Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Blaðsíða 21
einkalegur, óskýranlegur öðrum nema áhorfandinn „komi upp um sig“
einsog Barthes segir; hann getur jafnvel verið óumræðilegur í bókstaflegri
merkinu. „Rof‘ er of jarðfræðilegt orð, og „broddur“ hefur aðrar aukamerk-
ingar: Kannski er rétt að kalla þennan þátt einfaldlega punkt á íslensku.
Tokum dæmi frá Barthes sjálfum: Ljósmyndina af vangefnu börnunum
tveim. „Áhugasvið“ hennar birtist í uppblásnu höfuðinu og dvergvextinum,
svip barnanna og tengist vitneskjunni um hvar myndin er tekin, en það sem
Barthes sér, þetta andartak sem hann er ffumstæður, barn eða fáviti, horfir
án forsendna — það er kraginn á skyrtu drengsins, umbúðirnar á fingri
stúlkunnar (bls. 51). Punkturinn getur ennfremur verið það sem við sjáum
þegar við lokum augunum, þegar myndin er ekki lengur fyrir framan okkur.
Hann er á myndinni, en um leið eitthvað sem við leggjum til hennar.
Smáatriði, sem af einhverjum ástæðum stingur okkur í augu, og getur átt
rætur í einkalegri reynslu okkar.
Punkturinn þarf ekki alltaf að vera greinanleg stærð, hann er líka tilfinn-
ing sem sumar myndir vekja sterkar en aðrar, tilfinning tímans. Barthes
tengir ljósmyndina öðrum listformum fremur við skynjun tímans og dauð-
ans. Vegna þess að ljósmyndin er aðeins óyggjandi heimild um eitt: Það sem
á henni er vareinhverju
sinni, eitt andartak. Lít-
um á myndina af Lewis
Payne, frá 1865, en
hann hafði verið dæmd-
ur til hengingar og bíð-
ur aftöku á myndinni.
Barthes segir um hana:
„Ljósmyndin er falleg,
rétt einsog pilturinn:
það er áhugasvið henn-
ar. En punktur hennar
er: hann mun deyja. Ég
les samtímis: Þetta mun
verða og þetta hefur ver-
ið; ég sé með hryllingi
liðna framtíð þar sem
dauðinn er lagður und-
ir. Með því að færa mér
hina algeru fortíð stell-
ingarinnar (aorist), seg-
ir ljósmyndin mér af Alexander Gardner: Mynd af Lewis Payne árið 1865.
TMM 1994:2
19