Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Blaðsíða 88

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Blaðsíða 88
myndi jafnvel segja: þvert á móti!), og án þess að vera á móti Gyðingum eða síonisma. Ég gæti gengið enn lengra með annarri tilgátu: að hafa áhyggjur af því hvernig stofnun þessa ríkis bar að sögulega, af þeim aðstæðum sem gerðu hana mögulega og af því sem á eftir kom, þarf ekki að hafa í för með sér nokkur svik við Gyðingsdóminn, jafnvel þegar Gyðingar sjálfir, jafnvel Gyðingar sem eru hlynntir síonisma, spyrja sig þessara spurninga. Það að vera á móti Ísraelsríki eða á móti stefnuþess íreyndþarf hvorki nauðsynlega að hafa í för með sér Gyðingahatur, né and-síonisma, né einu sinni endur- skoðunarstefnu, í þeirri merkingu sem ég notaði orðið í rétt áðan. Nefna mætti veigamikil dæmi um slíka afstöðu (t.d. Buber, svo dæmi sé tekið úr fortíðinni). En svo við höldum okkur við prinsíp og almenn atriði, haldið þið ekki að það sé skylda okkur í dag að tala gegn því að öllu sé ruglað saman og að verjast þessum ruglingi frá báðum hliðuml Annars vegarhöfum við þjóðern- issinnaðan rugling þeirra sem eru að færast af vinstri yfir á hægri væng stjórnmála, af því þeir rugla öllum áætlunum sem hægt er að gera um Evrópu saman við stefnuna sem rekin er í dag, og einnig andgyðinglegan rugling þeirra sem sjá ekki muninn á gagnrýni á ísraelska ríkið og and-ísraelisma, eða and-síonisma, eða Gyðingahatri, eða endurskoðunarstefnu, o.s.frv. Hér eru taldir upp að minnsta kosti fimm möguleikar sem verður að halda algerlega aðgreindum. Þetta merkingarrek er því alvarlegra, frá pólítísku, vitsmunalegu, heimspekilegu sjónarmiði að það ógnar frá báðum hliðum, ef svo má segja, jafn mikið þeim sem láta undan því og þeim sem hins vegar veitast að því með því að tileinka sér þankagang sem er bein andhverfa þess sem hinir hafa tileinkað sér. Rétt eins og það væri ekki hægt að gera eitt án þess að gera hitt, til dæmis að vera á móti þeirri stefnu sem nú er fylgt við sameiningu Evrópu án þess að vera í grundvallaratriðum and-Evrópusinni. Eða eins og maður gæti ekki spurt sig spurninga um Ísraelsríki, framkomu þess í fortíð og nútíð, jafnvel um aðdragandann að stofhun þess og það sem gæti hafa fylgt í kjölfarið í hálfa öld, án þess að vera Gyðingahatari eða and-síonisti eða endurskoðunar- og afneitunarsinni, o.s.frv. Þessi samhverfa speglun þeirra sem eru andstæðingar verður til þess að forheimskandi ruglingur tengist hryðjuverkastarfsemi. Það þarf harðfylgi og hugrekki til að berjast gegn duldum herbrögðum (dyljandi, dulrænum) ruglingsins. Eina ábyrga svarið við þessari tvöföldu ógn er að gefast aldrei upp á því að skilja að og greina í sundur. Ég mundi segja: að gefast aldrei upp á Upplýsingu þeirra, þ.e. á því að slíkt fari fram opinberlega (og það er ekki eins auðvelt og ætla mætti). Þessi andspyrna er ennþá brýnni vegna þess að gagnrýnin endurskoðun á sögu þessarar aldar er nú að fara í gegnum hættulegt ókyrrð- artímabil. Það er orðið nauðsynlegt að lesa upp á nýtt, túlka aftur, grafa upp gömul skjöl, skipta um sjónarhorn o.s.frv. Hvernig fer ef öll pólítísk gagnrýni og öll ný túlkun á sögunni verður sjálfkrafa tengd endurskoðunar- og afneitunarstefnunni? Eða ef hver sá sem spyr um fortíðina, eða með almenn- 86 TMM 1994:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.