun hér í dag, heldur fyrir hitt hvernig
honum hefur tekist að fella saman hugsun sína og mál á þann veg að fólk
hefur einatt skemmt sér við fræðslu hans.
Sjálfur hefur Þorsteinn löngum varað menn við því sem hann kallar
„skilgreiningarveikina“ og telur þörf á að sporna við með bólusetningum.
Af virðingu við hann verður því ekki gerð tilraun til að „skilgreina" stíl hans
hér nákvæmlega en látið nægja að tæpa á fáeinum atriðum sem virðast
einkenna skrif hans.
Tungumálið hefur verið eitt helsta viðfangsefni Þorsteins í hugsunarfr æð-
um. Hann hefur jafnan talið að gera ætti sem minnstan greinarmun á
vísindamáli og daglegri ræðu enda væri þetta tvennt sprottið úr sama
jarðvegi, þ.e.a.s. hversdagslífi manna. Þessi skoðun hans markar sennilega
fremur en annað stíl hans. Það er til dæmis sama fyrir hvern hann skrifar,
hann talar alltaf við lesendur sína og áheyrendur eins og þeir séu vitsmuna-
36
TMM 1994:2