Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Qupperneq 50

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Qupperneq 50
merkingu mætti segja að skáldsögur hans séu „sálfræðilegar“ í hæsta máta. En það er sálffæði sem rís á reynslu höfundar sem einstaklings, ekki utan- aðkonrandi kenningunr. John Cowper Powys fæddist í Dorset á Suður-Englandi árið 1872. Faðir hans var prestur af gamla skólanum, en samtímis mikill áhugamaður um náttúrufræði, og hugðarefni hans höfðu áreiðanlega sín áhrif á soninn þegar í upphafi. Hann varð að vísu ekki trúmaður í hefðbundnum skilningi, en í verkum sínum átti hann eftir að koma ffam á sjónarsviðið með náttúru- skynjun sem á sér ekki sinn líka. Og lengi býr að fyrstu gerð; það lá um síðir fyrir honum að gerast fyrirlesari í Bandaríkjunum um áratuga skeið, og þar stóð hann við sitt púlt einsog predikunarstóll væri, flutti fagnaðarerindi bókmennta og lista og hélt mörgum þúsundum manna af öllum stéttum hugföngnum, oft klukkutímum saman svo heyra mátti saumnálina góðu detta. Einhvern tíma í kringum 1920 varð Henry Miller reikað inn á einn slíkan fyrirlestur, og upp ffá því voru meistarar hans tveir: Knut Hamsun og John Cowper Powys. Hann sótti flesta fyrirlestra hans, las allt sem hann komst yfir eftir hann, og síðar, þegar John Cowper var fluttur til Norður- Wales, tóku þeir upp bréfasamband og Miller fór að minnsta kosti eina ferð yfir hafið gagngert til að heimsækja gamla manninn. Bréf Powys til Millers hafa síðan verið gefin út á bók. Powys var reyndar mjög afkastamikill bréfritari, og munu liggja eftir hann um 30.000 bréf í öllum heimshornum. Fjölskyldu Powysanna hefur verið líkt við Bronté-fjölskylduna; faðirinn klerkur og börnin öll að mála eða skrifa. En Powys-systkinin voru fleiri, 10 talsins, og samanlagður fjöldi bóka orðinn eitthvað á þriðja hundrað, þar af um 60 eftir John Cowper. Fyrrgreindir þrír bræður hafa staðið upp úr hópnum, stundum uppnefndir „Bronté-systur í buxum“. Ekki verður sagt að John Cowper hafi verið bráðþroska sem skáld, rétt fyrir aldamótin gaf hann út tvær litlar ljóðabækur sem þóttu ekki neitt sérstaklega lofandi. Þegar ffam liðu stundir náði hann að vísu sérstæðum tökum á ljóðforminu, en þó hentaði það skapgerð hans aldrei eins vel og óbundið mál. 1902 skrifaði hann stóra bók um John Keats, en hún var aldrei prentuð því handritið týndist hjá útgefanda og hefur aldrei sést síðan, afrit hafði ekki verið tekið. Fyrstu skáldsögur hans, útgefnar á árunum 1915-25, eru á margan hátt misheppnaðar sem listaverk, þó þær vísi til þeirrar mögnuðu lífheildar sem birtist í fullu veldi í síðari ritum hans. Þau verk sem halda nafni hans á lofti, hjá þeim sem þekkja til hans á annað borð, eru ekki færð í letur fyrr en hann er kominn um sextugt. Fyrsta bókin í flokki sem nefndur hefur verið „Dorset-fjórleikurinn“, er útgefin árið 1929 og heitir WolfSolente ftir aðalsöguhetjunni. Nefndur Wolf Solent ber reyndar eins og flestar aðalpersónur í bókum Powys, sterkan keim af höfundinum 48 TMM 1994:2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.