Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Blaðsíða 24

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Blaðsíða 24
sem við vitum að er bæði vel hugsað og áhugavert í alla staði, en það nær ekki til okkar. Punkturinn er það sem veldur því, svo dæmi sé tekið, að kvæði verður hluti af okkur sjálíum, við eignumst það um leið og við leggjum eitthvað til þess. Punkturinn virðist skreppa undan túlkuninni, verjast allri útleggingu. En erum við þá aftur á byrjunarreit: Bókmenntaffæðin verður að láta sér nægja skýringu eða túlkun, hún nær ekki til þess sem gerir bókmenntir að því sem túlkandanum frnnst góðar bókmenntir? Hér hefur því verið haldið fram að sannleiksgildi túlkunar sé síður en svo algerlega afstætt fyrirbæri. En þegar kemur að bókmenntagildinu verður niðurstaðan persónulegri, einfaldlega vegna þess að þar verður lesandinn að gefa meira af sjálfum sér. Kosturinn við bók Barthes er að þótt hann viti þetta, og sumpart þvert ofan í það sem hann segir sjálfur um bernskan og frumstæðan myndlestur sinn, reynir hann samt að glíma við vandann með aðferðum fræðanna, og sam- þætta túlkun og upplifun. Nálgun hans leysir vandann svo sannarlega ekki fræðilega, en hún kemur orðum að honum, og ég er sannfærður um að hún á við fleira en ljósmyndir. Það er aldrei að vita nema hún geti sagt okkur eitthvað um skáldsögur,kannski einkum módernísk verkþar sem myndsvið- ið er meira áberandi en frásagnarþátturinn. Ameríski bókmenntafr æðingurinn Hillis Miller hefur einsog margir aðrir um þessar mundir velt fyrir sér þörf mannsins fyrir sögur, þörf sem virðist hafa fylgt honum frá öndverðu. Látum rökfærslu hans liggja á milli hluta hér, að öðru leyti en því að hann spyr hinnar eðlilegu spurningar: af hverju þurfum við alltaf nýjar og nýjar sögur? Og svarar því til að í öllum góðum sögum sé laus endi, eins konar gáta sem við leitum svara við í næstu sögu, og þannig koll af kolli (og minnum þar, svo ég skjóti að líkingu, á soldáninn í Þúsund og einni nótt). Gátan getur birst í myndsviði sögunnar, í endur- teknum tilbrigðum af lykilmynd eða „samsettu orði“ sem verður ekki ráðið að fullu.9 Hún skilur okkur eftir með tilfinningu sem er sambland af innsæi og spurn, og knýr okkur áfram í leit. Kannski er þar kominn „punktur“ sögunnar. Mig langar að lokum að taka dæmi af einni þekktustu smásögu Kafka, Dómnum. Þetta er saga sem hefur verið lesin sem dæmisaga um feðraveldið, hún beinlínis býður heim freudískum túlkunum, og hún segir okkur margt um grundvallarþverstæðu alls uppeldis. En það er líka í henni málsgrein (punktur?) sem situr eftir í huga þessa lesanda löngu eftir að þráður sögunnar er gleymdur. Hún kallast á við eitt af leiðarstefjum Kafka, sem er það að vakna — ekki til vitundar, til birtu, ekki af vondum draumi, heldur til hans, í miðja martröð; fáir hafa kannað betur bresti vitundarlífs okkar. Þegar hér er komið hefur Georg, ungi maðurinn sem er aðalpersóna sögunnar, lent í eins konar átökum við föður sinn. Þótt föðurnum hafi í 22 TMM 1994:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.