Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Síða 109

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Síða 109
séu í raun ádeilusögur — hvað þá? Þar verður fyrst fyrir athugun á því hvað ádeilan stendur fyrir, hvaða „pró- gramm“ það er sem höfundur hefiir á takteinunum og notar til að deila á sam- félag og einstakling. Við sjáum brátt að í gegnum sögurnar liggur skýr hug- myndaþráður og hann dúkkar upp þeg- ar í fyrstu sögu bókarinnar: „Sjálf- virkinn". Þar er lýst manni sem er fastur í sjálfvirkni lífsins, það eru engin skil á milli lífs hans og dauða. Hann er aðeins peningavél í augum konu sinnar og dóttur og yfirmenn hans í fyrirtækinu ráða yfir honum eins og þræl. Hámarki hlutgervingarinnar er náð þegar hann, fyrir tóm mistök, lendir í því að hengja sig og dóttir hans sem er listamaður býr til úr honum listaverk: „Annars sef ég vært nema þegar dóttir mín, sem er myndlistarmaður, er að útvega sér sýn- ingu í herberginu við hliðina með því að láta réttu mennina emja og stynja í takt.“ (bls.ll). Hvað segir þessi saga okkur? Það er dregið snyrtilega saman í loka- setningunni: „Það er nákvæmlega eng- inn munur á lífi og dauða“ (bls. 22). Hinar sögurnar leggja síðan áherslu á það sama: að samfélag mannanna sé innihaldslaust og kalt, að tilvera manns- ins sé innihaldslaus og köld. í sögunni „Aðeins þögnin segir satt“ er sagt ffá manni sem er kominn að núllpunkti verunnar: „Ég starfa aðeins. Ég er löng- unarlaus, viljalaus og stundum er ég hugsanalaus. Það skiptir mig engu máli hvort ég dey í dag eða á morgun“ (31). í sögunni „Lífi“ er sagt ffá hjónum sem ákveða að drepa son sinn því að bók- haldið stendur svo illa eftir að þau hafa reynt að laga það með því að drepa hundinn og láta eyða fóstri. í sögunni „það rennur“ er sagt ffá flæði allra hluta, hvernig líf rennur inn í dauða og hvernig dauðinn flæðir út úr lífinu handan við allt mannlegt siðgæði. Og í „Gamansemi guðanna“ er enn sagt frá tilgangsleysi handanheimsins, tilgangsleysi lífsins sem er bara brandari og hahahaha og þannig lýkur smásagnasafninu: „Heim- urinn er endaleysa spaugsins. Mann- fólkinu öllu mun mæta kaldur steinninn og ber naglinn sem bendir eins og vísi- fingur á gömlu konuna á meðan henni verður staðreyndin ljós og getur ekki annað en hlegið. Hlæjum, við sem erum í þessum tilgangslausa heimi á ferð um algleymið, týndir í tímanum, guðum gleymdir, brandari sem verður aldrei vitjað á ný“ (bls. 56). Það ætti því ekki að fara ffamhjá neinum að hér er vissulega „prógramm“ á ferðinni. Hrun allra gilda skilur eftir kaldranalegt landslag þar sem veikgeðja einstaklingar verða undir grimmum meðbræðrum sínum, þar sem inni- haldsleysi hins daglega lífs og allra at- hafha býður ekki öðru heim en voninni um að geta fallið niður úr öllum þessum óþarfa og horfið inn í sjálfa raunveruna, flætt eins og vökvi út í náttúruna, vit- undarlaus. En á hvað er þá verið að deila? Þegar þessar sögur eru lesnar sést að þær eru ekki endilega að deila á sam- félagið og þær eru eiginlega ekki heldur að hrista lesendur til meðvitundar í því skyni að fá þá til að sjá hvernig öllu er komið. Þær eru skrifaðar í umhverfi þar sem þessir hlutir eru þegar viðteknir, kannski ekki sjálfsagðir, en að minnsta kosti vel kunnir lesendum og því verður ljóst að ádeiluhugtakið á alls ekkert við hérna. Höfundur hefur stefnu sem hann leggur til grundvallar heimssýn sagn- anna og grimmu tungumálinu. Fárán- leiki aðstæðnanna og tómhyggjutalið virkar án efa við fyrstu sýn eins og eigi að fara að gagnrýna eitthvað, en þegar sögurnar eru athugaðar nánar sést að þær eru aðeins að staðfesta gildishrunið, afleiðingar þess eru allt að því sjálfsagð- ar. Fyrir vikið er eins og höfundur telji TMM 1994:2 107
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.