Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Blaðsíða 54

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Blaðsíða 54
fornaldar. „Lestu þessa kalla nokkurn tíma?“ spyr hann. Powys lítur forviða á hann og svarar: „Hvernig spyrðu Henry minn, ég les þá á hverju ári!“ Hafi álit „þekktra stærða“ í bókmenntunum eitthvað að segja gagnvart Powys, þá mætti taka fram að meðal þeirra sem hafa talið hann til höfuð- snillinga tuttugustu aldar, er að finna höfunda á borð við Hermann Broch, Thomas Mann, Hermann Hesse, Simone de Beauvoir, Peter Handke, Iris Murdoch og Elías Canetti, auk þeirra sem áður eru nefndir. Það var eitt haustkvöld nokkrum árum eftir lát John Cowper Powys (hann lést 1963, á 92. aldursári) að Phyllis ekkja hans var að dútla í eldhúsinu hjá sér og í rökkrinu úti við hliðið grillir hún í lágvaxinn gráhærðan mann sem tekur hikandi í hliðlokuna en snýr frá, kemur svo aftur og gengur heim að húsi og ber að dyrum. Phyllis opnar fyrir honum og hann spyr næstum feimnislega hvort þetta sé ekki húsið sem John Cowper Powys hafi búið og starfað í undir lok ævinnar. Hún segir það vera. Þá kynnir hann sig, segist heita Elías Canetti og hingað hafi hann lengi ætlað að koma. Phyllis bauð honum inn í tesopa, þar sátu þau lengi kvölds á tali, og hún gat sagt honum til gleði að aðdáunin hefði verið gagnkvæm, því Powys hefði álitið Die Blendung eina merkustu skáldsögu aldarinnar. Þegar litið er yfir feril John Cowper Powys sýnist varla einleikið hve vítt og breitt hann fer um margþætta heima mannlegrar þekkingar, nánast jafn auðveldlega og grænlenskur særingamaður um andaheima, og hvernig hann nær að þenja huga sinn einsog lílcnarbelg milli andstæðra póla í tilfinningum og vitund manneskjunnar í skáldverkum sínum, spanna allar þær dularfullu mótsagnir sem búa í manninum og allir vita af en aðeins fáir útvaldir ná að varpa ljósi á. Sérhver höfundur reynir þetta auðvitað, en þanþol manna er mismunandi, og sömuleiðis þrek og kjarkur til að læra að þekkja allt í sjálfúm sér og öðrum. Kínversk heimspeki forn var John Cowper mjög hugleikán, sér í lagi hugmyndir taóistans Kwang-Tse (annar ritháttur Zhuang-Zi, valdir kaflar úr ritum hans eru til á íslensku undir heitinu Vegurinn ogDygðin), sem leggur áherslu á heild og jafngildi alls lífkerfisins og tilverunnar, og í samræmi við það var John Cowper vökull gagnvart umhverfisvernd löngu áður en hún varð tískuefni, sömuleiðis var hann baráttumaður fyrir jafnrétti kynjanna (um skeið skrifaðist hann á við valkyrjuna Emmu Goldman, sem var kannski ekki dæmigerður pennavinur miðaldra karlmanns í þá daga!) og allra kyn- þátta, frjálsræði allra manna, og lét ekki sitja við orðin tóm. Og hann lét ekki staðar numið við mennina; eftir því sem árin færðust yfír hann barðist hann af síauknum þunga gegn vísindalegum tilraunum á dýrum, og hafði raunar margt að athuga við siðferði vísindanna, honum þótti þau í mörgum grein- um tvöföld í roðinu, og oft yrði sönn mennska að lúta í lægra haldi. Það var 52 TMM 1994:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.