Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Blaðsíða 86

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Blaðsíða 86
alltaf erfitt. Það er hægt að gerast fráhverfur myndmáli, eða málskrúðsfr æði, jafnvel vissri byltingarpólitík, ef svo má að orði komast, ef til vill að gerast fráhverfur allri byltingarpólitík, en það er ekki hægt að hafna byltingunni án þess að hafna um leið viðburðinum og réttlætinu. Viðburðinum er ekki hægt að lýsa einfaldlega sem einhverju sem gerist. Það getur rignt í kvöld, eða ekki, það verður ekki alger viðburður vegna þess að ég veit hvað regn er, ef ég veit það og að svo miklu leyti sem ég veit það, og svo er það ekki eitthvað algerlega einstakt og annars konar. Það sem þá kemur fyrir er ekki alger koma. Komumaðurinn þarf að vera allt annar. Hann er sá sem ég vænti þess að vænta ekki. Biðin eftir honum er búin til úr ekki-bið, bið án þess sem við köllum viðmiðun í heimspeki, vegna þess að þekking byggir upp væntingu, dregur úr nýnæmi. Ef ég er viss urn að eitthvað gerist, gerist ekkert. Ég á stefnumót við einhvern, ef til vill Krist, ef til vill vin minn, en ef ég vænti hans, og er viss um að hann kemur, verður hann ekki komumaður, a.m.k. ekki í þessum skilningi. En auðvitað getur koma einhvers sem ég vænti einnig komið mér á óvart á einhvern annan hátt, og þá væri það í hvert skipti eins og einhver óheyrð heppni, sem væri alltaf ný, og þess vegna að koma fýrir mig aftur og aftur. Laumulega, leynilega. Og það getur einnig gerst að komandinn komi ekki, eins og Elí. Það er í hinu síopna bili sem möguleiki ekki-komunnar skapar, í algerum vonbrigðum hennar, sem ég get nálgast viðburðinn: hann er líka það sem kynni aldrei að gerast. — Þýðirþetta að viðburður sé ekki viðburður, nema hann sé óvœntur? J.D.: Já, einmitt. — Efvið tökum nýlegt dæmi, kom það þér á óvart að öfgastefna til hægri og viss vinstri hugsun blandast saman, eins og rœtt hefur verið um undanfarið? J.D.: Þarna er heldur betur verið að þröngva mér aftur til að fást við „málefni líðandi stundar“. Þið hafið rétt fyrir ykkur: ef við viljum að mark sé tekið á því sem við vorum að segja rétt í þessu, þá er ekki hægt að færast undan því að svara þessari spurningu. „Blandan“ sem þið töluðuð um er flókin, en ef til vill ekld jafn ósennileg og hún virðist í fýrstu. Það þarf að fara mjög varlega í sakirnar og það er erfitt við aðstæður sem þessar: taka þyrfti mið af miklum fjölda eiginleika eða upplýsinga (hvaða hægri öfgastefna, hvaða „vinstri hugsun“, o.s.frv., hvaða „blanda“, hver, hvar og hvenær, innan hvaða marka? o.s.frv.). Áður en við lítum á sérkennilegustu og afbrigðilegustu dæmin, sem alltaf eru áhugaverðust, því í þeim felst — í þessu sem öðru — mesta nýjungin, skulum við rifja upp nokkur atriði almenns skilnings, algengar hugsunarleiðir og þekktar röksemdafærslur: þetta er ekki í fyrsta skiptið sem afstaða ákafra vinstrimanna skarast á vissum sviðum við afstöðu öfgasinn- 84 TMM 1994:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.