Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Blaðsíða 102
rithöfundur (dæmin sem ég tók áðan voru af Frökkum sem nutu vinsælda
fyrir bókmenntaverk fremur en fyrir heimspekiskrif) í þágu pólitísks mál-
staðar, réttar og stundum einhvers handan réttarins, þ.e. réttláts málstaðar.
Ég segi ekki að Hugo eða Sartre hafi aldrei efast um þetta sérstaka form
íhlutunar menntamannsins, eða reynt að breyta því. Ég er aðeins að segja að
í þeirra augum var það hvorki stöðugt né aðkallandi viðfangsefni. Þeir voru
ekki sömu skoðunar og Walter Benjamin, sem taldi að fyrst og fremst ætti
að greina kerfið og breyta því, en ekki einvörðungu að gefa því innihald,
hversu byltingarkennt sem það annars kynni að vera. Kerfið sem um ræðir
er ekki aðeins valdastofnanir tækni eða stjórnmála, það hvernig útgefendur
eða fjölmiðlar tileinka sér hlutina, uppbygging hins opinbera vettvangs (þ.e.
ætlaðir viðtakendur málflutningsins eða þeir sem okkur er sagt að séu það).
Það er einnig ákveðin rökfræði, málskrúðsffæði, reynsla af tungumálinu, öll
sú setmyndun sem tungumálið byggir á. Að spyrja sig þess konar spurninga,
og jafnvel spurninga um þær spurningar sem þröngvað er upp á okkur eða
okkur er kennt að séu hinar „réttu“ spurningar, að spyrja sig jafnvel um
spurningar-formið í gagnrýninni, að láta sér ekki nægja að spyrja sig heldur
að hugsa hvað það sé þetta veð sem spurningin leggur sig að, er ef til vill sú
ábyrgð sem kemur á undan þeirri að láta til sín taka opinberlega. Ef til vill
er þetta skilyrðið fyrir því að það sé hægt. Þetta dugir ekki eitt og sér en það
hefur heldur aldrei komið í veg fyrir að menn tækju afstöðu.
— Ef þú leyfir, vildum við gjarnan spyrja þig um ögn persónulegra málefni.
Það er eitthvað sem er að koma aftur, í vissum heimshluta, meðal annars inn í
umræðuna íAlsír. Það erákveðinn málflutningur um Alsírsem haldið erá lofti
afsumum stjórnmálamönnum, jafnvel menntamönnum, semsegjaaðAlsírhafi
aldrei verið til sem þjóðríki, öfugt við Marokkó eða Túnis, og að þetta skýri
ólguna í landinu. Það vanti eitthvað íþetta land. Hvað sýnistþér um það sem
er aðgerast, burtséðfrá tilfinningahliðinni?
J.D.: Þið segið að þetta sé persónuleg spurning. Ég ætla mér ekki þá dul að
bera þjáningar mínar eða þær áhyggjur sem ég kann að hafa saman við þær
sem nú eru hlutskipti svo margra Alsírbúa, bæði í Alsír og hér í Frakklandi.
Ég veit ekki hvað gæti veitt mér rétt til að segja að Alsír sé ennþá land mitt.
Leyfið mér þó að minna ykkur á að ég yfirgaf ekki alsírska grund fyrstu nítján
ár ævinnar. Ég hef farið þangað reglulega síðan, og eitthvað í mér hefur aldrei
farið þaðan. Það er rétt að einingu Alsírs virðist ógnað í dag. Landið rambar
á barmi borgarastyrjaldar. Það hefur tekið fjölmiðla í Frakklandi langan tíma
að átta sig á því sem hefur verið að gerast í mörg ár, undirbúningur valdatöku,
morðin, andspyrnuhreyfmgin, og svar valdhafanna sem er enn meiri vald-
beiting, pyntingar, fangabúðir. Eins og ávallt í harmleikjum, er sökina ekki
að finna hjá einhverjum einum aðila: FIS (Islamska frelsishreyfingin) og
ríkisvaldið gætu ekki í senn barist og styrkt hvort annað í hinu sígilda
100
TMM 1994:2