Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Síða 117

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Síða 117
um. í því sambandi er rétt að benda á að við samanburð hagvaxtar á milli tíma- bila og landa er eðlilegra að miða við landsframleiðslu eða þjóðartekjur á mann en landsframleiðsluna sem slíka. Þannig skýrist örari hagvöxtur hér á landi frá 1901 og fram að seinni heims- styrjöld en í Danmörku, Bredandi og Svíþjóð (mynd 6 á bls. 31) m.a. af því að fólksfjölgun var meiri.(Einnig má benda á að þegar langt tímabil er tekið getur þróunin stundum orðið óskýr á mynd- um. Þannig engin leið að sjá „glöggt“ hvernig hagvöxtur í OECD-ríkjunum minnkar eftir 1973 (mynd 9, bls. 47), þrátt fyrir að það sé fullyrt í texta.) Sigurður byggir umfjöllun sína um hagþróun á fýrri hluta þessarar aldar að verulegu leyti á áædunum Torfa Ás- geirssonar um þjóðarframleiðslu á ár- unum 1901-1945.1 Nauðsynlegt hefði verið að gera meiri fýrirvara við þessar áætlanir og þær ályktanir sem af þeim eru dregnar. Færa má sterk rök að því að áætlanir Torfa vanmeti sveiflur í þjóðar- framleiðslu á tímabilinu og ofmeti jafn- vel einnig hagvöxt tímabilsins. Vanmat á sveiflum stafar af því að áætlun Torfa byggir á því að gefa sér fasta 2% fram- leiðniaukningu í öðrum greinum en sjávarútvegi á tímabilinu og áætla síðan framleiðslumagn í þessum greinum á grundvefli áætlaðrar hlutdeildar þeirra í heildarmannfjölda. Þannig er litið fram- hjá atvinnuleysi og sveiflum í vinnuafls- notkun, auk þess sem tölur um mannfjölda eru stopular og því þarf að tengja línulega á milli mælinganna. Þetta felur í sér að áætíanir Torfa eru nær því að mæla framleiðslugetu en raun- verulega ffamleiðslu. Hugsanlegt ofmat hagvaxtar kann að liggja í því að horff er á framleiðslumagn í greinunum en ekki vinnsluvirði (ffamleiðslumagn að frá- dregnum aðföngum öðrum en vinnu- afli og fjármagni), þar sem ekki eru tiltæk gögn um hið síðarnefnda. Þrátt fyrir þessa galla er framlag Torfa mikils- vert, en vinna þyrfti betur úr gögnum hans og tengja öðrum, m.a. með töl- fræðilegum aðferðum, áður en hægt verður að draga af þeim mjög afgerandi ályktanir um hagsveiflur á fyrrihluta aldarinnar og bera saman við önnur lönd. Þannig gætu fullyrðingar um að þróunin hafi verið hagstæðari hér en víða annars staðar í heimskreppunni (t.d. bls. 39) að hluta byggst á mæli- skekkjum. Sigurður fjallar nokkuð um hag- sveiflur á eftirstríðsárunum. Sú aðferð sem hann notar til að mæla góðæri og efnahagslægðir annars vegar og upp- sveiflur og niðursveiflur hins vegar, er vafasöm. Hún felst í að mæla frávik landsframleiðslu frá leitnilínu jafns hag- vaxtar alls tímabilsins 1945-1992. Góð- æri eru tímabil sem liggja yfir línunni en efnahagslægð liggur undir. Uppsveifla er tímabil þar sem landsframleiðsla vex hraðar en meðaltal tímabilsins og nið- ursveifla er tímabil þar sem landsff am- leiðslan vex hægar. Mjög hæpið er að gera ráð fyrir jöfnum vexti framleiðslu- getu allt tímabilið, eins og aðferðin felur í sér. Mun líklegra er að vöxtur ffarn- leiðslugetu sé breytilegur og því eigi að nota tölfræðilegar aðferðir sem ráða við það. Samkvæmt aðferð Sigurðar virðist árið 1987 ekki hafa verið ofþensluár. Hann fær einnig þá niðurstöðu að tíma- bilið frá 1989 hafi verið kröftugt niður- sveiflutímabil. Þessar niðurstöður byggja hins vegar alfarið á þeirri vafasömu aðferð sem notuð er, en hún leiðir t.d. til þeirrar sérkennilegu niður- stöðu að árið 1976 hafi verið niður- sveifluár, jafnvel þótt þjóðartekjur á mann hafi vaxið um nærri 7%, og að árið 1988 hafi verið uppsveifluár, þó bæði landsframleiðsla og þjóðartekjur hafi minnkað. TMM 1994:2 115
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.