Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Side 38

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Side 38
Bergljót S. Kristjánsdóttir Að skemmta fólki í tilefni af stflverðlaunum Þórbergs Þórðarsonar 30. mars 1994 „Ég hef gaman af að skemmta fólki og gaman af að fólk skemmti mér. Það er alveg jafnnauðsynlegt að skemmta fólki eins og að flytja því fræðslu eða uppbyggja það í móral. Að skemmta fólki er að glæða hjá því listhneigð. Án listgáfu er ekki hægt að yrkja fagurt kvæði, reisa fagurt hús, skapa fagurt fjall. Ef guð hefði ekki listgáfu með stærðfræðigáfunni, væri enginn fífili til.“ Þannig komst Þórbergur Þórðarson að orði árið 1950. Hann var að lýsa einkennum Bréfs til Láru og hélt því fram að í bókinni væru tveir rauðir þræðir, annar skemmtun, hinn fræðsla. Orð hans verða áleitin í dag, þegar stílverðlaunin sem við hann eru kennd, skulu afhent þriðja sinni. Þau hlýtur nú Þorsteinn Gylfason, prófessor, fýrir skrif sín um fræðileg efni. Þorsteinn hefur samið bækur, ritgerðir og greinar um heimspeki—eða hugsunarfræði eins og hann vill kalla það; hann hefur staðið fyrir útgáfu lærdómsrita og þá stundum fylgt þeim úr hlaði með formála; hann hefur einnig haldið fyrir- lestra um heimspekileg efni hjá félögum víða um land. Það hefur með öðrum orðum ekki staðið á honum að fræða íslendinga, það er meira að segja ekki laust við að hann hafi reynt að uppbyggja þá í móral á stundum. Fyrir það eitt og sér hlýtur hann þó engin verðlaun hér í dag, heldur fyrir hitt hvernig honum hefur tekist að fella saman hugsun sína og mál á þann veg að fólk hefur einatt skemmt sér við fræðslu hans. Sjálfur hefur Þorsteinn löngum varað menn við því sem hann kallar „skilgreiningarveikina“ og telur þörf á að sporna við með bólusetningum. Af virðingu við hann verður því ekki gerð tilraun til að „skilgreina" stíl hans hér nákvæmlega en látið nægja að tæpa á fáeinum atriðum sem virðast einkenna skrif hans. Tungumálið hefur verið eitt helsta viðfangsefni Þorsteins í hugsunarfr æð- um. Hann hefur jafnan talið að gera ætti sem minnstan greinarmun á vísindamáli og daglegri ræðu enda væri þetta tvennt sprottið úr sama jarðvegi, þ.e.a.s. hversdagslífi manna. Þessi skoðun hans markar sennilega fremur en annað stíl hans. Það er til dæmis sama fyrir hvern hann skrifar, hann talar alltaf við lesendur sína og áheyrendur eins og þeir séu vitsmuna- 36 TMM 1994:2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.